Mætti til æfinga í brynvörðum bíl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2019 23:30 Jalen Ramsey er mjög öflugur varnarmaður og líka með sjálfstraustið í lagi. Getty/Michael Reaves Leikmennirnir í ameríska fótboltanum eru að mæta til æfinga þessa daganna og það styttist óðum í NFL-tímabilið sem hefst í byrjun september. Sumar af athyglissjúkum stjörnum deildarinnar leita oft nýrra leiða til að fá athygli fjölmiðla þegar þeir mæta aftur til æfinga og varnarmaðurinn Jalen Ramsey vildi tilheyra þeim hópi. Jalen Ramsey mætti til æfinga hjá liði Jacksonville Jaguars í brynvörðum bíl eins og sjá má hér fyrir neðan.Jalen Ramsey rolled into Jaguars camp in an armored truck https://t.co/ZBItNyB5Ij — Post Sports (@PostSports) July 24, 2019Jalen Ramsey er 24 ára gamall og að fara að byrja sitt fjórða tímabil með liði Jacksonville Jaguars. Fyrir ári síðan var hann mikið í fjölmiðlum eftir að hafa gagnrýnt marga af leikstjórnendum NFL-deildarinnar eins og þá Joe Flacco, Josh Allen, Jimmy Garoppolo, Eli Manning og Ben Roethlisberger svo einhverjir séu nefndir. Nú mætti vakti hann athygli á eigin kostum með því að mæta á brynvörðum bíl og fékk líka félaga sinn kynna sig inn með gjallarhorni. Þar var hann sagður svo góður að hann ætti skilið bæði eigið farsímanet og eigið fangelsi, Jalen Towers. Það síðastnefnda því hann dekkar útherja mótherjanna svo vel að það sé eins og þeir hafi verið settir í fangelsi. Að þessu sinni vildi Jalen Ramsey líka senda forráðamönnum Jacksonville Jaguars skilaboð um að hann vilji fá stóran samning. Jaguars borgar honum 3,6 milljónir dollara fyrir þetta tímabil og svo 13,7 milljónir dollara fyrir það næsta. Hann er ekki laus fyrr en sumarið 2021. Jalen Ramsey vill fá nýjan samning og það helst áður en sá gamli rennur út. Þess vegna mátti sjá peningapoka í brynvarða bílnum.@JalenRamsey is back #DUUUVALpic.twitter.com/vZgQ9yH6Qo — #DUUUVAL (@Jaguars) July 24, 2019 NFL Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Sjá meira
Leikmennirnir í ameríska fótboltanum eru að mæta til æfinga þessa daganna og það styttist óðum í NFL-tímabilið sem hefst í byrjun september. Sumar af athyglissjúkum stjörnum deildarinnar leita oft nýrra leiða til að fá athygli fjölmiðla þegar þeir mæta aftur til æfinga og varnarmaðurinn Jalen Ramsey vildi tilheyra þeim hópi. Jalen Ramsey mætti til æfinga hjá liði Jacksonville Jaguars í brynvörðum bíl eins og sjá má hér fyrir neðan.Jalen Ramsey rolled into Jaguars camp in an armored truck https://t.co/ZBItNyB5Ij — Post Sports (@PostSports) July 24, 2019Jalen Ramsey er 24 ára gamall og að fara að byrja sitt fjórða tímabil með liði Jacksonville Jaguars. Fyrir ári síðan var hann mikið í fjölmiðlum eftir að hafa gagnrýnt marga af leikstjórnendum NFL-deildarinnar eins og þá Joe Flacco, Josh Allen, Jimmy Garoppolo, Eli Manning og Ben Roethlisberger svo einhverjir séu nefndir. Nú mætti vakti hann athygli á eigin kostum með því að mæta á brynvörðum bíl og fékk líka félaga sinn kynna sig inn með gjallarhorni. Þar var hann sagður svo góður að hann ætti skilið bæði eigið farsímanet og eigið fangelsi, Jalen Towers. Það síðastnefnda því hann dekkar útherja mótherjanna svo vel að það sé eins og þeir hafi verið settir í fangelsi. Að þessu sinni vildi Jalen Ramsey líka senda forráðamönnum Jacksonville Jaguars skilaboð um að hann vilji fá stóran samning. Jaguars borgar honum 3,6 milljónir dollara fyrir þetta tímabil og svo 13,7 milljónir dollara fyrir það næsta. Hann er ekki laus fyrr en sumarið 2021. Jalen Ramsey vill fá nýjan samning og það helst áður en sá gamli rennur út. Þess vegna mátti sjá peningapoka í brynvarða bílnum.@JalenRamsey is back #DUUUVALpic.twitter.com/vZgQ9yH6Qo — #DUUUVAL (@Jaguars) July 24, 2019
NFL Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Sjá meira