Hefur fengið fjölda líflátshótana eftir að hún sakaði Trump um nauðgun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. júlí 2019 23:04 E Jean Carroll segir Donald Trump hafa nauðgað henni um miðjan tíunda áratug síðustu aldar. Vísir/Getty E Jean Carroll, pistlahöfundurinn sem nýlega steig fram með ásakanir þess efnis að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi nauðgað henni á tíunda áratug síðustu aldar, segist nú sofa með hlaðna skammbyssu í svefnherbergi sínu. Ástæðan er sá gríðarlegi fjöldi líflátshótana sem henni hafa borist frá netverjum hliðhollum forsetanum. Þetta upplýsir Caroll um í viðtali við Guardian, þar sem hún lýsir afleiðingum ákvörðunar sinnar um að stíga fram og segja frá ofbeldinu sem hún segir forsetann hafa beitt sig. Carroll segir hótanirnar sem henni hafa borist í kjölfar þess að hún tjáði sig um málið hafa verið svo margar að hún hafi neyðst til þess að hætta að fylgjast með samfélagsmiðlum og að hún svæfi nú í fyrsta sinn með hlaðna byssu í seilingarfjarlægð. Hún segir einnig að þó að hótanirnar séu margar þá berist henni einnig póstar frá konum sem vilji þakka henni fyrir hugrekki sitt „Póstpokinn er stór, ég get ekki einu byrjað að lýsa því. Það eru konur að senda mér sínar sögur, og það er stærsti þakklætisvotturinn sem ég get fengið.“ Carroll birti ásakanir sínar á hendur forsetanum í nýrri bók sinni, sem nefnist What Do We Need Men For? (Til hvers þurfum við karlmenn?). Þar lýsir hún því hvernig hún rakst á Trump í versluninni Bergdorf‘s á Manhattan síðla árs 1995 eða snemma árs 1996. Þau hafi spjallað um hríð og þegar Trump hafi reynt að fá hana til þess að máta nærföt sem til sölu voru í búðinni hafi hún stungið upp á því að hann mátaði þau frekar. Þau hafi farið saman inn í mátunarklefa og þar hafi hann ráðist á hana. Sjálf hefur Carroll forðast að nota hugtakið nauðgun yfir það sem hún segir hafa átt sér stað en kveðst þó sammála því að það falli vissulega undir lagalega skilgreiningu á nauðgun. Trump hefur alfarið hafnað ásökunum Carroll, líkt og öllum öðrum ásökunum á hendur honum um nokkurt misferli. Kveðst hann aldrei hafa þekkt Carroll þrátt fyrir að til sé ljósmynd af þeim tveimur ásamt þáverandi mökum í teiti árið 1987. Þá sagði forsetinn sér til varnar að Carroll væri ekki „hans týpa“ og gaf þannig í skyn að hann gæti ekki hafa nauðgað henni. Ásakanir Carroll á hendur forsetanum eru þær alvarlegustu sem fram hafa komið, en þó langt í frá þær fyrstu. Í gegn um tíðina hafa margar konur sakað Trump um að hafa beitt sig kynferðislegu áreiti eða ofbeldi. Bandaríkin Donald Trump Kynferðisofbeldi MeToo Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira
E Jean Carroll, pistlahöfundurinn sem nýlega steig fram með ásakanir þess efnis að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi nauðgað henni á tíunda áratug síðustu aldar, segist nú sofa með hlaðna skammbyssu í svefnherbergi sínu. Ástæðan er sá gríðarlegi fjöldi líflátshótana sem henni hafa borist frá netverjum hliðhollum forsetanum. Þetta upplýsir Caroll um í viðtali við Guardian, þar sem hún lýsir afleiðingum ákvörðunar sinnar um að stíga fram og segja frá ofbeldinu sem hún segir forsetann hafa beitt sig. Carroll segir hótanirnar sem henni hafa borist í kjölfar þess að hún tjáði sig um málið hafa verið svo margar að hún hafi neyðst til þess að hætta að fylgjast með samfélagsmiðlum og að hún svæfi nú í fyrsta sinn með hlaðna byssu í seilingarfjarlægð. Hún segir einnig að þó að hótanirnar séu margar þá berist henni einnig póstar frá konum sem vilji þakka henni fyrir hugrekki sitt „Póstpokinn er stór, ég get ekki einu byrjað að lýsa því. Það eru konur að senda mér sínar sögur, og það er stærsti þakklætisvotturinn sem ég get fengið.“ Carroll birti ásakanir sínar á hendur forsetanum í nýrri bók sinni, sem nefnist What Do We Need Men For? (Til hvers þurfum við karlmenn?). Þar lýsir hún því hvernig hún rakst á Trump í versluninni Bergdorf‘s á Manhattan síðla árs 1995 eða snemma árs 1996. Þau hafi spjallað um hríð og þegar Trump hafi reynt að fá hana til þess að máta nærföt sem til sölu voru í búðinni hafi hún stungið upp á því að hann mátaði þau frekar. Þau hafi farið saman inn í mátunarklefa og þar hafi hann ráðist á hana. Sjálf hefur Carroll forðast að nota hugtakið nauðgun yfir það sem hún segir hafa átt sér stað en kveðst þó sammála því að það falli vissulega undir lagalega skilgreiningu á nauðgun. Trump hefur alfarið hafnað ásökunum Carroll, líkt og öllum öðrum ásökunum á hendur honum um nokkurt misferli. Kveðst hann aldrei hafa þekkt Carroll þrátt fyrir að til sé ljósmynd af þeim tveimur ásamt þáverandi mökum í teiti árið 1987. Þá sagði forsetinn sér til varnar að Carroll væri ekki „hans týpa“ og gaf þannig í skyn að hann gæti ekki hafa nauðgað henni. Ásakanir Carroll á hendur forsetanum eru þær alvarlegustu sem fram hafa komið, en þó langt í frá þær fyrstu. Í gegn um tíðina hafa margar konur sakað Trump um að hafa beitt sig kynferðislegu áreiti eða ofbeldi.
Bandaríkin Donald Trump Kynferðisofbeldi MeToo Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira