Segist loka fyrir vatn til sumarhúsaeiganda Garðar Örn Úlfarsson skrifar 15. júlí 2019 06:00 Hið umdeilda sumarhús er til vinstri. Eigandi Þúfukots (til hægri á mynd) fékk nýlega leyfi til að gera gistiskála í íbúðarhúsinu. Fréttablaðið/Valli Einkahlutafélagið Dap sem á jörðina Þúfnakot í Kjós leggst alfarið gegn því að hreppurinn leyfi að sumarhúsalóð á landinu verði breytt í íbúðarhúsalóð eins og kona sem á helmingshlut í frístundahúsi sem þar er óskar eftir. Konan óskaði eftir því í vor að sumarhúsið Nýjakot yrði skilgreint sem íbúðarhús svo hún gæti átt þar lögheimili. Í bréfi til Kjósarhrepps segir lögmaður eiganda Þúfukots, Gunnar Ingi Jóhannsson, að konan í Nýjakoti hafi flutt lögheimili sitt úr Hafnarfirði í Þúfukot eigandans. Það sé óheimilt. „Þjóðskrá hefur verið send beiðni um að afmá skráninguna,“ segir lögmaðurinn. Að sögn lögmannsins myndi breyting á landnotkun fyrir lóðina hafa mikil áhrif á notkun landsvæðis umhverfis hana. Stofnun frístundalóðarinnar á sínum tíma hafi verið ólögmæt því hún hafi farið gegn aðalskipulagi Kjósarhrepps. Húsið í Nýjakoti er frá árinu 2007. „Ef lóðin yrði gerð að íbúðarhúsalóð verður að gera ráð fyrir að slík ákvörðun hefði ákveðin ruðningsáhrif í för með sér og kröfur um að öðrum frístundalóðum yrði breytt í íbúðarhúsalóðir,“ segir í bréfinu.Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Dap ehf.Lögmaðurinn segir ekki fyrir hendi samning um öflun neysluvatns í landi Þúfukots fyrir sumarhúsið. „Öflun neysluvatns er því án leyfis eiganda og verður ekki framlengd að óbreyttu,“ segir lögmaðurinn og bætir við að reyndar verði vatnið aftengt á næstu vikum vegna framkvæmda á jörðinni. „Hið sama gildir um tengingu við hitaveitu. Ekkert kemur fram í umsókn hvernig það verði gert eða hvaðan heitt vatn verði tekið. Hlýtur það að skipta verulegu máli ef fallist yrði á umsóknina,“ bendir lögmaðurinn á og tekur fram að slík tenging yrði ekki gerð nema með samþykki landeiganda. Þá bendir lögmaðurinn á að vegurinn að sumarhúsinu liggi um land Þúfukots án þessi að samningur sé um það. Verði skráð lögheimili í Nýjakoti þurfi að tryggja aðkomuveg samkvæmt vegalögum. „Það verður ekki gert án samþykkis landeiganda.“ Að lokum segir lögmaðurinn eiganda Þúfukots ekki geta fallist á að Nýjakot verði íbúðarhús vegna þess að umgengni lóðarhafans þar sé með eindæmum slæm. „Mikið drasl og óþrifnaður er fyrir á lóðinni sem veldur foktjónshættu og almennu lýti,“ lýsir lögmaðurinn og boðar tilkynningar til bæði heilbrigðisfulltrúa og byggingarfulltrúa vegna þessa. Hreppsnefnd Kjósarhrepps fól á síðasta fundi sínum skipulags- og byggingarfulltrúa hreppsins að kynna konunni sem sækir um breytinguna innihald bréfs lögmanns eiganda Þúfukots. Hvorki náðist í byggingafulltrúan né sveitarstjórann í Kjósahreppi og konan kaus að tjá sig ekki um málið. Kvartað er undan umgegni við sumarhúsið Nýjakot. Fréttablaðið/Valli Birtist í Fréttablaðinu Kjósarhreppur Skipulag Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Einkahlutafélagið Dap sem á jörðina Þúfnakot í Kjós leggst alfarið gegn því að hreppurinn leyfi að sumarhúsalóð á landinu verði breytt í íbúðarhúsalóð eins og kona sem á helmingshlut í frístundahúsi sem þar er óskar eftir. Konan óskaði eftir því í vor að sumarhúsið Nýjakot yrði skilgreint sem íbúðarhús svo hún gæti átt þar lögheimili. Í bréfi til Kjósarhrepps segir lögmaður eiganda Þúfukots, Gunnar Ingi Jóhannsson, að konan í Nýjakoti hafi flutt lögheimili sitt úr Hafnarfirði í Þúfukot eigandans. Það sé óheimilt. „Þjóðskrá hefur verið send beiðni um að afmá skráninguna,“ segir lögmaðurinn. Að sögn lögmannsins myndi breyting á landnotkun fyrir lóðina hafa mikil áhrif á notkun landsvæðis umhverfis hana. Stofnun frístundalóðarinnar á sínum tíma hafi verið ólögmæt því hún hafi farið gegn aðalskipulagi Kjósarhrepps. Húsið í Nýjakoti er frá árinu 2007. „Ef lóðin yrði gerð að íbúðarhúsalóð verður að gera ráð fyrir að slík ákvörðun hefði ákveðin ruðningsáhrif í för með sér og kröfur um að öðrum frístundalóðum yrði breytt í íbúðarhúsalóðir,“ segir í bréfinu.Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Dap ehf.Lögmaðurinn segir ekki fyrir hendi samning um öflun neysluvatns í landi Þúfukots fyrir sumarhúsið. „Öflun neysluvatns er því án leyfis eiganda og verður ekki framlengd að óbreyttu,“ segir lögmaðurinn og bætir við að reyndar verði vatnið aftengt á næstu vikum vegna framkvæmda á jörðinni. „Hið sama gildir um tengingu við hitaveitu. Ekkert kemur fram í umsókn hvernig það verði gert eða hvaðan heitt vatn verði tekið. Hlýtur það að skipta verulegu máli ef fallist yrði á umsóknina,“ bendir lögmaðurinn á og tekur fram að slík tenging yrði ekki gerð nema með samþykki landeiganda. Þá bendir lögmaðurinn á að vegurinn að sumarhúsinu liggi um land Þúfukots án þessi að samningur sé um það. Verði skráð lögheimili í Nýjakoti þurfi að tryggja aðkomuveg samkvæmt vegalögum. „Það verður ekki gert án samþykkis landeiganda.“ Að lokum segir lögmaðurinn eiganda Þúfukots ekki geta fallist á að Nýjakot verði íbúðarhús vegna þess að umgengni lóðarhafans þar sé með eindæmum slæm. „Mikið drasl og óþrifnaður er fyrir á lóðinni sem veldur foktjónshættu og almennu lýti,“ lýsir lögmaðurinn og boðar tilkynningar til bæði heilbrigðisfulltrúa og byggingarfulltrúa vegna þessa. Hreppsnefnd Kjósarhrepps fól á síðasta fundi sínum skipulags- og byggingarfulltrúa hreppsins að kynna konunni sem sækir um breytinguna innihald bréfs lögmanns eiganda Þúfukots. Hvorki náðist í byggingafulltrúan né sveitarstjórann í Kjósahreppi og konan kaus að tjá sig ekki um málið. Kvartað er undan umgegni við sumarhúsið Nýjakot. Fréttablaðið/Valli
Birtist í Fréttablaðinu Kjósarhreppur Skipulag Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira