Strætó og Pósturinn taka niður áróður Orkunnar okkar Kjartan Kjartansson skrifar 29. júlí 2019 14:31 Áróðursspjald Orkunnar okkar utan á strætóskýli á höfuðborgarsvæðinu. Ekki er leyfilegt að hengja upp slík spjöld á skýlin. Skjáskot Áróðursspjöld samtakanna Orkunnar okkar gegn þriðja orkupakkanum svonefnda sem sett voru upp í strætóskýlum og á pósthúsi í höfuðborginni verða fjarlægð. Einn stofnenda samtakanna segir að rætt hafi verið við þann sem hengdi spjöldin upp á þessum stöðum. Þau hafi ekki verið hengd þar upp með vilja samtakanna. Strætó birti myndir af áróðursspjöldum gegn þriðja orkupakkanum sem límd höfðu verið á rúður í skýlum á Twitter-síðu sinni í dag. Á myndunum má sjá að spjöldin eru merkt Orkunni okkar, samtökum sem hafa beitt sér gegn innleiðingu evrópsku reglugerðarinnar. „Við vekjum athygli á að það er stranglega bannað að líma auglýsingar eða önnur skilaboð á strætóskýli,“ segir í tísti Strætó um spjöldin.Við vekjum athygli á að það er stranglega bannað að líma auglýsingar eða önnur skilaboð á strætóskýli. pic.twitter.com/g0JStEyW3o— Strætó (@straetobs) July 29, 2019 Í færslu sem deilt var í Facebook-hópnum „Orkan okkar baráttuhópur“ í gær kemur fram að baráttumaður samtakanna segist hafa sett upp níutíu plaköt. Með færslunni fylgja myndir af áróðursspjöldunum á strætóskýlum, hraðbanka og utan á pósthúsi. Facebook-síða Orkunnar okkar er skráð með stjórnendaréttindi í hópnum.Myndum af áróðursspjöldum á ýmsum opinberum stöðum var deilt í Facebook-hóp á vegum Orkunnar okkar.SkjáskotBrynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins, segir að áróðursspjald frá Orkunni okkar hafi verið límt utan á pósthús í Mosfellsbæ. Starfsmaður hafi fjarlægt það. Hann staðfestir að ekki megi setja upp auglýsingaefni í pósthúsum annað en það sem tengist þjónustu Póstsins sjálfs.Ekki með vilja eða samkvæmt stefnu samtakanna Samtökin sögðust í færslu á vefsíðu sinni fyrir helgi hafa dreift um fimm hundruð plakötum af þúsund sem hafi verið prentuð út. Fólk hafi sett sig í samband og sótt spjöld til að hengja upp á höfuðborgarsvæðinu, Borgarfirði og á Suðurlandi. Spjöld hafi einnig verið send í Húnavatnssýslu, á Akureyri og Húsavík. Júlíus Valsson, einn stofnenda Orkunnar okkar, segir við Vísi að spjöldin hafi ekki verið hengd upp á þessum stöðum með vilja samtakanna og að það samræmist ekki stefnu þeirra. Þau hafi bent einstaklingnum sem hafi hengt þau upp á að það væri ekki leyfilegt. Samtökin geti ekki borið ábyrgð á því hvað sjálfboðaliðar sem hengja spjöldin upp geri. Algengast sé að þeir sem hengja upp spjöld fyrir samtökin fari í fyrirtæki og verslanir og biðji um leyfi til að hengja þau upp. „Við erum bara algerlega mótfallin þessu. Ekki það að við viljum að póstarnir fari sem víðast en ekki að það sé verið að klína þeim upp á stöðum þar sem er ekki leyfilega að pósta,“ segir Júlíus. Íslandspóstur Strætó Þriðji orkupakkinn Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Áróðursspjöld samtakanna Orkunnar okkar gegn þriðja orkupakkanum svonefnda sem sett voru upp í strætóskýlum og á pósthúsi í höfuðborginni verða fjarlægð. Einn stofnenda samtakanna segir að rætt hafi verið við þann sem hengdi spjöldin upp á þessum stöðum. Þau hafi ekki verið hengd þar upp með vilja samtakanna. Strætó birti myndir af áróðursspjöldum gegn þriðja orkupakkanum sem límd höfðu verið á rúður í skýlum á Twitter-síðu sinni í dag. Á myndunum má sjá að spjöldin eru merkt Orkunni okkar, samtökum sem hafa beitt sér gegn innleiðingu evrópsku reglugerðarinnar. „Við vekjum athygli á að það er stranglega bannað að líma auglýsingar eða önnur skilaboð á strætóskýli,“ segir í tísti Strætó um spjöldin.Við vekjum athygli á að það er stranglega bannað að líma auglýsingar eða önnur skilaboð á strætóskýli. pic.twitter.com/g0JStEyW3o— Strætó (@straetobs) July 29, 2019 Í færslu sem deilt var í Facebook-hópnum „Orkan okkar baráttuhópur“ í gær kemur fram að baráttumaður samtakanna segist hafa sett upp níutíu plaköt. Með færslunni fylgja myndir af áróðursspjöldunum á strætóskýlum, hraðbanka og utan á pósthúsi. Facebook-síða Orkunnar okkar er skráð með stjórnendaréttindi í hópnum.Myndum af áróðursspjöldum á ýmsum opinberum stöðum var deilt í Facebook-hóp á vegum Orkunnar okkar.SkjáskotBrynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins, segir að áróðursspjald frá Orkunni okkar hafi verið límt utan á pósthús í Mosfellsbæ. Starfsmaður hafi fjarlægt það. Hann staðfestir að ekki megi setja upp auglýsingaefni í pósthúsum annað en það sem tengist þjónustu Póstsins sjálfs.Ekki með vilja eða samkvæmt stefnu samtakanna Samtökin sögðust í færslu á vefsíðu sinni fyrir helgi hafa dreift um fimm hundruð plakötum af þúsund sem hafi verið prentuð út. Fólk hafi sett sig í samband og sótt spjöld til að hengja upp á höfuðborgarsvæðinu, Borgarfirði og á Suðurlandi. Spjöld hafi einnig verið send í Húnavatnssýslu, á Akureyri og Húsavík. Júlíus Valsson, einn stofnenda Orkunnar okkar, segir við Vísi að spjöldin hafi ekki verið hengd upp á þessum stöðum með vilja samtakanna og að það samræmist ekki stefnu þeirra. Þau hafi bent einstaklingnum sem hafi hengt þau upp á að það væri ekki leyfilegt. Samtökin geti ekki borið ábyrgð á því hvað sjálfboðaliðar sem hengja spjöldin upp geri. Algengast sé að þeir sem hengja upp spjöld fyrir samtökin fari í fyrirtæki og verslanir og biðji um leyfi til að hengja þau upp. „Við erum bara algerlega mótfallin þessu. Ekki það að við viljum að póstarnir fari sem víðast en ekki að það sé verið að klína þeim upp á stöðum þar sem er ekki leyfilega að pósta,“ segir Júlíus.
Íslandspóstur Strætó Þriðji orkupakkinn Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira