Fullyrðir að Bjarni Benediktsson hætti ekki í haust Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. júlí 2019 13:00 Friðjón Friðjónsson Miðstjórnarmaður í Sjálfstæðisflokknum segir ummæli fyrrum foringja Sjálfstæðisflokksins um flokkinn vonbrigði. Þá segir hann það af og frá að Bjarni Benediktsson hafi áform um að hætta í haust. Friðjón R. Friðjónsson, miðstjórnarmaður í Sjálfstæðisflokkum og Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi í morgun. Þar ræddu þau um strauma og stefnur á hægri væng stjórnmálanna hérlendis í tengslum við þriðja orkupakkann. Friðsjón segir þetta ekki í fyrsta sinn sem átök og klofning má sjá í Sjálfstæðisflokknum, sem alltaf hafi staðið slík átök af sér. Þá segir hann ummæli fyrrum foringja Sjálfstæðisflokksins vonbrigði. „Mér finnst það mjög leitt að gamlir foringjar Sjálfstæðisflokksins hafa tekið undir þessi sjónarmið og séu komnir þangað því Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf stært sig af því að vera alþjóðasinnaður flokkur sem vill standa í alþjóðasamstarfi,“ sagði Friðjón R. Friðjónsson, miðstjórnarmaður í Sjálfstæðisflokknum. Hanna segir stöðu Sjálfstæðisflokksins ekki einsdæmi. „Staðan hér og þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er svolítið í miðri hringiðjunni er ekki einsdæmi. Þetta er að gerast úti um allt í kringum okkur. Fyrir ekkert svo löngu var talað um að frjálslyndið væri dautt en staðreyndin virðist vera sú að þeir straumar sem eru mest undir árás núna er íhaldssemin,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar. Þá segir Friðjón það spuna að Bjarni Benediktsson sé að hætta. „Ég ætla að fullyrða það að Bjarni Benediktsson sé ekki að hætta í haust sem formaður Sjálfstæðisflokksins eða í pólitík. Það kæmi mér bara gríðarlega á óvart. Hann á enn erindi og það er margt að gera í þessari ríkisstjórn og hann er klárlega ekki að fara að gefast upp fyrir þessum látum og þessum áróðri sem kemur úr þessum ranni,“ sagði Friðjón. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Sprengisandur Tengdar fréttir Davíð taldi Bjarna áhugasamari um laxveiði en stjórnun landsins Helgi Magnússon vorkennir Sjálfstæðismönnum að sitja uppi með Steingrím J. Sigfússon. 25. febrúar 2019 11:29 Ögurstund í sögu Sjálfstæðisflokksins að renna upp Sumarið notað til að þétta raðirnar og/eða ala á æsingi. 12. júlí 2019 14:30 Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Davíð Oddsson heldur áfram að hamast í forystu flokksins. 19. júní 2019 12:58 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum til heiðurs Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Miðstjórnarmaður í Sjálfstæðisflokknum segir ummæli fyrrum foringja Sjálfstæðisflokksins um flokkinn vonbrigði. Þá segir hann það af og frá að Bjarni Benediktsson hafi áform um að hætta í haust. Friðjón R. Friðjónsson, miðstjórnarmaður í Sjálfstæðisflokkum og Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi í morgun. Þar ræddu þau um strauma og stefnur á hægri væng stjórnmálanna hérlendis í tengslum við þriðja orkupakkann. Friðsjón segir þetta ekki í fyrsta sinn sem átök og klofning má sjá í Sjálfstæðisflokknum, sem alltaf hafi staðið slík átök af sér. Þá segir hann ummæli fyrrum foringja Sjálfstæðisflokksins vonbrigði. „Mér finnst það mjög leitt að gamlir foringjar Sjálfstæðisflokksins hafa tekið undir þessi sjónarmið og séu komnir þangað því Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf stært sig af því að vera alþjóðasinnaður flokkur sem vill standa í alþjóðasamstarfi,“ sagði Friðjón R. Friðjónsson, miðstjórnarmaður í Sjálfstæðisflokknum. Hanna segir stöðu Sjálfstæðisflokksins ekki einsdæmi. „Staðan hér og þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er svolítið í miðri hringiðjunni er ekki einsdæmi. Þetta er að gerast úti um allt í kringum okkur. Fyrir ekkert svo löngu var talað um að frjálslyndið væri dautt en staðreyndin virðist vera sú að þeir straumar sem eru mest undir árás núna er íhaldssemin,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar. Þá segir Friðjón það spuna að Bjarni Benediktsson sé að hætta. „Ég ætla að fullyrða það að Bjarni Benediktsson sé ekki að hætta í haust sem formaður Sjálfstæðisflokksins eða í pólitík. Það kæmi mér bara gríðarlega á óvart. Hann á enn erindi og það er margt að gera í þessari ríkisstjórn og hann er klárlega ekki að fara að gefast upp fyrir þessum látum og þessum áróðri sem kemur úr þessum ranni,“ sagði Friðjón.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Sprengisandur Tengdar fréttir Davíð taldi Bjarna áhugasamari um laxveiði en stjórnun landsins Helgi Magnússon vorkennir Sjálfstæðismönnum að sitja uppi með Steingrím J. Sigfússon. 25. febrúar 2019 11:29 Ögurstund í sögu Sjálfstæðisflokksins að renna upp Sumarið notað til að þétta raðirnar og/eða ala á æsingi. 12. júlí 2019 14:30 Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Davíð Oddsson heldur áfram að hamast í forystu flokksins. 19. júní 2019 12:58 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum til heiðurs Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Davíð taldi Bjarna áhugasamari um laxveiði en stjórnun landsins Helgi Magnússon vorkennir Sjálfstæðismönnum að sitja uppi með Steingrím J. Sigfússon. 25. febrúar 2019 11:29
Ögurstund í sögu Sjálfstæðisflokksins að renna upp Sumarið notað til að þétta raðirnar og/eða ala á æsingi. 12. júlí 2019 14:30
Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Davíð Oddsson heldur áfram að hamast í forystu flokksins. 19. júní 2019 12:58