Áhyggjur bannaðar Láru G. Sigurðardóttir skrifar 15. júlí 2019 07:00 Ég sit undir loftkælingu á Hawaii eyjunni Kauai. Hitinn er svo mikill að mann langar til að spranga um á nærklæðunum einum fata. Kauai er svolítið eins og Heimaey nema 100-falt stærri að flatarmáli. Þar er afslappað andrúmsloft, villt hænsni í staðinn fyrir lunda á vappi við verslanir og heimahús, og ég hef ekki séð neinn pirrast í umferðinni. Ósjálfrátt hægist á öllum hugsunum hérna. Í handbók um Kauai hnaut ég um setningu þar sem segir að ólöglegt sé fyrir ferðamenn að taka áhyggjur með sér á eyjuna. Nú veit ég ekki hvort maður yrði hnepptur í fangelsi ef maður færi að ræða áhyggjur sínar af loftslagsbreytingum eða hve erfitt væri að hneppa buxunum eftir ísinn sem maður var að éta. Þessi óopinbera regla innfæddra fékk mig þó til að hugsa – frí eru sannarlega til að njóta en ekki veltast um eigin hugsanaflækjur. Einu sinni áður hef ég rekist á álíka reglu og það var í skólanum þar sem ég nam jógafræði á Íslandi. Og svo þegar ég sjálf stofnaði fyrirtæki ákváðum við að fylgja sama hætti og skilja eigin áhyggjur eftir við þröskuldinn. Mér finnst þessi regla að skilja áhyggjurnar eftir bara nokkuð viðeigandi. Það er nefnilega enginn annar en maður sjálfur sem er flugumferðarstjóri eigin hugsana. Eins og þeir stjórna ekki hvaða flugvélar koma í ratsjána þá stjórnum við ekki hvaða hugsanir sækja að okkur. En líkt og flugumferðarstjóri stjórnar flugumferð þá getum við annaðhvort hleypt umferð þessara hugsana um okkar ratsjársvæði eða vísað þeim frá – allavega þessum dags daglegu. Og finna fegurðina í umhverfinu og fólkinu í kringum okkur en hér heilsast allir og kveðja með aloha - sem í raun táknar ást, frið og samkennd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég sit undir loftkælingu á Hawaii eyjunni Kauai. Hitinn er svo mikill að mann langar til að spranga um á nærklæðunum einum fata. Kauai er svolítið eins og Heimaey nema 100-falt stærri að flatarmáli. Þar er afslappað andrúmsloft, villt hænsni í staðinn fyrir lunda á vappi við verslanir og heimahús, og ég hef ekki séð neinn pirrast í umferðinni. Ósjálfrátt hægist á öllum hugsunum hérna. Í handbók um Kauai hnaut ég um setningu þar sem segir að ólöglegt sé fyrir ferðamenn að taka áhyggjur með sér á eyjuna. Nú veit ég ekki hvort maður yrði hnepptur í fangelsi ef maður færi að ræða áhyggjur sínar af loftslagsbreytingum eða hve erfitt væri að hneppa buxunum eftir ísinn sem maður var að éta. Þessi óopinbera regla innfæddra fékk mig þó til að hugsa – frí eru sannarlega til að njóta en ekki veltast um eigin hugsanaflækjur. Einu sinni áður hef ég rekist á álíka reglu og það var í skólanum þar sem ég nam jógafræði á Íslandi. Og svo þegar ég sjálf stofnaði fyrirtæki ákváðum við að fylgja sama hætti og skilja eigin áhyggjur eftir við þröskuldinn. Mér finnst þessi regla að skilja áhyggjurnar eftir bara nokkuð viðeigandi. Það er nefnilega enginn annar en maður sjálfur sem er flugumferðarstjóri eigin hugsana. Eins og þeir stjórna ekki hvaða flugvélar koma í ratsjána þá stjórnum við ekki hvaða hugsanir sækja að okkur. En líkt og flugumferðarstjóri stjórnar flugumferð þá getum við annaðhvort hleypt umferð þessara hugsana um okkar ratsjársvæði eða vísað þeim frá – allavega þessum dags daglegu. Og finna fegurðina í umhverfinu og fólkinu í kringum okkur en hér heilsast allir og kveðja með aloha - sem í raun táknar ást, frið og samkennd.
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar