Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - HK/Víkingur 6-0 | Akureyringar skelltu botnliðinu Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar 10. júlí 2019 22:15 Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrirliði Þórs/KA. vísir/bára Aðstæður til knattspyrnuiðkunnar voru eins og best verður á kosið norður á Akureyri í dag þegar Þór/KA tóku á móti HK/Víkingi í 9. umferð Pepsi Max deild kvenna. Stelpurnar í Þór/KA áttu ekki í neinum vandræðum með gestina og fóru leikar 6 – 0 fyrir Þór/KA sem gera allt hvað þær geta til að missa ekki toppliðin tvö of langt fram úr sér. Allt frá upphafsflauti leiksins var ljóst í hvað stefndi. Þór/KA pressaði gestina hátt á vellinum og unnu öll návígi. Fyrsta færi leiksins leit dagsins ljós á sjöttu mínútu en þá skallaði Hulda Björg Hannesdóttir boltann yfir markið af stuttu færi. Sandra Mayor kom sér svo í færi á 13. Mínútu en brást bogalistin og skaut framhjá markinu. Aðeins mínútu síðar kom fyrsta markið. Sandra Mayor kom sér þá í mjög svipaða stöðu og rétt áður en í þetta sinn skilaði hún boltanum örugglega í markið. Aðeins um 10 mínútum síðar tvöfölduðu heimakonur forystuna. Þá skoraði Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir eftir að Audrey Rose hafði varið skot Söndru Mayor. Þórdís fylgdi vel á eftir og staðan orðin 2 – 0. Áður en fyrri hálfleik lok höfðu heimakonur bætt við þriðja markinu en það gerði Lára Kristín Pedersen á 43. mínútu. Eftir skemmtilega útfært horn skoraði Lára Kristín með góðu skoti úr teignum. Staðan í hálfleik því 3 – 0 og leik lokið í rauninni. Í síðari hálfleik var sama upp á teningnum. Heimastúlkur bættu þremur mörkum við. Það gerðu þær Heiða Ragney Viðarsdóttir á 58. mínútu, Andrea Mist Pálsdóttir á 62. mínútu og Sandra Mayor á 92. mínútu. Lokatölur því 6 – 0 fyrir Þór/KA sem eru átta stigum á eftir toppliðum Vals og Breiðablik.Afhverju unnu Þór/KA? Vegna þess að þær eru einfaldlega mikið mun betra lið en HK/Víkingur. Yfirburðirnir voru slíkir hér í kvöld að leikurinn hefði hæglega getað farið 10 – 0 fyrir Þór/KAHverjar stóðu upp úr? Lára Kristín Pedersen var, að öðrum ólöstuðum, maður leiksins í kvöld. Hún átti gjörsamlega miðsvæðið og skoraði auk þess gott mark. Sóknarlína Þór/Ka, þær Sandra, Andrea og Þórdís, skilaði einnig góðu dagsverki. Þær skoruðu allar þrjár og bjuggu til ógrynni færa fyrir hvor aðra. Ef að hægt er að nefna einhvern leikmann í liði gestanna verður það að vera Audrey í markinu en hún kom í veg fyrir að heimastúlkur enduðu ekki í tveggja stafa markatölu.Hvað gekk illa? Varnarleikur HK/Víkings var hreint út sagt skelfilegur. Þór/Ka átti ávalt greiða leið að marki með stungusendingum, bæði á lofti og meðfram grasinu. Það breytti engu þó þær gerðu þetta allan leikin, gestirnir náðu aldrei að bregðast við þessum aðgerðum Þór/KA.Hvað gerist næst? Þór/KA á stórleik í næstu umferð þegar topplið Vals mætir á Þórsvöllinn. Þór/KA steinlá í fyrstu umferð deildarinnar fyrir Val á Hlíðarenda en slógu þær svo út úr bikarnum fyrir einni og hálfri viku síðan. HK/Víkingur á ekki síður mikilvægan leik í næstu umferð þegar þær mæta KR konum í Vesturbænum.Donni: Draumur þjálfarans „Ég er bara himinlifandi, mjög ánægður með þetta,“ sagði Donni, þjálfari Þór/KA í leikslok eftir flottan sigur sinna kvenna. „Þetta var hörkugóður leikur, vel spilaður og sköpum okkur fullt af færum og skorum sex mörk og höldum hreinu. Það