Fundir með Umboðsmanni skuldara skiptu miklu máli Ari Brynjólfsson skrifar 26. júlí 2019 07:30 Ondrej Šmakal, forstjóri Kredia Group, segir að hann virði íslensk lög. „Ég hef fundað með Umboðsmanni skuldara nokkrum sinnum. Ég ber mikla virðingu fyrir starfi Ástu og hennar fólks sem gerir allt sem þau geta til að hjálpa fólki í skuldavanda,“ segir Ondrej Šmakal, forstjóri Kredia Group. Árið 2018 voru 59 prósent þeirra sem óskuðu eftir aðstoð umboðsmanns skuldara með smálán. Ondrej segir að fundirnir hafi skipt máli. „Gögn frá US eru mjög mikilvægt framlag í okkar áhættumat og ákvarðanir okkar um hverjum skal lána. Til dæmis þá komum við í veg fyrir að viðskiptavinur sem leitað hefur til US fái lán hjá okkur,“ segir Ondrej.Sjá einnig: Smálán heyra nú sögunni til „Við lánum ekki til einstaklinga undir tvítugu og við höfum tekið upp herta skilmála fyrir viðskiptavini á aldrinum 20 til 25 ára. Að því sögðu þá myndi það hjálpa mjög ef skráningar US yrðu aðgengilegar fjármálafyrirtækjum. Ég hef rekist á nokkur dæmi þess að viðskiptavinur leiti til US, fari í greiðsluaðlögun en taki svo önnur lán í millitíðinni. Slík skrá myndi hjálpa mjög til að koma í veg fyrir slíkt.“ Neytendasamtökin hafa gagnrýnt smálánafyrirtækin og Almenna innheimtu ehf., innheimtufyrirtæki þeirra á Íslandi, harðlega að undanförnu og hvatt lántaka til að hætta að greiða af lánum yfir lánskostnaði. „Við höfum fengið fjölda mála þar sem lántakendur smálána hafa greitt margfalt meira til baka en þeim ber lögum samkvæmt, jafnvel sem nemur mörgum hundruðum þúsunda,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri samtakanna.Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. “Við höfum fengið fjölda mála þar sem lántakendur smálána hafa greitt margfalt meira til til baka en þeim ber lögum samkvæmt, jafnvel sem nemur mörgum hundruðum þúsunda.”Gísli Kr. Björnsson, lögmaður og eigandi Almennrar innheimtu ehf., segir að lánunum hafi verið breytt að kröfu innheimtufyrirtækisins. „Í maí síðastliðnum tilkynnti Almenn innheimta okkur að þeir myndu hætta að starfa með okkur ef við breyttum ekki viðskiptamódelinu okkar á Íslandi og við gerðum það. Við gerum ekki ráð fyrir öðru en að við getum haldið áfram samstarfi okkar við Almenna innheimtu,“ segir Ondrej. Vörumerkin fimm eru í eigu eCommerce 2020, sem er í eigu Kredia Group. Ondrej segir enga starfsemi á Íslandi. „Kredia Group eða dótturfyrirtæki þess hafa enga starfsemi á Íslandi. Engir starfsmenn, engin skrifstofa. Auðvitað getur þetta breyst í framtíðinni. Ef það gerist þá munum við tilkynna það.“ Ondrej segir að lykilstarfsemin fari fram í Tékklandi. „Heimilisföngin í Kaupmannahöfn, Lundúnum og Prag sem blaðamenn heimsóttu eru skráð húsfesti okkar fyrirtækja. Ég heimsæki þessar skrifstofur oft. Flest af okkar starfsfólki vinnur hvaðan sem það vill. Við lifum í stafrænum heimi,“ segir Ondrej. „Kredia Group samanstendur af 20 sérfræðingum á sviði fjármála, áhættumats og markaðsmála. Hópurinn starfar í Tékklandi, Bretlandi og Danmörku. Annarri þjónustu er úthýst.“ Fram til þessa hefur verið á óljóst hver í eigi í raun smálánafyrirtækin, Ondrej segir það ekkert leyndarmál. „Kredia Group skipti nýverið um eigendur. Michal Mensik, sem átti fyrirtækið, ákvað að hætta og ég ákvað að kaupa það. Við höfum möguleika á því að bjóða viðskiptavinum okkar á Norðurlöndunum upp á áhugverðar vörur á sviði fjármálatækni, að sjálfsögðu fylgjum við lögum um neytendavernd á hverjum stað fyrir sig.“ Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Smálán Tengdar fréttir Ráðleggur neytendum að forðast eCommerce Lánafyrirtækið eCommerce 2020, sem rekur smálánafyrirtækin Kredia, Hraðpeninga og fleiri, hefur lækkað vexti niður í þá hæstu leyfilegu samkvæmt lögum. Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna hefur efasemdir. 23. júlí 2019 08:00 Smálán heyra nú sögunni til Forstjóri Kredia Group, sem á smálánafyrirtækin 1909, Múla og fleiri, segist bera virðingu fyrir íslenskum lögum. Aðeins verði lánað fyrir hæstu löglegu vexti. Innheimtu lána á hærri vöxtum hafi verið hætt. 26. júlí 2019 06:00 Komist upp með grímulaus lögbrot Í kjölfar þess að Alþingi setti lög á starfsemi smálánafyrirtækja árið 2013 lögðu fyrirtækin upp laupana hvert af öðru. Þau lifa þó enn góðu lífi og halda áfram að lána Íslendingum íslenskar krónur með mörg hundruð prósent vöxtum. 30. mars 2019 08:00 Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
„Ég hef fundað með Umboðsmanni skuldara nokkrum sinnum. Ég ber mikla virðingu fyrir starfi Ástu og hennar fólks sem gerir allt sem þau geta til að hjálpa fólki í skuldavanda,“ segir Ondrej Šmakal, forstjóri Kredia Group. Árið 2018 voru 59 prósent þeirra sem óskuðu eftir aðstoð umboðsmanns skuldara með smálán. Ondrej segir að fundirnir hafi skipt máli. „Gögn frá US eru mjög mikilvægt framlag í okkar áhættumat og ákvarðanir okkar um hverjum skal lána. Til dæmis þá komum við í veg fyrir að viðskiptavinur sem leitað hefur til US fái lán hjá okkur,“ segir Ondrej.Sjá einnig: Smálán heyra nú sögunni til „Við lánum ekki til einstaklinga undir tvítugu og við höfum tekið upp herta skilmála fyrir viðskiptavini á aldrinum 20 til 25 ára. Að því sögðu þá myndi það hjálpa mjög ef skráningar US yrðu aðgengilegar fjármálafyrirtækjum. Ég hef rekist á nokkur dæmi þess að viðskiptavinur leiti til US, fari í greiðsluaðlögun en taki svo önnur lán í millitíðinni. Slík skrá myndi hjálpa mjög til að koma í veg fyrir slíkt.“ Neytendasamtökin hafa gagnrýnt smálánafyrirtækin og Almenna innheimtu ehf., innheimtufyrirtæki þeirra á Íslandi, harðlega að undanförnu og hvatt lántaka til að hætta að greiða af lánum yfir lánskostnaði. „Við höfum fengið fjölda mála þar sem lántakendur smálána hafa greitt margfalt meira til baka en þeim ber lögum samkvæmt, jafnvel sem nemur mörgum hundruðum þúsunda,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri samtakanna.Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. “Við höfum fengið fjölda mála þar sem lántakendur smálána hafa greitt margfalt meira til til baka en þeim ber lögum samkvæmt, jafnvel sem nemur mörgum hundruðum þúsunda.”Gísli Kr. Björnsson, lögmaður og eigandi Almennrar innheimtu ehf., segir að lánunum hafi verið breytt að kröfu innheimtufyrirtækisins. „Í maí síðastliðnum tilkynnti Almenn innheimta okkur að þeir myndu hætta að starfa með okkur ef við breyttum ekki viðskiptamódelinu okkar á Íslandi og við gerðum það. Við gerum ekki ráð fyrir öðru en að við getum haldið áfram samstarfi okkar við Almenna innheimtu,“ segir Ondrej. Vörumerkin fimm eru í eigu eCommerce 2020, sem er í eigu Kredia Group. Ondrej segir enga starfsemi á Íslandi. „Kredia Group eða dótturfyrirtæki þess hafa enga starfsemi á Íslandi. Engir starfsmenn, engin skrifstofa. Auðvitað getur þetta breyst í framtíðinni. Ef það gerist þá munum við tilkynna það.“ Ondrej segir að lykilstarfsemin fari fram í Tékklandi. „Heimilisföngin í Kaupmannahöfn, Lundúnum og Prag sem blaðamenn heimsóttu eru skráð húsfesti okkar fyrirtækja. Ég heimsæki þessar skrifstofur oft. Flest af okkar starfsfólki vinnur hvaðan sem það vill. Við lifum í stafrænum heimi,“ segir Ondrej. „Kredia Group samanstendur af 20 sérfræðingum á sviði fjármála, áhættumats og markaðsmála. Hópurinn starfar í Tékklandi, Bretlandi og Danmörku. Annarri þjónustu er úthýst.“ Fram til þessa hefur verið á óljóst hver í eigi í raun smálánafyrirtækin, Ondrej segir það ekkert leyndarmál. „Kredia Group skipti nýverið um eigendur. Michal Mensik, sem átti fyrirtækið, ákvað að hætta og ég ákvað að kaupa það. Við höfum möguleika á því að bjóða viðskiptavinum okkar á Norðurlöndunum upp á áhugverðar vörur á sviði fjármálatækni, að sjálfsögðu fylgjum við lögum um neytendavernd á hverjum stað fyrir sig.“
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Smálán Tengdar fréttir Ráðleggur neytendum að forðast eCommerce Lánafyrirtækið eCommerce 2020, sem rekur smálánafyrirtækin Kredia, Hraðpeninga og fleiri, hefur lækkað vexti niður í þá hæstu leyfilegu samkvæmt lögum. Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna hefur efasemdir. 23. júlí 2019 08:00 Smálán heyra nú sögunni til Forstjóri Kredia Group, sem á smálánafyrirtækin 1909, Múla og fleiri, segist bera virðingu fyrir íslenskum lögum. Aðeins verði lánað fyrir hæstu löglegu vexti. Innheimtu lána á hærri vöxtum hafi verið hætt. 26. júlí 2019 06:00 Komist upp með grímulaus lögbrot Í kjölfar þess að Alþingi setti lög á starfsemi smálánafyrirtækja árið 2013 lögðu fyrirtækin upp laupana hvert af öðru. Þau lifa þó enn góðu lífi og halda áfram að lána Íslendingum íslenskar krónur með mörg hundruð prósent vöxtum. 30. mars 2019 08:00 Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Ráðleggur neytendum að forðast eCommerce Lánafyrirtækið eCommerce 2020, sem rekur smálánafyrirtækin Kredia, Hraðpeninga og fleiri, hefur lækkað vexti niður í þá hæstu leyfilegu samkvæmt lögum. Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna hefur efasemdir. 23. júlí 2019 08:00
Smálán heyra nú sögunni til Forstjóri Kredia Group, sem á smálánafyrirtækin 1909, Múla og fleiri, segist bera virðingu fyrir íslenskum lögum. Aðeins verði lánað fyrir hæstu löglegu vexti. Innheimtu lána á hærri vöxtum hafi verið hætt. 26. júlí 2019 06:00
Komist upp með grímulaus lögbrot Í kjölfar þess að Alþingi setti lög á starfsemi smálánafyrirtækja árið 2013 lögðu fyrirtækin upp laupana hvert af öðru. Þau lifa þó enn góðu lífi og halda áfram að lána Íslendingum íslenskar krónur með mörg hundruð prósent vöxtum. 30. mars 2019 08:00