VR stefnir Fjármálaeftirlitinu Eiður Þór Árnason skrifar 26. júlí 2019 16:03 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Stjórn VR hefur samþykkt að stefna Fjármálaeftirlitinu og afhenti VR Héraðsdómi Reykjavíkur stefnuna í dag þar sem óskað var eftir flýtimeðferð. Mbl.is greindi fyrst frá. Stjórn félagsins samþykkti að stefna Fjármálaeftirlitinu fyrir að viðurkenna ekki lögmæti ákvörðunar fulltrúaráðs VR um afturköllun umboðs stjórnarmanna í Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Í samtali við Vísi sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, að tekin hafi verið ákvörðun um að fara þessa leið til að fá ákvörðun FME frá þriðja júlí ógilta. Ragnar segir félagið vera óánægt með vinnubrögð stofnunarinnar og segir þau hafa verið „fyrir neðan allar hellur.“ Ragnar segir það einnig liggja fyrir að FME hafi brotið gegn málsmeðferðarreglum stjórnsýsluréttar með ákvörðun sinni, og byggir stefnan í grunninn á því. Einnig vill hann meina að niðurstaða FME í málinu hafi verið efnislega röng. „Allt málið og málatilbúnaðurinn er með þeim hætti að við teljum ekki annað stætt heldur en að fara í mál.“ „Samkvæmt úrskurði FME þá hefði verið nóg fyrir okkur í sjálfu sér að boða stjórnarfund og taka sömu ákvörðun bara aftur, en það er ekki hægt að líta fram hjá þessum vinnubrögðum sem eru bara ekki boðleg fyrir stofnun eins og FME að stunda, þar sem við í sjálfu sér erum ekki skilgreindir sem málsaðilar þar sem við erum ekki lögaðilar. Við hljótum að vera málsaðilar vegna þess að málið hefði aldrei komið upp nema fyrir ákvörðun okkar í stjórninni.“ Einnig sakar Ragnar FME um að hafa ekki gætt jafnræðis í málinu sem um ræðir þar sem stofnunin hafi ekki beitt slíkri íhlutun áður. Fregnir þess efnis að VR væri búið að birta Héraðsdómi stefnu sína höfðu ekki borist Unni Gunnarsdóttur, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, síðdegis í dag. Hún gat ekki tjáð sig um málið að svo stöddu. Dómsmál Tengdar fréttir VR afturkallar umboð stjórnarmanna félagsins í Lífeyrissjóði verzlunarmanna Fulltrúaráð VR samþykkti í kvöld að afturkalla umboð stjórnarmanna VR í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Tillaga um nýja stjórnarmenn til bráðabirgða var samþykkt. 20. júní 2019 21:15 Segja aðgerðir VR vega að sjálfstæði stjórnar og góðum stjórnunarháttum Fjármálaeftirlitið hefur sent frá sér álit til stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Þar kemur fram að Fjármálaeftirlitið líti svo á að stjórn lífeyrissjóðsins sitji enn þrátt fyrir tilraunir fulltrúaráðs VR til að afturkalla umboð þeirra fjögurra stjórnarmanna sem félagið tilnefnir í stjórn. 3. júlí 2019 22:07 FME sagði Ólaf enn formann LIVE Guðrún Hafsteinsdóttir, varaformaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, segist telja að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hafi beðið eftir að fá tækifæri til að reka fulltrúa VR í stjórn lífeyrissjóðsins því hann hafði e 22. júní 2019 08:00 Tekist á um réttmæti ákvörðunar VR Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að fulltrúaráð félagsins í Lífeyrissjóði verzlunarmanna hafi verið í fullum rétti í að afturkalla umboð stjórnarmanna félagsins í lífeyrissjóðnum. Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, segir að VR sé með ákvörðuninni að stunda pólitík og það sé óeðlilegt að verið sé að beina fyrirmælum til stjórnarmanna um hvernig reka eigi lífeyrissjóðinn. 23. júní 2019 12:00 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Sjá meira
Stjórn VR hefur samþykkt að stefna Fjármálaeftirlitinu og afhenti VR Héraðsdómi Reykjavíkur stefnuna í dag þar sem óskað var eftir flýtimeðferð. Mbl.is greindi fyrst frá. Stjórn félagsins samþykkti að stefna Fjármálaeftirlitinu fyrir að viðurkenna ekki lögmæti ákvörðunar fulltrúaráðs VR um afturköllun umboðs stjórnarmanna í Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Í samtali við Vísi sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, að tekin hafi verið ákvörðun um að fara þessa leið til að fá ákvörðun FME frá þriðja júlí ógilta. Ragnar segir félagið vera óánægt með vinnubrögð stofnunarinnar og segir þau hafa verið „fyrir neðan allar hellur.“ Ragnar segir það einnig liggja fyrir að FME hafi brotið gegn málsmeðferðarreglum stjórnsýsluréttar með ákvörðun sinni, og byggir stefnan í grunninn á því. Einnig vill hann meina að niðurstaða FME í málinu hafi verið efnislega röng. „Allt málið og málatilbúnaðurinn er með þeim hætti að við teljum ekki annað stætt heldur en að fara í mál.“ „Samkvæmt úrskurði FME þá hefði verið nóg fyrir okkur í sjálfu sér að boða stjórnarfund og taka sömu ákvörðun bara aftur, en það er ekki hægt að líta fram hjá þessum vinnubrögðum sem eru bara ekki boðleg fyrir stofnun eins og FME að stunda, þar sem við í sjálfu sér erum ekki skilgreindir sem málsaðilar þar sem við erum ekki lögaðilar. Við hljótum að vera málsaðilar vegna þess að málið hefði aldrei komið upp nema fyrir ákvörðun okkar í stjórninni.“ Einnig sakar Ragnar FME um að hafa ekki gætt jafnræðis í málinu sem um ræðir þar sem stofnunin hafi ekki beitt slíkri íhlutun áður. Fregnir þess efnis að VR væri búið að birta Héraðsdómi stefnu sína höfðu ekki borist Unni Gunnarsdóttur, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, síðdegis í dag. Hún gat ekki tjáð sig um málið að svo stöddu.
Dómsmál Tengdar fréttir VR afturkallar umboð stjórnarmanna félagsins í Lífeyrissjóði verzlunarmanna Fulltrúaráð VR samþykkti í kvöld að afturkalla umboð stjórnarmanna VR í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Tillaga um nýja stjórnarmenn til bráðabirgða var samþykkt. 20. júní 2019 21:15 Segja aðgerðir VR vega að sjálfstæði stjórnar og góðum stjórnunarháttum Fjármálaeftirlitið hefur sent frá sér álit til stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Þar kemur fram að Fjármálaeftirlitið líti svo á að stjórn lífeyrissjóðsins sitji enn þrátt fyrir tilraunir fulltrúaráðs VR til að afturkalla umboð þeirra fjögurra stjórnarmanna sem félagið tilnefnir í stjórn. 3. júlí 2019 22:07 FME sagði Ólaf enn formann LIVE Guðrún Hafsteinsdóttir, varaformaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, segist telja að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hafi beðið eftir að fá tækifæri til að reka fulltrúa VR í stjórn lífeyrissjóðsins því hann hafði e 22. júní 2019 08:00 Tekist á um réttmæti ákvörðunar VR Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að fulltrúaráð félagsins í Lífeyrissjóði verzlunarmanna hafi verið í fullum rétti í að afturkalla umboð stjórnarmanna félagsins í lífeyrissjóðnum. Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, segir að VR sé með ákvörðuninni að stunda pólitík og það sé óeðlilegt að verið sé að beina fyrirmælum til stjórnarmanna um hvernig reka eigi lífeyrissjóðinn. 23. júní 2019 12:00 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Sjá meira
VR afturkallar umboð stjórnarmanna félagsins í Lífeyrissjóði verzlunarmanna Fulltrúaráð VR samþykkti í kvöld að afturkalla umboð stjórnarmanna VR í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Tillaga um nýja stjórnarmenn til bráðabirgða var samþykkt. 20. júní 2019 21:15
Segja aðgerðir VR vega að sjálfstæði stjórnar og góðum stjórnunarháttum Fjármálaeftirlitið hefur sent frá sér álit til stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Þar kemur fram að Fjármálaeftirlitið líti svo á að stjórn lífeyrissjóðsins sitji enn þrátt fyrir tilraunir fulltrúaráðs VR til að afturkalla umboð þeirra fjögurra stjórnarmanna sem félagið tilnefnir í stjórn. 3. júlí 2019 22:07
FME sagði Ólaf enn formann LIVE Guðrún Hafsteinsdóttir, varaformaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, segist telja að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hafi beðið eftir að fá tækifæri til að reka fulltrúa VR í stjórn lífeyrissjóðsins því hann hafði e 22. júní 2019 08:00
Tekist á um réttmæti ákvörðunar VR Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að fulltrúaráð félagsins í Lífeyrissjóði verzlunarmanna hafi verið í fullum rétti í að afturkalla umboð stjórnarmanna félagsins í lífeyrissjóðnum. Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, segir að VR sé með ákvörðuninni að stunda pólitík og það sé óeðlilegt að verið sé að beina fyrirmælum til stjórnarmanna um hvernig reka eigi lífeyrissjóðinn. 23. júní 2019 12:00