Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Levadia Tallinn 2-1 │Stjarnan fer með naumt forskot til Eistlands | Sjáðu mörkin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. júlí 2019 22:30 Þorsteinn Már Ragnarsson skoraði bæði mörk Stjörnunnar í 2-1 sigri á Levadia Tallin í fyrri leik liðanna í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Sigurinn var súrsætur því Stjörnumenn gátu og hefðu átt að skora fleiri mörk í leiknum og fara með betra forskot í seinni leikinn eftir viku. Hilmar Árni Halldórsson brenndi af vítaspyrnu eftir rúmlega klukkutíma leik og Stjarnan átti að fá annað víti í fyrri hálfleik þegar fyrirliði gestanna, Dmitri Kruglov, varði skalla Martins Rauschenberg með hendi á línu. Kruglov hefði einnig átt að fjúka út af fyrir vörsluna. Stjörnumenn voru á skjálftavaktinni í byrjun leiks og Levadia fékk tvö dauðafæri í sömu sókninni á 12. mínútu sem ekki nýttust. Þremur mínútum síðar kom Þorsteinn Már Garðbæingum yfir. Hann slapp í gegnum vörn Levadia eftir sendingu Daníels Laxdal og kláraði færið af yfirvegun. Haraldur Björnsson varði frábærlega frá Joao Morelli á 22. mínútu og tíu mínútum síðar átti Stjarnan að fá víti. Slakur dómari leiksins dæmdi hins vegar ekki neitt. Staðan var 1-0 í hálfleik, Stjörnunni í vil. Á 62. mínútu sló Sergei Lepmets, markvörður Levadia, til Ævars Inga Jóhannessonar og víti var dæmt. Hilmar Árni fór á punktinn en Lepmets varði. Stílbrot hjá Breiðhyltingnum sem er allavega jafna mjög örugg vítaskytta. Á 73. mínútu kom Þorsteinn Már Stjörnunni í 2-0. Hilmar Árni átti þá frábæra stungusendingu á Þorstein Má sem skoraði með skoti í stöng og inn. Skömmu áður björguðu gestirnir á línu frá Alex Þór Haukssyni. Fimm mínútum eftir annað mark Þorsteins Más minnkuðu gestirnir muninn með marki Nikita Andrejev. Þeir voru þó ekki líklegir til að jafna það sem eftir lifði leiks og Stjarnan fagnaði góðum en full naumum sigri.Af hverju vann Stjarnan? Garðbæingar byrjuðu leikinn illa og voru heppnir að lenda ekki undir. En mark Þorsteins Más gaf þeim byr undir báða vængi. Stjörnumenn pressuðu gestina vel og voru svo skeinuhættir í sókninni. Stjarnan hafði góð tök á leiknum og hélt áfram að ógna marki Levadia. Þorsteinn Már skoraði öðru sinni en Stjörnumenn misstu svo einbeitinguna og fengu á sig mark sem gæti reynst dýrkeypt. Með svipaðri spilamennsku í kvöld og í seinni leiknum ættu Garðbæingar að fara áfram en það má lítið út af bregða.Hverjir stóðu upp úr? Þorsteinn Már átti sinn besta leik í sumar, ógnaði stöðugt með hluapum inn fyrir vörn Levadia og kláraði færin sín vel. Daníel Laxdal var frábær á miðjunni í fyrri hálfleik og leysti svo stöðu vinstri bakvarðar vel í þeim seinni. Framlag Haraldar var líka mikilvægt. Hann varði tvisvar sinnum vel í fyrri hálfleik og svo aftur í upphafi þess seinni. Brynjar Gauti Guðjónsson var sterkur í vörninni og Alex Þór sívinnandi að venju.Hvað gekk illa? Stjörnumenn voru full kærulausir í byrjun leiks og voru lánsamir að lenda ekki undir á 12. mínútu. Sem betur fer fyrir þá skoruðu þeir skömmu síðar og eftir það kom meira öryggi í leik liðsins. Þá hefði Stjarnan átt að skora fleiri mörk í leiknum; vítaspyrna fór í súginn auk annarra góðra færa.Hvað gerist næst? Seinni leikur liðanna fer fram á heimavelli Levadia Tallinn eftir viku. Hvorugt liðið á leik í millitíðinni.Rúnar Páll: Vonandi ekkert kjaftæði eftir viku Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var ekki fullkomlega sáttur með 2-1 sigurinn á Levadia Tallinn í kvöld. Frammistaða Stjörnumanna var honum að skapi en hann var svekktur með markið sem þeir fengu á sig á 79. mínútu. „Ef ég á að vera alveg heiðarlegur er ég drullufúll að hafa fengið þetta mark á okkur,“ sagði Rúnar Páll í samtali við Vísi eftir leik. „Það var gott að vinna þetta lið. Það var mikill kraftur í okkur, við spiluðum heilt yfir mjög vel og fengum fullt af færum. Við vorum reyndar heppnir að fá ekki á okkur mark í byrjun leiks en vorum heilt yfir með góða stjórn á honum og unnum hann. Maður á að vera ánægður með það. Við þurfum að spila eins vel og við gerðum í kvöld í útileiknum.“ Stjarnan fékk vítaspyrnu, sem fór forgörðum, en hefði átt að fá aðra þegar fyrirliði Levadia, Dmitri Kruglov, varði skalla Martins Rauschenberg með hendi á línu. „Ég sá það ekki en viðbrögð leikmannanna voru þannig að þetta væri klárt víti. Það er svekkjandi en þetta er ekki í fyrsta sinn í sumar sem mörk eru tekin af okkur. Við erum orðnir vanir þessu. En við erum 2-1 yfir en það var helvíti fúlt að fá útivallarmark á sig. Vonandi verður þetta ekkert kjaftæði eftir viku,“ sagði Rúnar Páll. Hann var ánægður með mörkin tvö sem Stjarnan skoraði í leiknum. „Þetta voru frábær mörk og frábærlega afgreitt hjá Þorsteini [Má Ragnarssyni] eftir góðar sóknir. Við fengum líka fleiri og klúðruðum því miður víti. Það er mjög óvanalegt hjá Hilmari [Árna Halldórssyni] en það geta allir klikkað. Ég er ánægður með leikinn og frammistöðu okkar og það var gott að vinna.“Þorsteinn Már: Vorum miklu betri „Þetta var frábær sigur. Við lögðum mikla vinnu í leikinn og skoruðum tvö flott mörk. Núna er seinni hálfleikurinn bara eftir,“ sagði Þorsteinn Már Ragnarsson, hetja Stjörnunnar gegn Levadia Tallin í kvöld. Grundfirðingurinn skoraði bæði mörk Stjörnunnar sem var lengst af sterkari aðilinn í leiknum. Sigurinn hefði getað orðið stærri en er Þorsteinn bjartsýnn á að forskotið dugi Stjörnumönnum til að komast áfram? „Við ætlum ekki að fá á okkur mark og allavega skora eitt,“ svaraði Þorsteinn bjartsýnn. Hann kvaðst sáttur með frammistöðu Stjörnunnar í kvöld. „Það gekk allt upp fyrir utan þetta klaufamark sem við fengum á okkur. Annars fannst mér við vera miklu betri og keyra yfir þá,“ sagði Þorsteinn. „Við fengum færi til að skora fleiri mörk en við tökum 2-1.“ Evrópudeild UEFA
Þorsteinn Már Ragnarsson skoraði bæði mörk Stjörnunnar í 2-1 sigri á Levadia Tallin í fyrri leik liðanna í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Sigurinn var súrsætur því Stjörnumenn gátu og hefðu átt að skora fleiri mörk í leiknum og fara með betra forskot í seinni leikinn eftir viku. Hilmar Árni Halldórsson brenndi af vítaspyrnu eftir rúmlega klukkutíma leik og Stjarnan átti að fá annað víti í fyrri hálfleik þegar fyrirliði gestanna, Dmitri Kruglov, varði skalla Martins Rauschenberg með hendi á línu. Kruglov hefði einnig átt að fjúka út af fyrir vörsluna. Stjörnumenn voru á skjálftavaktinni í byrjun leiks og Levadia fékk tvö dauðafæri í sömu sókninni á 12. mínútu sem ekki nýttust. Þremur mínútum síðar kom Þorsteinn Már Garðbæingum yfir. Hann slapp í gegnum vörn Levadia eftir sendingu Daníels Laxdal og kláraði færið af yfirvegun. Haraldur Björnsson varði frábærlega frá Joao Morelli á 22. mínútu og tíu mínútum síðar átti Stjarnan að fá víti. Slakur dómari leiksins dæmdi hins vegar ekki neitt. Staðan var 1-0 í hálfleik, Stjörnunni í vil. Á 62. mínútu sló Sergei Lepmets, markvörður Levadia, til Ævars Inga Jóhannessonar og víti var dæmt. Hilmar Árni fór á punktinn en Lepmets varði. Stílbrot hjá Breiðhyltingnum sem er allavega jafna mjög örugg vítaskytta. Á 73. mínútu kom Þorsteinn Már Stjörnunni í 2-0. Hilmar Árni átti þá frábæra stungusendingu á Þorstein Má sem skoraði með skoti í stöng og inn. Skömmu áður björguðu gestirnir á línu frá Alex Þór Haukssyni. Fimm mínútum eftir annað mark Þorsteins Más minnkuðu gestirnir muninn með marki Nikita Andrejev. Þeir voru þó ekki líklegir til að jafna það sem eftir lifði leiks og Stjarnan fagnaði góðum en full naumum sigri.Af hverju vann Stjarnan? Garðbæingar byrjuðu leikinn illa og voru heppnir að lenda ekki undir. En mark Þorsteins Más gaf þeim byr undir báða vængi. Stjörnumenn pressuðu gestina vel og voru svo skeinuhættir í sókninni. Stjarnan hafði góð tök á leiknum og hélt áfram að ógna marki Levadia. Þorsteinn Már skoraði öðru sinni en Stjörnumenn misstu svo einbeitinguna og fengu á sig mark sem gæti reynst dýrkeypt. Með svipaðri spilamennsku í kvöld og í seinni leiknum ættu Garðbæingar að fara áfram en það má lítið út af bregða.Hverjir stóðu upp úr? Þorsteinn Már átti sinn besta leik í sumar, ógnaði stöðugt með hluapum inn fyrir vörn Levadia og kláraði færin sín vel. Daníel Laxdal var frábær á miðjunni í fyrri hálfleik og leysti svo stöðu vinstri bakvarðar vel í þeim seinni. Framlag Haraldar var líka mikilvægt. Hann varði tvisvar sinnum vel í fyrri hálfleik og svo aftur í upphafi þess seinni. Brynjar Gauti Guðjónsson var sterkur í vörninni og Alex Þór sívinnandi að venju.Hvað gekk illa? Stjörnumenn voru full kærulausir í byrjun leiks og voru lánsamir að lenda ekki undir á 12. mínútu. Sem betur fer fyrir þá skoruðu þeir skömmu síðar og eftir það kom meira öryggi í leik liðsins. Þá hefði Stjarnan átt að skora fleiri mörk í leiknum; vítaspyrna fór í súginn auk annarra góðra færa.Hvað gerist næst? Seinni leikur liðanna fer fram á heimavelli Levadia Tallinn eftir viku. Hvorugt liðið á leik í millitíðinni.Rúnar Páll: Vonandi ekkert kjaftæði eftir viku Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var ekki fullkomlega sáttur með 2-1 sigurinn á Levadia Tallinn í kvöld. Frammistaða Stjörnumanna var honum að skapi en hann var svekktur með markið sem þeir fengu á sig á 79. mínútu. „Ef ég á að vera alveg heiðarlegur er ég drullufúll að hafa fengið þetta mark á okkur,“ sagði Rúnar Páll í samtali við Vísi eftir leik. „Það var gott að vinna þetta lið. Það var mikill kraftur í okkur, við spiluðum heilt yfir mjög vel og fengum fullt af færum. Við vorum reyndar heppnir að fá ekki á okkur mark í byrjun leiks en vorum heilt yfir með góða stjórn á honum og unnum hann. Maður á að vera ánægður með það. Við þurfum að spila eins vel og við gerðum í kvöld í útileiknum.“ Stjarnan fékk vítaspyrnu, sem fór forgörðum, en hefði átt að fá aðra þegar fyrirliði Levadia, Dmitri Kruglov, varði skalla Martins Rauschenberg með hendi á línu. „Ég sá það ekki en viðbrögð leikmannanna voru þannig að þetta væri klárt víti. Það er svekkjandi en þetta er ekki í fyrsta sinn í sumar sem mörk eru tekin af okkur. Við erum orðnir vanir þessu. En við erum 2-1 yfir en það var helvíti fúlt að fá útivallarmark á sig. Vonandi verður þetta ekkert kjaftæði eftir viku,“ sagði Rúnar Páll. Hann var ánægður með mörkin tvö sem Stjarnan skoraði í leiknum. „Þetta voru frábær mörk og frábærlega afgreitt hjá Þorsteini [Má Ragnarssyni] eftir góðar sóknir. Við fengum líka fleiri og klúðruðum því miður víti. Það er mjög óvanalegt hjá Hilmari [Árna Halldórssyni] en það geta allir klikkað. Ég er ánægður með leikinn og frammistöðu okkar og það var gott að vinna.“Þorsteinn Már: Vorum miklu betri „Þetta var frábær sigur. Við lögðum mikla vinnu í leikinn og skoruðum tvö flott mörk. Núna er seinni hálfleikurinn bara eftir,“ sagði Þorsteinn Már Ragnarsson, hetja Stjörnunnar gegn Levadia Tallin í kvöld. Grundfirðingurinn skoraði bæði mörk Stjörnunnar sem var lengst af sterkari aðilinn í leiknum. Sigurinn hefði getað orðið stærri en er Þorsteinn bjartsýnn á að forskotið dugi Stjörnumönnum til að komast áfram? „Við ætlum ekki að fá á okkur mark og allavega skora eitt,“ svaraði Þorsteinn bjartsýnn. Hann kvaðst sáttur með frammistöðu Stjörnunnar í kvöld. „Það gekk allt upp fyrir utan þetta klaufamark sem við fengum á okkur. Annars fannst mér við vera miklu betri og keyra yfir þá,“ sagði Þorsteinn. „Við fengum færi til að skora fleiri mörk en við tökum 2-1.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti