Íslenski boltinn

ÞÞÞ gerir tveggja ára samning við FH

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
ÞÞÞ í búningi FH.
ÞÞÞ í búningi FH. mynd/fh
Þórður Þorsteinn Þórðarson er genginn í raðir FH og hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið.

Þórður hætti hjá ÍA fyrr í vikunni. Hann fékk fá tækifæri með liðinu í sumar og kom aðeins við sögu í fjórum leikjum í Pepsi Max-deildinni.

Þórður, sem er 24 ára, hefur leikið með ÍA allan sinn feril. Hann á að baki 67 leiki og átta mörk í efstu deild með ÍA.

FH hefur fengið til sín tvo leikmenn í júlíglugganum. Í gær gekk danski framherjinn Morten Beck Guldsmed í raðir FH. Hann lék með KR sumarið 2016.

FH er í 6. sæti Pepsi Max-deildarinnar með 19 stig eftir 13 umferðir. Næsti leikur liðsins er gegn KA á Akureyri á sunnudaginn.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×