Íslenski boltinn

Thomsen frá í fjórar til sex vikur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jákup Thomsen í leik með FH
Jákup Thomsen í leik með FH vísir/vilhelm
Jákup Thomsen getur ekki spilað með FH næstu fjórar til sex vikurnar vegna meiðsla. Þetta hefur Morgunblaðið eftir Ólafi Kristjánssyni, þjálfara FH.

Thomsen meiddist í leik FH og ÍBV á laugardag og þurfti hann að hætta keppni.

„Það tognuðu liðbönd í hné hans og ég reikna mðe að hann verði frá keppni í fjórar til sex vikur,“ sagði Ólafur. Færeyski framherjinn hittir lækni í dag þar sem það kemur betur í ljós hversu lengi hann verður frá.

Ólafur vonast til þess að fá inn sóknarmann í stað Thomsen og eru FH-ingar að horfa til erlendra framherja.

Vonir voru uppi í Kaplakrika um að Kristján Flóki Finnbogason væri að snúa heim en flest bendir til þess að hann fari í KR en ekki aftur til FH.

Næsti leikur FH í Pepsi Max deild karla er gegn nýliðum HK í Kórnum eftir viku, mánudaginn 22. júlí.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×