Íslenski boltinn

Sjáðu mörkin úr útisigrum KR og Vals

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kristinn Jónsson skoraði eitt marka KR-inga í Árbænum.
Kristinn Jónsson skoraði eitt marka KR-inga í Árbænum. vísir/bára
Seinni tveir leikir dagsins í Pepsi Max-deild karla enduðu með sigri útiliðanna.

KR náði tíu stiga forskoti á toppnum með 1-4 sigri á Fylki á Árbænum og Valur gerði góða ferð á Akranes og vann 1-2 sigur á ÍA.

KR var 0-3 yfir í hálfleik gegn Fylki þökk sé mörkum Pablos Punyed, Arnþórs Inga Kristinssonar og Kristins Jónssonar.

Orri Sveinn Stefánsson minnkaði muninn fyrir Árbæinga á 66. mínútu en gestirnir áttu síðasta orðið þegar Tobias Thomsen skoraði í uppbótartíma.

Valur lyfti sér upp í 4. sæti deildarinnar með sigrinum á ÍA. Sigurður Egill Lárusson kom Íslandsmeisturunum yfir á 16. mínútu en Hallur Flosason jafnaði níu mínútum síðar.

Á 69. mínútu skoraði Patrick Pedersen sigurmark Vals úr vítaspyrnu sem Skagamenn voru afar ósáttir við.

Mörkin úr seinni tveimur leikjum dagsins má sjá hér fyrir neðan. Mörkin úr fyrri tveimur leikjunum má sjá með því að smella hér.

Fylkir 1-4 KR
Klippa: Fylkir 1-4 KR
 

ÍA 1-2 Valur
Klippa: ÍA 1-2 Valur
 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×