Átti erfitt með að trúa því að hún hefði sett heimsmet Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2019 12:30 Dalilah Muhammad eftir hlaupið þar sem hún sló sextán ára gamalt heimsmet. Getty/Jamie Squire Dalilah Muhammad sló sextán ára heimsmet í gær á bandaríska meistaramótinu í frjálsum íþróttum sem fór fram í Des Moines í Iowa fylki. Dalilah Muhammad kom í mark í 400 metra grindahlaupi á 52,20 sekúndum en hún setti heimsmetið þótt að það hafi verið grenjandi rigning. Gamla heimsmetið átti Rússinn Yuliya Pechonkina sem hljóp á 52,34 sekúndum í ágústbyrjun 2003. „Ég trúi þessu ekki,“ sagði Dalilah Muhammad eftir hlaupið. „Mér líður ótrúlega vel. Ég er ánægð með að hafa tryggt mér sæti í liði og svo ánægð með stelpurnar sem ætla að hlaupa með mér í 400 metra grindahlaupinu á HM,“ sagði Dalilah Muhammad.Dalilah Muhammad on setting a world record in the 400-meter hurdles: "I can’t even believe it. ... Man, I’m just shocked. I don’t think it’s hit me yet." https://t.co/geteYUAHxq — USA TODAY Sports (@usatodaysports) July 29, 2019„En heimsmet? Ég er eiginlega bara í sjokki. Ég er ekki búin að átta mig á þessu enn þá,“ sagði Dalilah Muhammad. „Við höfum allar verið að berjast um þessu þrjú lausu sæti á HM. Við höfum verið að drífa hverja aðra áfram, bæði andlega og líkamlega. Við vitum hvað við getum og við viljum verða bestar. Við allir viljum vinna og keppa fyrir hönd Bandaríkjanna,“ sagði Muhammad. Það má sjá heimsmetshlaupið hennar hér fyrir neðan.History brought to you by @DalilahMuhammad 16-year-old world record in the 400m hurdles SHATTERED #ToyotaUSATFOutdoorspic.twitter.com/PRA84DEmhj — Team USA (@TeamUSA) July 29, 2019 Dalilah Muhammad er ríkjandi Ólympíumeistari í greininni frá því í Ríó 2016 en hún er orðin 29 ára gömul. Hún var að reyna að tryggja sér þátttökurétt á HM í . Muhammad hefur enn ekki unnið HM-gull en endaði í öðru sæti á bæði HM 2013 og HM 2017. Næsta heimsmeistaramóti fer fram í Doha í Katar frá 27. september til 6. október næstkomandi og þar er hún svo sannarlega sigurstrangleg. Árangur Muhammad er kannski enn merkilegri fyrir það að hún datt á dögunum og fékk léttvægan heilahristing. Hún æfði því mjög takmarkað fyrir mótið. Hún segir þó vitað að hún gæti hlaupið svona hratt því hún hefði náð því æfingum. Muhammad hljóp á 54,22 sekúndum í undanúrslitunum og stakk síðan alla af eftir 200 metra í úrslitahlaupinu.Dalilah Muhammad með heimsmetstímann á töflunni.Getty/Andy Lyons Frjálsar íþróttir Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Giftu sig i miðjum hafnaboltaleik en þurftu að vera mjög fljót að því Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dagskráin: Besta deild kvenna og baráttan um Meistaradeildarsæti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Sjá meira
Dalilah Muhammad sló sextán ára heimsmet í gær á bandaríska meistaramótinu í frjálsum íþróttum sem fór fram í Des Moines í Iowa fylki. Dalilah Muhammad kom í mark í 400 metra grindahlaupi á 52,20 sekúndum en hún setti heimsmetið þótt að það hafi verið grenjandi rigning. Gamla heimsmetið átti Rússinn Yuliya Pechonkina sem hljóp á 52,34 sekúndum í ágústbyrjun 2003. „Ég trúi þessu ekki,“ sagði Dalilah Muhammad eftir hlaupið. „Mér líður ótrúlega vel. Ég er ánægð með að hafa tryggt mér sæti í liði og svo ánægð með stelpurnar sem ætla að hlaupa með mér í 400 metra grindahlaupinu á HM,“ sagði Dalilah Muhammad.Dalilah Muhammad on setting a world record in the 400-meter hurdles: "I can’t even believe it. ... Man, I’m just shocked. I don’t think it’s hit me yet." https://t.co/geteYUAHxq — USA TODAY Sports (@usatodaysports) July 29, 2019„En heimsmet? Ég er eiginlega bara í sjokki. Ég er ekki búin að átta mig á þessu enn þá,“ sagði Dalilah Muhammad. „Við höfum allar verið að berjast um þessu þrjú lausu sæti á HM. Við höfum verið að drífa hverja aðra áfram, bæði andlega og líkamlega. Við vitum hvað við getum og við viljum verða bestar. Við allir viljum vinna og keppa fyrir hönd Bandaríkjanna,“ sagði Muhammad. Það má sjá heimsmetshlaupið hennar hér fyrir neðan.History brought to you by @DalilahMuhammad 16-year-old world record in the 400m hurdles SHATTERED #ToyotaUSATFOutdoorspic.twitter.com/PRA84DEmhj — Team USA (@TeamUSA) July 29, 2019 Dalilah Muhammad er ríkjandi Ólympíumeistari í greininni frá því í Ríó 2016 en hún er orðin 29 ára gömul. Hún var að reyna að tryggja sér þátttökurétt á HM í . Muhammad hefur enn ekki unnið HM-gull en endaði í öðru sæti á bæði HM 2013 og HM 2017. Næsta heimsmeistaramóti fer fram í Doha í Katar frá 27. september til 6. október næstkomandi og þar er hún svo sannarlega sigurstrangleg. Árangur Muhammad er kannski enn merkilegri fyrir það að hún datt á dögunum og fékk léttvægan heilahristing. Hún æfði því mjög takmarkað fyrir mótið. Hún segir þó vitað að hún gæti hlaupið svona hratt því hún hefði náð því æfingum. Muhammad hljóp á 54,22 sekúndum í undanúrslitunum og stakk síðan alla af eftir 200 metra í úrslitahlaupinu.Dalilah Muhammad með heimsmetstímann á töflunni.Getty/Andy Lyons
Frjálsar íþróttir Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Giftu sig i miðjum hafnaboltaleik en þurftu að vera mjög fljót að því Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dagskráin: Besta deild kvenna og baráttan um Meistaradeildarsæti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Sjá meira