Leikmaður Víkings varð bikarmeistari í hástökki Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júlí 2019 19:59 Örvar vippar sér yfir rána. mynd/frí Örvari Eggertssyni, leikmanni Víkings R. í Pepsi Max-deild karla, er fleira til lista lagt en að spila fótbolta. Örvar gerði sér lítið fyrir og vann sigur í hástökki í bikarkeppni Frjálsíþróttasambands Íslands utanhúss í Kaplakrika í gær. Einar Guðnason, aðstoðarþjálfari Víkings, benti á þessa skemmtilegu staðreynd á Twitter.Á laugardaginn fór Pepsídeildar leikmaðurinn Örvar Eggertsson beint af fótboltaæfingu á Bikarmót í frjálsum þar sem hann stökk 2.01 í hástökki og hlaut gullverðlaun fyrir. Nokkuð gott fyrir mann sem æfir ekki frjálsar. Ekki eins gott fyrir þá sem æfa. — Einar Gudnason (@EinarGudna) July 28, 2019 Örvar, sem keppti fyrir FH, hafði betur í baráttu við ÍR-inginn Benjamín Jóhann Johnsen. Þeir stukku báðir yfir 2,01 metra. Benjamín felldi hins vegar 1,95 metra einu sinni og því var sigurinn Örvars.Örvar stökk í fyrsta sinn yfir tvo metra í gær.mynd/fríHann stórbætti sinn besta árangur í hástökki. Gamla metið hans var 1,83 metrar sem hann náði fyrir þremur árum. Örvar á ekki langt að sækja frjálsíþróttahæfileikana en foreldrar hans, Eggert Bogason og Ragnheiður Ólafsdóttir, voru bæði afreksfólk í frjálsum. Auk þess að vinna hástökkið fagnaði Örvar bikarmeistaratitli með félögum sínum í FH. Fimleikafélagið fékk 135 stig en ÍR 118 stig. Það er skammt stórra högga á milli hjá Örvari því annað kvöld mæta hann og félagar hans í Víkingi Breiðabliki í 14. umferð Pepsi Max-deildarinnar. Örvar, sem er tvítugur, hefur leikið átta leiki í deild og bikar með Víkingum í sumar.Örvar í leik með Víkingi R. gegn Víkingi Ó. síðasta sumar.vísir/vilhelm Frjálsar íþróttir Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir FH stöðvaði sigurgöngu ÍR í bikarnum FH er bikarmeistari í frjálsum íþróttum eftir nokkuð öruggan sigur á 53. bikarmóti FRÍ í Kaplakrika í dag. 27. júlí 2019 17:15 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Örvari Eggertssyni, leikmanni Víkings R. í Pepsi Max-deild karla, er fleira til lista lagt en að spila fótbolta. Örvar gerði sér lítið fyrir og vann sigur í hástökki í bikarkeppni Frjálsíþróttasambands Íslands utanhúss í Kaplakrika í gær. Einar Guðnason, aðstoðarþjálfari Víkings, benti á þessa skemmtilegu staðreynd á Twitter.Á laugardaginn fór Pepsídeildar leikmaðurinn Örvar Eggertsson beint af fótboltaæfingu á Bikarmót í frjálsum þar sem hann stökk 2.01 í hástökki og hlaut gullverðlaun fyrir. Nokkuð gott fyrir mann sem æfir ekki frjálsar. Ekki eins gott fyrir þá sem æfa. — Einar Gudnason (@EinarGudna) July 28, 2019 Örvar, sem keppti fyrir FH, hafði betur í baráttu við ÍR-inginn Benjamín Jóhann Johnsen. Þeir stukku báðir yfir 2,01 metra. Benjamín felldi hins vegar 1,95 metra einu sinni og því var sigurinn Örvars.Örvar stökk í fyrsta sinn yfir tvo metra í gær.mynd/fríHann stórbætti sinn besta árangur í hástökki. Gamla metið hans var 1,83 metrar sem hann náði fyrir þremur árum. Örvar á ekki langt að sækja frjálsíþróttahæfileikana en foreldrar hans, Eggert Bogason og Ragnheiður Ólafsdóttir, voru bæði afreksfólk í frjálsum. Auk þess að vinna hástökkið fagnaði Örvar bikarmeistaratitli með félögum sínum í FH. Fimleikafélagið fékk 135 stig en ÍR 118 stig. Það er skammt stórra högga á milli hjá Örvari því annað kvöld mæta hann og félagar hans í Víkingi Breiðabliki í 14. umferð Pepsi Max-deildarinnar. Örvar, sem er tvítugur, hefur leikið átta leiki í deild og bikar með Víkingum í sumar.Örvar í leik með Víkingi R. gegn Víkingi Ó. síðasta sumar.vísir/vilhelm
Frjálsar íþróttir Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir FH stöðvaði sigurgöngu ÍR í bikarnum FH er bikarmeistari í frjálsum íþróttum eftir nokkuð öruggan sigur á 53. bikarmóti FRÍ í Kaplakrika í dag. 27. júlí 2019 17:15 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
FH stöðvaði sigurgöngu ÍR í bikarnum FH er bikarmeistari í frjálsum íþróttum eftir nokkuð öruggan sigur á 53. bikarmóti FRÍ í Kaplakrika í dag. 27. júlí 2019 17:15