Fyrirtæki sem nota Facebook-tengjur bera ábyrgð á gögnum Kjartan Kjartansson skrifar 29. júlí 2019 16:41 Fyrirtæki sem reka vefsíður eru talin bera sameiginlega ábyrgð á upplýsingum sem Facebook-tengjur safna um notendur. Vísir/EPA Evrópudómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í dag að fyrirtæki sem notast við tengjur frá Facebook beri sameiginlega ábyrgð á gögnum notenda sem eru framseld til samfélagsmiðlarisans. Fjöldi fyrirtækja notar Facebook-tengjur á vefsíðum sínum, þar á meðal hnapp til að líka við síðurnar. Þýsk neytendasamtök höfðuðu mál gegn netverslunarfyrirtækinu Fashion ID sem þau töldu hafa brotið persónuverndarlög með því að hafa svonefndan „like“-hnapp á vefsíðu sinni. Dómstóll í Þýskalandi leitaði álits Evrópudómstólsins sem taldi Fashion ID og Facebook deila ábyrgð á gögnum viðskiptavinanna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Engu að síður taldi dómstóllinn þýska fyrirtækið ekki bera ábyrgð á því sem Facebook gerði við persónuupplýsingarnar þegar það hefði fengið þær í hendur. Facebook segir úrskurðinn skýra betur hvaða reglur gildi um tengjur [e. Plug-in] sem fyrirtækið telur mikilvægan hluta alnetsins. Stærstu samtök tæknifyrirtækja í Þýskalandi telja úrskurðinn leggja byrðar á herðar vefsíðueigenda. Allar vefsíður sem hafi samfélagsmiðlatengjur neyðist til þess að gera gagnasamninga við notendur eða þurfa að axla ábyrgð á gögnum sem Facebook safnar um notendur. Facebook Persónuvernd Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Evrópudómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í dag að fyrirtæki sem notast við tengjur frá Facebook beri sameiginlega ábyrgð á gögnum notenda sem eru framseld til samfélagsmiðlarisans. Fjöldi fyrirtækja notar Facebook-tengjur á vefsíðum sínum, þar á meðal hnapp til að líka við síðurnar. Þýsk neytendasamtök höfðuðu mál gegn netverslunarfyrirtækinu Fashion ID sem þau töldu hafa brotið persónuverndarlög með því að hafa svonefndan „like“-hnapp á vefsíðu sinni. Dómstóll í Þýskalandi leitaði álits Evrópudómstólsins sem taldi Fashion ID og Facebook deila ábyrgð á gögnum viðskiptavinanna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Engu að síður taldi dómstóllinn þýska fyrirtækið ekki bera ábyrgð á því sem Facebook gerði við persónuupplýsingarnar þegar það hefði fengið þær í hendur. Facebook segir úrskurðinn skýra betur hvaða reglur gildi um tengjur [e. Plug-in] sem fyrirtækið telur mikilvægan hluta alnetsins. Stærstu samtök tæknifyrirtækja í Þýskalandi telja úrskurðinn leggja byrðar á herðar vefsíðueigenda. Allar vefsíður sem hafi samfélagsmiðlatengjur neyðist til þess að gera gagnasamninga við notendur eða þurfa að axla ábyrgð á gögnum sem Facebook safnar um notendur.
Facebook Persónuvernd Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira