Íslenski boltinn

Ólafur: Enginn beygur í mér svo lengi sem mér er treyst fyrir þessu verkefni

Arnar Geir Halldórsson skrifar
FH-ingarnir hans Ólafs hafa tapað tveimur leikjum í röð.
FH-ingarnir hans Ólafs hafa tapað tveimur leikjum í röð. vísir/vilhelm
„Svekkjandi tap. Mér fannst við hafa algjöra yfirburði í fyrri hálfleiknum frá fyrstu mínútu. Við vorum að skapa færi og svo framvegis. Það þarf oft ekki mikið. Þeir gerðu betur heldur en við í því sem skiptir máli. Við náðum ekki að verjast þessu marki þeirra og við nýttum ekki gríðarlega yfirburði í fyrri hálfleik og því fór sem fór,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, eftir tapið fyrir KA, 1-0, í dag.

Annað tap FH á innan við viku en Ólafur telur að sitt lið hafi spilað mun betur í dag en gegn HK.

„Það var himinn og haf á milli frammistöðunnar í dag og í leiknum gegn HK. Þá var frammistaðan ekki góð. Frammistaðan í dag var betri. Markmaðurinn okkar var óheppinn í markinu sem þeir skora. Það hefði líka getað gerst hinumegin en stundum fellur þetta ekki fyrir mann,“ segir Ólafur.

FH í sjötta sæti deildarinnar og stefnir í að þeir verði fjórtán stigum frá toppliði KR að þessari umferð lokinni. FH-ingar geta því algjörlega útilokað alla möguleika á Íslandsmeistaratitli þetta sumarið.

„Við þurfum að vinna í því að koma okkur út úr þessari stöðu. Þetta snýst um að halda fókus. Þá eigum við möguleika á að tengja saman sigra,“ segir Ólafur sem kveðst óhræddur við að takast á við framhaldið hjá FH.

„Það er enginn beygur í mér svo lengi sem mér er treyst fyrir þessu verkefni. FH hefur náð frábærum árangri í gegnum tíðina. Félagið er ekki á þeim stað núna og það þarf menn sem eru tilbúnir að taka þátt í því að snúa því við. Einn eða tveir leikir breyta því ekki,“ sagði Ólafur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×