er bara draumur þjálfarans,“ bætti hann við. Leikurinn fór að mestu fram á vallarhelmingi HK/Víkings og spurður út í það hvort uppleggið hafi einfaldlega verið sóknarbolti stóð ekki á svari: „Já klárlega, ég meina HK/Víkings liðið er náttúrulega vel sært, bæði vantaði leikmenn svo sem, þeirra besta varnarmann þar á meðal og svo náttúrulega eru þær neðarlega í töflunni og eðlilega erum við að sækja þrjú stig hér á heimavelli og sækjum til sigurs,“ sagði Donni og bætti jafnframt við að „við gerðum það feikilega vel í dag. Þetta var mikil framför frá Stjörnuleiknum þar sem við vorum mikið með boltann en náðum ekki að skapa okkur færi þannig að við lögðum svona meiri áherslu á það að koma okkur í betri stöður oftar í leiknum og það gekk frábærlega.“ Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, markvörður Þór/KA, sat á varamannabekknum gegn Stjörnunni en kom aftur inn í liðið í kvöld en hún hefur glímt við meiðsli í baki á tímabilinu. „Við metum bara ástandið á henni dag frá degi og hún var góð í dag. Hún þurfti svo sem ekki að gera mikið en það sem hún gerði, gerði hún bara frábærlega,“ sagði Donni. Tveir varamenn Þórs/KA sem komu inn á í kvöld eru fæddir árið 2004 og því ekki úr vegi að spurja hvort þar séu á ferðinni framtíðarleikmenn liðsins. „Já engin spurning. Við erum með mjög öfluga leikmenn og Jakobína [innsk. Blm.einnig fædd 2004] náttúrulega hefði getað komið inn á líka en hún er einn alefnilegasti leikmaður í sinni stöðu á Íslandi. Auk þess eigum við Maríu Catharinu sem bíður spennt eftir að fá tækifæri þannig að við eigum fullt af flottum leikmönnum,“ sagði Donni og bætti því við að Þór/KA hafi verið það lið sem hafi spilað á einna flestum heimastúlkum af liðunum í deildinni og „við höldum bara áfram að gefa þessum stelpum tækifæri þegar tækifærið gefst,“ sagði hann jafnframt. Þór/KA bíður verðugt verkefni á mánudaginn næsta þegar Valskonur koma í heimsókn og sagði Donni hugan vera kominn á það verkefni nú þegar leikurinn gegn HK/Víkingi er að baki. „Ég er búinn að undirbúa hvernig við ætlum að spila Valsleikinn og bíð spenntur eftir honum. Það verður hörku erfiður leikur og ennþá erfiðari en þegar við spiluðum síðast við þær því þær eru brjálaðar að hafa dottið út úr bikarnum á móti okkur,“ sagði Donni og bætti því við að hans konur þyrftu að mæta Valskonum af mikilli festu allt frá upphafi og gefa allt í þann leik. Aðspurður um hvort að von væri á nýjum leikmönnum í Þór/KA var svarið einfalt. „Ég geri ekki ráð fyrir því eins og staðan er í dag nei.“Þórhallur Víkingsson: Erfitt að vera í vörn í 90 mínútur „Það er í sjálfu sér lítið hægt að segja. Þetta var bara slátrun. Við komumst aldrei inn í þennan leik.“ Þetta voru fyrstu viðbrögð Þórhalls Víkingssonar, þjálfara HK/Víkings, eftir stórtap gegn Þór/KA fyrir norðan fyrr í kvöld. Þór/KA beittu mikið stungusendingum inn fyrir vörn gestanna og aðspurður hvað hann og hans teymi hafi gert til að reyna að koma í veg fyrir það sagði hann að „planið var að liggja aðeins aftar á vellinum, vorum svolítið ofarlega í fyrri hálfleik. Við duttum aðeins aftar í seinni hálfleik en náðum ekki að halda boltanum nógu vel þegar við fengum hann“ og bætti við að „það er erfitt að vera í vörn í 90 mínútur.“ Þórhallur var stuttorður í spjalli við blaðamann enda lítið hægt að segja um leik sem þennan. Varðandi það hvort HK/Víkingur ætti von á styrkingu í félagaskiptaglugganum sagði hann „það er ómögulegt að segja, það er ekkert sem er í hendi eins og er.“ Pepsi Max-deild kvenna
Aðstæður til knattspyrnuiðkunnar voru eins og best verður á kosið norður á Akureyri í dag þegar Þór/KA tóku á móti HK/Víkingi í 9. umferð Pepsi Max deild kvenna. Stelpurnar í Þór/KA áttu ekki í neinum vandræðum með gestina og fóru leikar 6 – 0 fyrir Þór/KA sem gera allt hvað þær geta til að missa ekki toppliðin tvö of langt fram úr sér. Allt frá upphafsflauti leiksins var ljóst í hvað stefndi. Þór/KA pressaði gestina hátt á vellinum og unnu öll návígi. Fyrsta færi leiksins leit dagsins ljós á sjöttu mínútu en þá skallaði Hulda Björg Hannesdóttir boltann yfir markið af stuttu færi. Sandra Mayor kom sér svo í færi á 13. Mínútu en brást bogalistin og skaut framhjá markinu. Aðeins mínútu síðar kom fyrsta markið. Sandra Mayor kom sér þá í mjög svipaða stöðu og rétt áður en í þetta sinn skilaði hún boltanum örugglega í markið. Aðeins um 10 mínútum síðar tvöfölduðu heimakonur forystuna. Þá skoraði Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir eftir að Audrey Rose hafði varið skot Söndru Mayor. Þórdís fylgdi vel á eftir og staðan orðin 2 – 0. Áður en fyrri hálfleik lok höfðu heimakonur bætt við þriðja markinu en það gerði Lára Kristín Pedersen á 43. mínútu. Eftir skemmtilega útfært horn skoraði Lára Kristín með góðu skoti úr teignum. Staðan í hálfleik því 3 – 0 og leik lokið í rauninni. Í síðari hálfleik var sama upp á teningnum. Heimastúlkur bættu þremur mörkum við. Það gerðu þær Heiða Ragney Viðarsdóttir á 58. mínútu, Andrea Mist Pálsdóttir á 62. mínútu og Sandra Mayor á 92. mínútu. Lokatölur því 6 – 0 fyrir Þór/KA sem eru átta stigum á eftir toppliðum Vals og Breiðablik.Afhverju unnu Þór/KA? Vegna þess að þær eru einfaldlega mikið mun betra lið en HK/Víkingur. Yfirburðirnir voru slíkir hér í kvöld að leikurinn hefði hæglega getað farið 10 – 0 fyrir Þór/KAHverjar stóðu upp úr? Lára Kristín Pedersen var, að öðrum ólöstuðum, maður leiksins í kvöld. Hún átti gjörsamlega miðsvæðið og skoraði auk þess gott mark. Sóknarlína Þór/Ka, þær Sandra, Andrea og Þórdís, skilaði einnig góðu dagsverki. Þær skoruðu allar þrjár og bjuggu til ógrynni færa fyrir hvor aðra. Ef að hægt er að nefna einhvern leikmann í liði gestanna verður það að vera Audrey í markinu en hún kom í veg fyrir að heimastúlkur enduðu ekki í tveggja stafa markatölu.Hvað gekk illa? Varnarleikur HK/Víkings var hreint út sagt skelfilegur. Þór/Ka átti ávalt greiða leið að marki með stungusendingum, bæði á lofti og meðfram grasinu. Það breytti engu þó þær gerðu þetta allan leikin, gestirnir náðu aldrei að bregðast við þessum aðgerðum Þór/KA.Hvað gerist næst? Þór/KA á stórleik í næstu umferð þegar topplið Vals mætir á Þórsvöllinn. Þór/KA steinlá í fyrstu umferð deildarinnar fyrir Val á Hlíðarenda en slógu þær svo út úr bikarnum fyrir einni og hálfri viku síðan. HK/Víkingur á ekki síður mikilvægan leik í næstu umferð þegar þær mæta KR konum í Vesturbænum.Donni: Draumur þjálfarans „Ég er bara himinlifandi, mjög ánægður með þetta,“ sagði Donni, þjálfari Þór/KA í leikslok eftir flottan sigur sinna kvenna. „Þetta var hörkugóður leikur, vel spilaður og sköpum okkur fullt af færum og skorum sex mörk og höldum hreinu. Það er bara draumur þjálfarans,“ bætti hann við. Leikurinn fór að mestu fram á vallarhelmingi HK/Víkings og spurður út í það hvort uppleggið hafi einfaldlega verið sóknarbolti stóð ekki á svari: „Já klárlega, ég meina HK/Víkings liðið er náttúrulega vel sært, bæði vantaði leikmenn svo sem, þeirra besta varnarmann þar á meðal og svo náttúrulega eru þær neðarlega í töflunni og eðlilega erum við að sækja þrjú stig hér á heimavelli og sækjum til sigurs,“ sagði Donni og bætti jafnframt við að „við gerðum það feikilega vel í dag. Þetta var mikil framför frá Stjörnuleiknum þar sem við vorum mikið með boltann en náðum ekki að skapa okkur færi þannig að við lögðum svona meiri áherslu á það að koma okkur í betri stöður oftar í leiknum og það gekk frábærlega.“ Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, markvörður Þór/KA, sat á varamannabekknum gegn Stjörnunni en kom aftur inn í liðið í kvöld en hún hefur glímt við meiðsli í baki á tímabilinu. „Við metum bara ástandið á henni dag frá degi og hún var góð í dag. Hún þurfti svo sem ekki að gera mikið en það sem hún gerði, gerði hún bara frábærlega,“ sagði Donni. Tveir varamenn Þórs/KA sem komu inn á í kvöld eru fæddir árið 2004 og því ekki úr vegi að spurja hvort þar séu á ferðinni framtíðarleikmenn liðsins. „Já engin spurning. Við erum með mjög öfluga leikmenn og Jakobína [innsk. Blm.einnig fædd 2004] náttúrulega hefði getað komið inn á líka en hún er einn alefnilegasti leikmaður í sinni stöðu á Íslandi. Auk þess eigum við Maríu Catharinu sem bíður spennt eftir að fá tækifæri þannig að við eigum fullt af flottum leikmönnum,“ sagði Donni og bætti því við að Þór/KA hafi verið það lið sem hafi spilað á einna flestum heimastúlkum af liðunum í deildinni og „við höldum bara áfram að gefa þessum stelpum tækifæri þegar tækifærið gefst,“ sagði hann jafnframt. Þór/KA bíður verðugt verkefni á mánudaginn næsta þegar Valskonur koma í heimsókn og sagði Donni hugan vera kominn á það verkefni nú þegar leikurinn gegn HK/Víkingi er að baki. „Ég er búinn að undirbúa hvernig við ætlum að spila Valsleikinn og bíð spenntur eftir honum. Það verður hörku erfiður leikur og ennþá erfiðari en þegar við spiluðum síðast við þær því þær eru brjálaðar að hafa dottið út úr bikarnum á móti okkur,“ sagði Donni og bætti því við að hans konur þyrftu að mæta Valskonum af mikilli festu allt frá upphafi og gefa allt í þann leik. Aðspurður um hvort að von væri á nýjum leikmönnum í Þór/KA var svarið einfalt. „Ég geri ekki ráð fyrir því eins og staðan er í dag nei.“Þórhallur Víkingsson: Erfitt að vera í vörn í 90 mínútur „Það er í sjálfu sér lítið hægt að segja. Þetta var bara slátrun. Við komumst aldrei inn í þennan leik.“ Þetta voru fyrstu viðbrögð Þórhalls Víkingssonar, þjálfara HK/Víkings, eftir stórtap gegn Þór/KA fyrir norðan fyrr í kvöld. Þór/KA beittu mikið stungusendingum inn fyrir vörn gestanna og aðspurður hvað hann og hans teymi hafi gert til að reyna að koma í veg fyrir það sagði hann að „planið var að liggja aðeins aftar á vellinum, vorum svolítið ofarlega í fyrri hálfleik. Við duttum aðeins aftar í seinni hálfleik en náðum ekki að halda boltanum nógu vel þegar við fengum hann“ og bætti við að „það er erfitt að vera í vörn í 90 mínútur.“ Þórhallur var stuttorður í spjalli við blaðamann enda lítið hægt að segja um leik sem þennan. Varðandi það hvort HK/Víkingur ætti von á styrkingu í félagaskiptaglugganum sagði hann „það er ómögulegt að segja, það er ekkert sem er í hendi eins og er.“
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti