Guðmundur er einn af hluthöfum staðarins ásamt Andrési Þór Björnssyni og Ómari Ingimarssyni sem eiga staðinn Drunk Rabbit í Austurstræti og ráku áður Húrra í Naustinni. Verður Gummi Ben bar í húsinu sem áður hýsti Húrra.
„Þetta er ekki hugmynd sem ég stakk upp á. Þótt alla hafi dreymt um að eiga bar þá hef ég aldrei vaðið í það. Ómar og Andrés komu að máli við mig snemma á árinu og úr varð þessi staður,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi.
Að sögn Guðmundur verður er um að ræða sportbar í fínni kantinum þar sem hægt verður að horfa á íþróttaviðburði, stunda allskyns bartengda afþreyingu og drekka bjór sem bruggaður er sérstaklega fyrir staðinn.

„Við höfum enga sérstaka fyrirmynd þegar kemur að hönnun staðarins en vorum sammála um það strax að við ætluðum að gera þetta vel og hafa þetta vandaðan og flottan stað. Og ég sé ekki betur en að það sé að takast miðað við hvernig útlitið er á myndunum. Nú erum við bara dag og nótt með hamarinn að gera allt klárt,“ segir Guðmundur.
Hann segir að líkur sé á að staðið verði fyrir hinum ýmsu viðburðum á staðnum. „Við ætlum líka að halda okkur við það að það verði svið þarna og um helga verði alvöru skemmtun fram á nótt. Þannig að það verður líf og fjör þarna alla daga, það er mottóið okkar,“ segir Guðmundur.
Guðmundur er starfsmaður Sýnar hf. sem á og rekur Vísi.
Soon pic.twitter.com/5ebnjbbaC1
— Gummi Ben (@GummiBen) July 28, 2019