Bandarísk flugfélög halda 737 MAX-þotunum áfram á jörðu niðri Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. júlí 2019 21:26 Boeing 737 MAX undir merkjum American Airlines. Vísir/Getty Bandaríska flugfélagið American Airlines tilkynnti í dag að það hyggist ekki fljúga Boeing 737 MAX-þotum sínum fyrr en í fyrsta lagi 3. nóvember næstkomandi, eða tveimur mánuðum síðar en áætlað hefur verið til þessa. Í yfirlýsingu frá flugfélaginu segir að vegna þessarar ákvörðunar verði um 115 flugferðum aflýst á degi hverjum frá þeim degi sem félagið hugðist upprunalega setja vélarnar í loftið, og þar til í nóvemberbyrjun. Eins tilkynnti flugfélagið United Airlines á föstudag að það myndi halda þotum sömu tegundar mánuði lengur á jörðu niðri heldur en í fyrstu var áætlað, til sama dags og American, 3. nóvember. United er með 14 737 MAX-þotur á sínum snærum en American Airlines er með 24. Þá er annað bandarískt flugfélag, Southwest, með 34 slíkar þotur hjá sér og hefur þurft að aflýsa um 150 flugferðum á dag frá því að tekin var ákvörðun um að vélunum yrði ekki flogið vegna galla í stýribúnaðar sem olli tveimur mannskæðum flugslysum í október og mars síðastliðnum. „American Airlines stendur áfram í þeirri trú að fyrirhugaðar hugbúnaðaruppfærslur á Boeing 737 MAX-þotunum, ásamt þeim nýju þjálfunaraðferðum sem Boeing þróar nú í samstarfi við samtök flugfélaga, muni leiða til þess að vélin fái aftur leyfi til þess að fljúga á þessu ári,“ segir í tilkynningu félagsins. Í fyrri tilkynningum er sneru að sama málefni sagðist félagið telja að flugleyfi á þoturnar yrði veitt „bráðlega.“ Heimildir AP innan flugmálayfirvalda í Bandaríkjunum herma að nákvæm tímasetning þess hvenær vélarnar fái að fara aftur í loftið sé ekki í sjónmáli. Líklegast sé að það verði ekki fyrr en árið 2020. Bandaríkin Boeing Fréttir af flugi Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Bandaríska flugfélagið American Airlines tilkynnti í dag að það hyggist ekki fljúga Boeing 737 MAX-þotum sínum fyrr en í fyrsta lagi 3. nóvember næstkomandi, eða tveimur mánuðum síðar en áætlað hefur verið til þessa. Í yfirlýsingu frá flugfélaginu segir að vegna þessarar ákvörðunar verði um 115 flugferðum aflýst á degi hverjum frá þeim degi sem félagið hugðist upprunalega setja vélarnar í loftið, og þar til í nóvemberbyrjun. Eins tilkynnti flugfélagið United Airlines á föstudag að það myndi halda þotum sömu tegundar mánuði lengur á jörðu niðri heldur en í fyrstu var áætlað, til sama dags og American, 3. nóvember. United er með 14 737 MAX-þotur á sínum snærum en American Airlines er með 24. Þá er annað bandarískt flugfélag, Southwest, með 34 slíkar þotur hjá sér og hefur þurft að aflýsa um 150 flugferðum á dag frá því að tekin var ákvörðun um að vélunum yrði ekki flogið vegna galla í stýribúnaðar sem olli tveimur mannskæðum flugslysum í október og mars síðastliðnum. „American Airlines stendur áfram í þeirri trú að fyrirhugaðar hugbúnaðaruppfærslur á Boeing 737 MAX-þotunum, ásamt þeim nýju þjálfunaraðferðum sem Boeing þróar nú í samstarfi við samtök flugfélaga, muni leiða til þess að vélin fái aftur leyfi til þess að fljúga á þessu ári,“ segir í tilkynningu félagsins. Í fyrri tilkynningum er sneru að sama málefni sagðist félagið telja að flugleyfi á þoturnar yrði veitt „bráðlega.“ Heimildir AP innan flugmálayfirvalda í Bandaríkjunum herma að nákvæm tímasetning þess hvenær vélarnar fái að fara aftur í loftið sé ekki í sjónmáli. Líklegast sé að það verði ekki fyrr en árið 2020.
Bandaríkin Boeing Fréttir af flugi Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira