"Mína Mús hefur glatað rödd sinni með andláti Russi Taylor“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. júlí 2019 08:59 Russi Taylor talsetti Mínu Mús í yfir þrjá áratugi. Áður en hún var valin í starfið, úr hundruð umsækjenda, hitti hún sjálfan Walt Disney en hún var mikill aðdáandi. Vísir/getty Leikkonan Russi Taylor sem er þekkt fyrir að ljá teiknimyndapersónunni Mínu Mús rödd sína, er látin 75 ára að aldri. Taylor talaði fyrir Mínu Mús í meira en þrjá áratugi en vart þarf að taka fram að Mína Mús er skálduð teiknimyndapersóna eftir Walt Disney sem þekkt er á heimsvísu. Taylor talsetti einnig hinar ýmsu persónur Simpsons fjölskyldunnar. Þannig talsetti hún Sherri og Terri, tvíburana með fjólubláa hárið og Martin Prince, skólafélaga Barts Simpson. Taylor lést á föstudag í Kaliforníu að sögn Bob Iger, framkvæmdastjóra kvikmyndafyrirtækisins Disney. Hann tilgreindi ekki dánarorsök í yfirlýsingu sinni.„Guffi“ segir Taylor hafa verið hæfileikaríka og hógværa „Mína Mús hefur glatað rödd sinni með andláti Russi Taylor,“ sagði Iger sem sagði starfslið Disney afar þakklátt fyrir að hafa fengið að njóta samvistar við hina hæfileikaríku Taylor. „Það voru forréttindi að hafa þekkt hana og heiður að vinna með henni og við huggum okkur við þá tilhugsun að framlag hennar og vinna mun halda áfram að skemmta og hreyfa við kynslóðun um ókomna tíð.“ Bill Farmer sem þekktur er fyrir að ljá Guffa, vini Mínu Mús og Mikka Mús rödd sína, sagði að Taylor hefði verið alveg jafn yndisleg, fyndin, ljúf og Mína Mús. Hún hefði verið gríðarlega hæfileikarík en um leið auðmjúk og hógvær. „Mikki Mús“ og „Mína Mús“ voru raunverulega par Taylor var gift leikaranum Wayne Allwine sem þekktastur er að hafa ljáð Mikka Mús rödd sína. Allwine og Taylor giftu sig árið 1991 en Allwines lést árið 2009. Mikki Mús og Mína Mús eru kærustupar í teiknimyndunum.„Mína Mús“ smellir kossi á Russi Taylor.Vísir/getty Andlát Bandaríkin Disney Hollywood Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Sjá meira
Leikkonan Russi Taylor sem er þekkt fyrir að ljá teiknimyndapersónunni Mínu Mús rödd sína, er látin 75 ára að aldri. Taylor talaði fyrir Mínu Mús í meira en þrjá áratugi en vart þarf að taka fram að Mína Mús er skálduð teiknimyndapersóna eftir Walt Disney sem þekkt er á heimsvísu. Taylor talsetti einnig hinar ýmsu persónur Simpsons fjölskyldunnar. Þannig talsetti hún Sherri og Terri, tvíburana með fjólubláa hárið og Martin Prince, skólafélaga Barts Simpson. Taylor lést á föstudag í Kaliforníu að sögn Bob Iger, framkvæmdastjóra kvikmyndafyrirtækisins Disney. Hann tilgreindi ekki dánarorsök í yfirlýsingu sinni.„Guffi“ segir Taylor hafa verið hæfileikaríka og hógværa „Mína Mús hefur glatað rödd sinni með andláti Russi Taylor,“ sagði Iger sem sagði starfslið Disney afar þakklátt fyrir að hafa fengið að njóta samvistar við hina hæfileikaríku Taylor. „Það voru forréttindi að hafa þekkt hana og heiður að vinna með henni og við huggum okkur við þá tilhugsun að framlag hennar og vinna mun halda áfram að skemmta og hreyfa við kynslóðun um ókomna tíð.“ Bill Farmer sem þekktur er fyrir að ljá Guffa, vini Mínu Mús og Mikka Mús rödd sína, sagði að Taylor hefði verið alveg jafn yndisleg, fyndin, ljúf og Mína Mús. Hún hefði verið gríðarlega hæfileikarík en um leið auðmjúk og hógvær. „Mikki Mús“ og „Mína Mús“ voru raunverulega par Taylor var gift leikaranum Wayne Allwine sem þekktastur er að hafa ljáð Mikka Mús rödd sína. Allwine og Taylor giftu sig árið 1991 en Allwines lést árið 2009. Mikki Mús og Mína Mús eru kærustupar í teiknimyndunum.„Mína Mús“ smellir kossi á Russi Taylor.Vísir/getty
Andlát Bandaríkin Disney Hollywood Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Sjá meira