Fjögurra daga leið hlaupin á nokkrum klukkustundum Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júlí 2019 09:59 Frá Laugavegshlaupi fyrri ára. Mynd/Ólafur Þórisson og Frank Tschöpe Laugavegshlaupið var ræst frá Landmannalaugum klukkan níu í morgun. Hlauparar lögðu af stað úr Laugardalnum við dagrenningu klukkan hálf fimm og eiga því langt ferðalag að baki – en töluvert erfiðara ferðalag fyrir höndum. Von er á fyrstu hlaupurum í mark í Þórsmörk milli klukkan eitt og tvö í dag. Venjan er að ganga þessa vinsælu 55 kílómetra gönguleið um íslensk öræfi á fjórum dögum en methlaupatími er 3 klukkustundir og 59 mínútur í karlaflokki og 5 klukkustundir í kvennaflokki. Tímamörk eru í hlaupinu og þurfa hlauparar að yfirgefa drykkjarstöð við Álftavatn (22 km) á innan við fjórum klukkustundum og drykkjarstöð við Emstruskála (34 km) á innan við sex klukkustundum og þrjátíu mínútum. „Það er því aðeins fyrir vel æfða hlaupara að taka þátt í þessari miklu þolraun,“ segir í tilkynningu frá skipuleggjendum hlaupsins. Hlauparar halda af stað við Landmannalaugar í morgun.Mynd/Laugavegur Ultra Marathon Skráðir hlauparar eru 551 talsins, 63% Íslendingar og 37% erlendir gestir af 29 mismunandi þjóðernum. 69% þeirra sem taka þátt í Laugavegshlaupinu í dag hafa aldrei hlaupið það áður. 31% hlaupara hafa tekið þátt í hlaupinu áður og sumir hverjir margoft. Höskuldur Kristvinsson er reynslumestur hlauparanna en hann er að taka þátt í nítjánda sinn. Þá er Ívar Auðunn Adolfsson að taka þátt í fjórtánda sinn og þau Sigurður Hrafn Kiernan og Björk Steindórsdóttir í tólfta sinn. Aldur þátttakenda er frá 19 ára til 72 ára en fjölmennasti aldurshópurinn eru hlauparar á aldrinum 40 til 49 ára. Þorbergur, Hyechang, Anna Berglind og Natasha öll sigurstrangleg Þá búast skipuleggjendur við spennandi keppni um sigurinn í bæði karla- og kvennaflokki. „Í karlaflokki er sigurvegarinn frá því í fyrra og brautarmethafinn, Þorbergur Ingi Jónsson, sigurstranglegur. Kóreubúinn Hyechang Rhim gæti veitt honum harða keppni en hann sigraði í 50 km hlaupi í San Francisco fyrir um tveimur mánuðum síðan og hefur einnig verið framarlega í öðrum hlaupum undanfarin ár. Þá stefnir Bandaríkjamaðurinn Christopher Green, sem er nokkuð óskrifað blað, á að hlaupa á 4:15 eins og Þorbergur og verður spennandi að sjá hvort það takist hjá honum,“ segir í tilkynningu. „Í kvennaflokki er Anna Berglind Pálmadóttir talin mjög sigurstrangleg en hún var í 2.sæti í fyrra og var fyrst íslenskra kvenna í mark á HM í utanvegahlaupum í síðasta mánuði. Aðrar sem eru líklegar til að vera í toppbaráttunni eru Natasha Lunt frá Canada sem var 4. í 50 km hlaupi á síðasta ári, Ingelin Clausen frá Noregi sem var í 7. sæti í 70 km hlaupi í Bretlandi í janúar og Elísabet Margeirsdóttir sem er að taka þátt í 10. sinn og sigraði árið 2014.“ Stefnt er að því að vera með lifandi úrslit á vef hlaupsins á meðan það stendur yfir en vegna óstöðugs GSM-sambands á svæðinu er ekki hægt að lofa því. Úrslitasíðuna er hægt að nálgast hér. Hlaup Rangárþing ytra Laugavegshlaupið Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Laugavegshlaupið var ræst frá Landmannalaugum klukkan níu í morgun. Hlauparar lögðu af stað úr Laugardalnum við dagrenningu klukkan hálf fimm og eiga því langt ferðalag að baki – en töluvert erfiðara ferðalag fyrir höndum. Von er á fyrstu hlaupurum í mark í Þórsmörk milli klukkan eitt og tvö í dag. Venjan er að ganga þessa vinsælu 55 kílómetra gönguleið um íslensk öræfi á fjórum dögum en methlaupatími er 3 klukkustundir og 59 mínútur í karlaflokki og 5 klukkustundir í kvennaflokki. Tímamörk eru í hlaupinu og þurfa hlauparar að yfirgefa drykkjarstöð við Álftavatn (22 km) á innan við fjórum klukkustundum og drykkjarstöð við Emstruskála (34 km) á innan við sex klukkustundum og þrjátíu mínútum. „Það er því aðeins fyrir vel æfða hlaupara að taka þátt í þessari miklu þolraun,“ segir í tilkynningu frá skipuleggjendum hlaupsins. Hlauparar halda af stað við Landmannalaugar í morgun.Mynd/Laugavegur Ultra Marathon Skráðir hlauparar eru 551 talsins, 63% Íslendingar og 37% erlendir gestir af 29 mismunandi þjóðernum. 69% þeirra sem taka þátt í Laugavegshlaupinu í dag hafa aldrei hlaupið það áður. 31% hlaupara hafa tekið þátt í hlaupinu áður og sumir hverjir margoft. Höskuldur Kristvinsson er reynslumestur hlauparanna en hann er að taka þátt í nítjánda sinn. Þá er Ívar Auðunn Adolfsson að taka þátt í fjórtánda sinn og þau Sigurður Hrafn Kiernan og Björk Steindórsdóttir í tólfta sinn. Aldur þátttakenda er frá 19 ára til 72 ára en fjölmennasti aldurshópurinn eru hlauparar á aldrinum 40 til 49 ára. Þorbergur, Hyechang, Anna Berglind og Natasha öll sigurstrangleg Þá búast skipuleggjendur við spennandi keppni um sigurinn í bæði karla- og kvennaflokki. „Í karlaflokki er sigurvegarinn frá því í fyrra og brautarmethafinn, Þorbergur Ingi Jónsson, sigurstranglegur. Kóreubúinn Hyechang Rhim gæti veitt honum harða keppni en hann sigraði í 50 km hlaupi í San Francisco fyrir um tveimur mánuðum síðan og hefur einnig verið framarlega í öðrum hlaupum undanfarin ár. Þá stefnir Bandaríkjamaðurinn Christopher Green, sem er nokkuð óskrifað blað, á að hlaupa á 4:15 eins og Þorbergur og verður spennandi að sjá hvort það takist hjá honum,“ segir í tilkynningu. „Í kvennaflokki er Anna Berglind Pálmadóttir talin mjög sigurstrangleg en hún var í 2.sæti í fyrra og var fyrst íslenskra kvenna í mark á HM í utanvegahlaupum í síðasta mánuði. Aðrar sem eru líklegar til að vera í toppbaráttunni eru Natasha Lunt frá Canada sem var 4. í 50 km hlaupi á síðasta ári, Ingelin Clausen frá Noregi sem var í 7. sæti í 70 km hlaupi í Bretlandi í janúar og Elísabet Margeirsdóttir sem er að taka þátt í 10. sinn og sigraði árið 2014.“ Stefnt er að því að vera með lifandi úrslit á vef hlaupsins á meðan það stendur yfir en vegna óstöðugs GSM-sambands á svæðinu er ekki hægt að lofa því. Úrslitasíðuna er hægt að nálgast hér.
Hlaup Rangárþing ytra Laugavegshlaupið Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira