Íslenski boltinn

Mikil dramatík í leikjum kvöldsins í Inkasso-deildinni │ Sjáðu stöðuna eftir fyrri umferðina

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnór Breki er leikmaður Fjölnis.
Arnór Breki er leikmaður Fjölnis. vísir/bára
Fjölnir og Grótta eru í efstu tveimur sætunum eftir fyrri umferðina í Inkasso-deild karla en ellefta umferðin fór fram í heild sinni í kvöld.

Fjölnismenn gerði 1-1 jafntefli við Keflavík á heimavelli. Albert Brynjar Ingason skoraði eftir mistök Sindra Kristins Ólafssonar í marki Keflavíkur en hinn ungi Davíð Snær Jóhannsson jafnaði metin fyrir Keflavík í uppbótartíma.

Helgi Guðjónsson skoraði bæði mörk Fram er liðið vann 2-1 sigur á Leikni. Sólon Breki Leifsson minnkaði muninn fyrir Leikni en nær komust Breiðhyltingar ekki.

Þróttur kastaði frá sér þremur stigum er liðið gerði 1-1 jafntefli geng Aftureldingu í Mosfellsbæ. Rafael Victor kom Þrótti yfir úr vítaspyrnu á 45. mínútu en á 86. mínútu jafnaði Andri Freyr Jónasson.

Þór bjargaði stigi á Grenivík er liðið gerði 1-1 jafntefli við Magna. Kristinn Þór Rósbergsson skoraði fyrsta markið úr víti og þannig stóðu leikar þangað til í uppbótartíma er Jóhann Helgi Hannesson jafnaði.

Njarðvík vann mikilvægan 3-0 sigur á Víkingi Ólafsvík á heimavelli. Ivan Prskalo gerði eitt mark og Kenneth Hogg tvö.

Nýliðar Gróttu eru í öðru sætinu en nýliðarnir gerðu 2-2 jafntefli við Hauka á útivelli. Varamaðurinn Oliver Helgi Gíslason jafnaði metin skömmu fyrir leikslok.

Úrslit og markaskorarar eru fengnir frá úrslit.net.

Staðan eftir ellefu umferðir:

1. Fjölnir 23 stig

2. Grótta 21 stig

3. Þór 20 stig

4. Fram 20 stig

5. Víkingur Ólafsvík 17 stig

6. Keflavík 16 stig

7. Leiknir 15 stig

8. Þróttur 14 stig

9. Haukar 11 stig

10. Njarðvík 10 stig

11. Afturelding 10 stig

12. Magni 7 stig




Fleiri fréttir

Sjá meira


×