Upptaka sögð sýna samkurl Rússa og ítalsks hægriöfgaflokks Kjartan Kjartansson skrifar 10. júlí 2019 19:07 Harðlínumaðurinn Salvini, varaforsætisráðherra og innanríkisráðherra Ítalíu, hefur ekki farið leynt með aðdáun sína á stjórnvöldum í Kreml. Vísir/EPA Einn helsti ráðgjafi Matteo Salvini, aðstoðarforsætisráðherra Ítalíu og leiðtoga hægriöfgaflokksins Bandalagsins, ræddi við Rússa á laun um hvernig hægt væri að dæla rússneskum olíupeningunum inn í starf flokksins. Þetta er sagt koma fram á leynilegri upptöku sem gerð var af fundinum sem fór fram í Moskvu í október.Vefsíðan Buzzfeed segist hafa upptökuna undir höndum og birti afrit upp úr henni. Á henni heyrist Gianluca Savoini, nánasti ráðgjafi Salvini, og tveir aðrir Ítalir ræða við þrjá ónefnda Rússa um hvernig hægt sé að beina tugum milljóna dollara af rússnesku olíufé inn í Bandalagið, meðal annars til að fjármagna kosningabaráttu flokksins fyrir Evrópuþingskosningarnar sem fóru fram í maí. Ítölskum stjórnmálaflokkum er bannað að taka við háum framlögum frá erlendum aðilum. Buzzfeed segir að á upptökunni heyrist hvernig Savoini og viðmælendur hans ræddu um hvernig hægt væri að fela slóð fjármagnsflutninganna. Bandalagið þvertekur fyrir að það hafi þegið fé frá erlendum aðilum. Ræddu þeir um sölu rússnesks olíufyrirtækis á að minnsta kosti þremur milljónum tonna af olíu til ítalska olíufyrirtækisins Eni fyrir um 1,5 milljarða dollara. Viðskiptin færu fram í gegnum milliliði og myndi rússneska fyrirtækið veita afslætti upp á allt að 65 milljónir dollara. Þeim fjármunum yrði komið til Bandalagsins í gegnum milliliði. Bandalag Salvini hefur engu að síður ekki farið í grafgötur með aðdáun sína á Rússlandi Vladímírs Pútín forseta. Salvini er sagður hafa verið í Moskvu þegar fundurinn átti sér stað. Daginn áður hafi hann kallað refsiaðgerðir vestrænna ríkja gegn Rússlandi vegna innlimunar Krímskaga „efnahagslega, félagslega og menningarlega flónsku“. Buzzfeed segir ekki liggja fyrir hvort eitthvað hafi orðið úr fjárstuðningnum sem Savoini ræddi um á fundinum í Moskvu. Stutt er síðan leiðtogi austurríska hægriöfgaflokksins og varakanslari landsins, Heinz-Christian Strache, þurfti að segja af sér þegar upptökur voru birtar af honum þar sem hann ræddi um skipti á opinberum framkvæmdum og fjárstuðningi frá Rússlandi. Ítalía Rússland Tengdar fréttir Salvini skipar flóttamönnum burt úr Riace Hundruðum flóttamanna hefur verið gert að yfirgefa ítalska smábæinn Riace í Kalabríuhéraði í suður Ítalíu. 14. október 2018 15:58 Evrópskir þjóðernissinnar og hægriöfgamenn taka höndum saman Danski þjóðarflokkurinn er á meðal fjögurra öfgaflokka í Evrópu sem vilja mynda þingflokk á Evrópuþinginu eftir kosningar í vor. 8. apríl 2019 16:21 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Einn helsti ráðgjafi Matteo Salvini, aðstoðarforsætisráðherra Ítalíu og leiðtoga hægriöfgaflokksins Bandalagsins, ræddi við Rússa á laun um hvernig hægt væri að dæla rússneskum olíupeningunum inn í starf flokksins. Þetta er sagt koma fram á leynilegri upptöku sem gerð var af fundinum sem fór fram í Moskvu í október.Vefsíðan Buzzfeed segist hafa upptökuna undir höndum og birti afrit upp úr henni. Á henni heyrist Gianluca Savoini, nánasti ráðgjafi Salvini, og tveir aðrir Ítalir ræða við þrjá ónefnda Rússa um hvernig hægt sé að beina tugum milljóna dollara af rússnesku olíufé inn í Bandalagið, meðal annars til að fjármagna kosningabaráttu flokksins fyrir Evrópuþingskosningarnar sem fóru fram í maí. Ítölskum stjórnmálaflokkum er bannað að taka við háum framlögum frá erlendum aðilum. Buzzfeed segir að á upptökunni heyrist hvernig Savoini og viðmælendur hans ræddu um hvernig hægt væri að fela slóð fjármagnsflutninganna. Bandalagið þvertekur fyrir að það hafi þegið fé frá erlendum aðilum. Ræddu þeir um sölu rússnesks olíufyrirtækis á að minnsta kosti þremur milljónum tonna af olíu til ítalska olíufyrirtækisins Eni fyrir um 1,5 milljarða dollara. Viðskiptin færu fram í gegnum milliliði og myndi rússneska fyrirtækið veita afslætti upp á allt að 65 milljónir dollara. Þeim fjármunum yrði komið til Bandalagsins í gegnum milliliði. Bandalag Salvini hefur engu að síður ekki farið í grafgötur með aðdáun sína á Rússlandi Vladímírs Pútín forseta. Salvini er sagður hafa verið í Moskvu þegar fundurinn átti sér stað. Daginn áður hafi hann kallað refsiaðgerðir vestrænna ríkja gegn Rússlandi vegna innlimunar Krímskaga „efnahagslega, félagslega og menningarlega flónsku“. Buzzfeed segir ekki liggja fyrir hvort eitthvað hafi orðið úr fjárstuðningnum sem Savoini ræddi um á fundinum í Moskvu. Stutt er síðan leiðtogi austurríska hægriöfgaflokksins og varakanslari landsins, Heinz-Christian Strache, þurfti að segja af sér þegar upptökur voru birtar af honum þar sem hann ræddi um skipti á opinberum framkvæmdum og fjárstuðningi frá Rússlandi.
Ítalía Rússland Tengdar fréttir Salvini skipar flóttamönnum burt úr Riace Hundruðum flóttamanna hefur verið gert að yfirgefa ítalska smábæinn Riace í Kalabríuhéraði í suður Ítalíu. 14. október 2018 15:58 Evrópskir þjóðernissinnar og hægriöfgamenn taka höndum saman Danski þjóðarflokkurinn er á meðal fjögurra öfgaflokka í Evrópu sem vilja mynda þingflokk á Evrópuþinginu eftir kosningar í vor. 8. apríl 2019 16:21 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Salvini skipar flóttamönnum burt úr Riace Hundruðum flóttamanna hefur verið gert að yfirgefa ítalska smábæinn Riace í Kalabríuhéraði í suður Ítalíu. 14. október 2018 15:58
Evrópskir þjóðernissinnar og hægriöfgamenn taka höndum saman Danski þjóðarflokkurinn er á meðal fjögurra öfgaflokka í Evrópu sem vilja mynda þingflokk á Evrópuþinginu eftir kosningar í vor. 8. apríl 2019 16:21