Fimmtán ára íslenskur drengur talar við geimfara í dag Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 27. júlí 2019 13:00 Íslenskir skátar eru meðal þeirra 50 þúsund skáta sem taka þátt í mótinu vísir/daníel Fimmtán ára íslenskur drengur fær í dag tækifæri til að tala við geimfara hjá Alþjóðlegu geimstöðinni. Hann var dregin úr hópi fimmtíu þúsund barna sem stödd eru á alheimsmóti skáta. Alheimsmótið er haldið í Vestur-Virginíu í Bandaríkjunum en mótið fer fram á fjögurra ára fresti. „Hér eru saman komin um 50 þúsund ungmenni frá 152 löndum í heiminum á Alheimsmóti skáta til að skemmta sér vímulaust og læra og efla sig fyrst og fremst,“ sagði Ásgeir R Guðjónsson, fararstjóri íslenska skátahópsins. Meðal þess sem skátarnir læra er klifur og sig, en einnig eru þeir fræddir um menningarmun og fjölbreytileika mannsins. Klukkan 18 á íslenskum tíma fá tíu einstaklingar hópsins tækifæri til að spjalla við geimfara sem staddur er í Alþjóðlegu geimstöðinni. „Tíu af einstaklingum mótsins voru dregnir út til að ræða við geimfara sem er uppi í Alþjóðlegu geimstöðinni, en hann er skáti og klukkan 14 í dag á bandarískum tíma eða klukkan 18 á íslenskum tíma ætlar Nasa að tengja saman mótið og geimstöðina og það verður einhvers konar myndbandsspjall þeirra á milli á þeim tímapunkti,“ sagði Ásgeir. Einn af þessum tíu einstaklingum er hinn fimmtán ára Guðjón Ingi Gerlach Jonathansson úr Kópum í Kópavogi. Ásgeir segir hann yfir sig spenntan. Um hvað verður rætt, veistu það? „Það eru bara ungmennin sjálf sem fá að ræða því hvað er umræðuefni hverju sinni, hér er ekkert sett fyrir ungmennin hvernig þau haga sér eða hvað þau segja. Hér er mikið lagt upp úr því að ungmennin sjálf fá að stjórna öllu sem þau gera hér, en hann er gríðarlega spenntur og hefur mjög gaman af þessu það er ekki á hverjum degi sem þú færð að tala við geimfara úr Alþjóðlegu geimstöðinni,“ sagði Ásgeir. Geimurinn Krakkar Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Fimmtán ára íslenskur drengur fær í dag tækifæri til að tala við geimfara hjá Alþjóðlegu geimstöðinni. Hann var dregin úr hópi fimmtíu þúsund barna sem stödd eru á alheimsmóti skáta. Alheimsmótið er haldið í Vestur-Virginíu í Bandaríkjunum en mótið fer fram á fjögurra ára fresti. „Hér eru saman komin um 50 þúsund ungmenni frá 152 löndum í heiminum á Alheimsmóti skáta til að skemmta sér vímulaust og læra og efla sig fyrst og fremst,“ sagði Ásgeir R Guðjónsson, fararstjóri íslenska skátahópsins. Meðal þess sem skátarnir læra er klifur og sig, en einnig eru þeir fræddir um menningarmun og fjölbreytileika mannsins. Klukkan 18 á íslenskum tíma fá tíu einstaklingar hópsins tækifæri til að spjalla við geimfara sem staddur er í Alþjóðlegu geimstöðinni. „Tíu af einstaklingum mótsins voru dregnir út til að ræða við geimfara sem er uppi í Alþjóðlegu geimstöðinni, en hann er skáti og klukkan 14 í dag á bandarískum tíma eða klukkan 18 á íslenskum tíma ætlar Nasa að tengja saman mótið og geimstöðina og það verður einhvers konar myndbandsspjall þeirra á milli á þeim tímapunkti,“ sagði Ásgeir. Einn af þessum tíu einstaklingum er hinn fimmtán ára Guðjón Ingi Gerlach Jonathansson úr Kópum í Kópavogi. Ásgeir segir hann yfir sig spenntan. Um hvað verður rætt, veistu það? „Það eru bara ungmennin sjálf sem fá að ræða því hvað er umræðuefni hverju sinni, hér er ekkert sett fyrir ungmennin hvernig þau haga sér eða hvað þau segja. Hér er mikið lagt upp úr því að ungmennin sjálf fá að stjórna öllu sem þau gera hér, en hann er gríðarlega spenntur og hefur mjög gaman af þessu það er ekki á hverjum degi sem þú færð að tala við geimfara úr Alþjóðlegu geimstöðinni,“ sagði Ásgeir.
Geimurinn Krakkar Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira