Íslenski boltinn

Pepsi Max-mörk kvenna: Ákall til stuðningsmanna KR

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Katrín Ómarsdóttir hefur orðið bikarmeistari með KR.
Katrín Ómarsdóttir hefur orðið bikarmeistari með KR. vísir/daníel þór
Sérfræðingar Pepsi Max-marka kvenna eiga von á spennandi bikarúrslitaleik þar sem Selfoss og KR mætast á Laugardalsvelli 17. ágúst næstkomandi.

Selfoss tryggði sér sæti í bikarúrslitum í þriðja sinn með sigri á Fylki, 0-1, í Árbænum. KR vann Þór/KA, 2-0, á Meistaravöllum. Þetta er í ellefta sinn sem KR kemst í bikarúrslit. KR-ingar hafa fjórum sinnum orðið bikarmeistarar.

„KR-liðið hefur verið á uppleið og þetta var frábær sigur hjá þeim,“ sagði Ásthildur Helgadóttir í Pepsi Max-mörkum kvenna í gær.

„Það er bullandi möguleiki fyrir bæði lið. Þau eiga eftir að spila þétt og fast. Það eru leikmenn í báðum liðum sem hafa unnið þetta og vilja vinna bikarinn aftur. Ég held að þetta verði ótrúlega skemmtilegur leikur,“ sagði Mist Rúnarsdóttir.

Mætingin á heimaleiki KR í sumar hefur verið döpur. Mist vonast til að KR-ingar taki sig saman í andlitinu og flykkist á bikarúrslitaleikinn sem KR hefur ekki komist í síðan 2011.

„Ég hef engar áhyggjur af því að stuðningsmenn Selfoss fjölmenni ekki en ég ætla að hnippa í KR-ingana. Þeir hafa ekki verið nógu duglegir að mæta á völlinn í sumar en ég vona að þeir fjölmenni og styðji við sitt lið í bikarúrslitunum,“ sagði Mist.

Innslagið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.



Klippa: Pepsi Max-mörk kvenna: Spennandi bikarúrslitaleikur framundan







Tengdar fréttir

Donni: Vildi fá víti

Bikardraumar Þór/KA eru farnir eftir 2-0 tap í Vesturbænum í dag. Væntingarnar voru miklar eftir að Þór/KA sló Val út í 8-liða úrslitum en þær náðu hinsvegar ekki að fylgja eftir þeirri frammistöðu í dag.

Hólmfríður: Það hefur enginn trú á okkur

Hólmfríður Magnúsdóttir og liðsfélagar hennar í liði Selfoss þurftu að sætta sig við tap gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli í kvöld í Pepsi Max deild karla.

Jóhannes Karl: Við stóðumst þetta próf

KR tryggði í dag sitt sæti í úrslitaleiknum í Mjólkurbikar kvenna. KR fengu Þór/KA í heimsókn á Meistaravellina og unnu leikinn 2-0. Jóhannes Karl Sigursteinsson stýrði liðinu í dag í fyrsta skipti en Bojana Becic sagði upp í byrjun mánaðar. Ragna Lóa Stefánsdóttir stýrði liðinu sem bráðabirgðastjóri þarna á milli og gerði glæsilega en hún reif KR upp úr botnsæti deildarinnar með tveimur sigurleikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×