Var þriðji markvörður FH en fær nú traustið: „Örugglega engin ástæða fyrir því að skipta“ Anton Ingi Leifsson skrifar 11. júlí 2019 20:00 FH-ingar hafa lent í markmannsvandræðum á leiktíðinni. Í 11 leikjum í Pepsi Max-deildinni hafa þrír leikmenn varið mark Fimleikafélagsins. Gunnar Nielsen var aðalmarkvörður FH, rétt eins og síðustu tímabil, en hann brotnaði gegn KA í þriðju umferð og næstu fimm leiki var Vignir Jóhannesson í markinu. Eftir meiðsli Vignis fékk hins vegar Daði Freyr Arnarson tækifærið og hefur staðið pliktina vel í marki Fimleikafélagsins sem vann langþráðan sigur í síðustu umferð. „Heilt yfir er þetta búið að vera frábær tilfinning að spila alvöru fótbolta með frábæru liði og leikmönnum,“ sagði Daði í samtali við Ingva Þór Sæmundsson. En er pilturinn ungi ánægður með sína frammistöðu? „Já. Ég var ekki að búast við neinu og einbeiti mér bara að einföldu hlutunum. Það er mjög þægilegt að fá traustið hjá þjálfurunum. Hann veit hvað ég get í markinu og leyfir mér að spila eins og ég vil.“ Daði Freyr er uppalinn á Súgandafirði en hann fékk sína eldskírn í meistaraflokki með BÍ/Bolungarvík, síðar Vestra. Hann hefur leikið þar sem lánsmaður síðustu tvö tímabil. „Hinir tveir markverðirnir eru tveir frábærir markmenn með miklu meiri reynslu en ég. Þeir eru búnir að vera mjög óheppnir og þetta er það sem ég hef viljað síðan ég kom hingað.“ „Sem betur fer er ég með stuðning frá þeim tveim og markmannsþjálfaranum og öllu liðinu. Það gerir þetta þægilegra og skemmtilegra,“ en hann ætlar ekkert að gefa sætið eftir. „Svo lengi sem ég stend mig eins og ég er að gera, þá er örugglega engin ástæða fyrir því að þurfa að skipta.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira
FH-ingar hafa lent í markmannsvandræðum á leiktíðinni. Í 11 leikjum í Pepsi Max-deildinni hafa þrír leikmenn varið mark Fimleikafélagsins. Gunnar Nielsen var aðalmarkvörður FH, rétt eins og síðustu tímabil, en hann brotnaði gegn KA í þriðju umferð og næstu fimm leiki var Vignir Jóhannesson í markinu. Eftir meiðsli Vignis fékk hins vegar Daði Freyr Arnarson tækifærið og hefur staðið pliktina vel í marki Fimleikafélagsins sem vann langþráðan sigur í síðustu umferð. „Heilt yfir er þetta búið að vera frábær tilfinning að spila alvöru fótbolta með frábæru liði og leikmönnum,“ sagði Daði í samtali við Ingva Þór Sæmundsson. En er pilturinn ungi ánægður með sína frammistöðu? „Já. Ég var ekki að búast við neinu og einbeiti mér bara að einföldu hlutunum. Það er mjög þægilegt að fá traustið hjá þjálfurunum. Hann veit hvað ég get í markinu og leyfir mér að spila eins og ég vil.“ Daði Freyr er uppalinn á Súgandafirði en hann fékk sína eldskírn í meistaraflokki með BÍ/Bolungarvík, síðar Vestra. Hann hefur leikið þar sem lánsmaður síðustu tvö tímabil. „Hinir tveir markverðirnir eru tveir frábærir markmenn með miklu meiri reynslu en ég. Þeir eru búnir að vera mjög óheppnir og þetta er það sem ég hef viljað síðan ég kom hingað.“ „Sem betur fer er ég með stuðning frá þeim tveim og markmannsþjálfaranum og öllu liðinu. Það gerir þetta þægilegra og skemmtilegra,“ en hann ætlar ekkert að gefa sætið eftir. „Svo lengi sem ég stend mig eins og ég er að gera, þá er örugglega engin ástæða fyrir því að þurfa að skipta.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira