Íslenski boltinn

Gunnleifur skrifaði undir nýjan samning á afmælisdaginn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gunnleifur hefur leikið alla leiki Breiðabliks á tímabilinu.
Gunnleifur hefur leikið alla leiki Breiðabliks á tímabilinu. vísir/vilhelm
Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður og fyrirliði Breiðabliks, fagnar 44 ára afmæli sínu í dag.

Líkt og í fyrra skrifaði Gunnleifur undir nýjan eins árs samning við Breiðablik á afmælisdaginn sinn.



Gunnleifur hefur leikið með Breiðabliki síðan 2013 og aðeins misst af einum deildarleik með liðinu á þeim tíma.

Fyrr í sumar sló Gunnleifur leikjametið í deildakeppninni á Íslandi. Hann hefur leikið 429 deildaleiki á Íslandi, þar af 294 í efstu deild. Markvörðurinn síungi er tíundi leikjahæsti leikmaður í sögu Breiðabliks með 239 leiki í öllum keppnum.

Gunnleifur og félagar eru í 2. sæti Pepsi Max-deildar karla. Breiðablik gerði markalaust jafntefli við Vaduz, gamla liðið hans Gunnleifs, í fyrri leik liðanna í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í síðustu viku. Liðin mætast öðru sinni í Liechtenstein á fimmtudaginn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×