Íslenski boltinn

Slagur íslensku landsliðsstrákanna í Pepsi Max deildinni færður yfir á sunnudag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kári Árnason og Hannes Þór Halldórsson.
Kári Árnason og Hannes Þór Halldórsson. Vísir/Bára
Knattspyrnusamband Íslands hefur fært til tvo leiki í Pepsi Max deild karla. Báðir leikir eru færðir aftur um einn dag.

Leikirnir eru annars vegar leikur Víkinga og Íslandsmeistara Vals á Víkingsvelli í júlí og hins vegar leikur Fylkis og Grindavíkur á Würth vellinum í Árbæ í ágúst. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu sambandsins.

Íslenskir landsliðsmenn munu mætast í umræddum leik Víkinga og Vals. Landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason er farinn að spila með Víkingum eftir fimmtán ára fjarveru og í liði Vals eru síðan markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson og bakvörðurinn Birkir Már Sævarsson.

Það hafa ekki verið margir leikmenn úr Pepsi Max deild karla í íslenska landsliðsliðinu undanfarin ár og slagur á milli íslenskra landsliðsstráka því langt frá því að vera daglegt brauð í deildinni.

Leikurinn fer nú fram á sama tíma og leikur KR og Stjörnunnar á KR-vellinum sem er líka klukkan 19.15 þennan sunnudag. Leikur KR og Stjörnunnar er sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Hér fyrir neðan eru leikirnir tveir sem voru færðir:

13. umferð

Víkingur R - Valur

Var: Laugardaginn 20. júlí kl. 16.00 á Víkingsvelli

Verður: Sunnudaginn 21. júlí kl. 19.15 á Víkingsvelli

16. umferð

Fylkir - Grindavík

Var: Sunnudaginn 11. ágúst kl. 19.15 á Würth vellinum

Verður: Mánudaginn 12. ágúst kl. 19.15 á Würth vellinum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×