Þarf að passa vel upp á fæturna Ásta Eir Árnadóttir skrifar 25. júlí 2019 08:00 Innblástur í tísku kemur frá félögum hans í vinnunni og sportinu. Það er nóg að gera hjá Ara nánast alla daga. „Vikur og mánuðir eru gríðarlega ólík og fjölbreytt. Svona eins og avókadóið sem þú kaupir úti í búð, þá er dagatalið mitt stundum hart með stórum steini eða mjúkt og leiðinlegt. Ari starfar sem atvinnutrompetleikari og tónlistarmaður, og ofan á það er hann afreksíþróttamaður. „Það eru algjör forréttindi að geta unnið við það sem maður elskar og planið er að halda þeirri stefnu ótrauður áfram,“ segir Ari. „Góður vinur minn náði að skilgreina líf mitt betur en ég hef náð að gera. Hann sagði að hjá mér væri tónlistin „ying“ – hið andlega, og spretthlaupið „yang“ – hið líkamlega. Þetta jafnvægi, sjáðu til.“Leðurjakkinn í uppáhaldi Þegar kemur að tísku, þá spáði hann töluvert meira í henni þegar hann var yngri. „Með árunum hefur maður náð að þróa sinn persónulega stíl.“ Fatastíllinn er orðinn fjölbreyttur hjá honum í dag. „Það er oft erfitt að vera mikið að koma fram, spila við alls konar tilefni og vera stundum í sömu fötunum en þess vegna hef ég fengið mér föt sem ég elska og hlakka til að vera í.“ Hans uppáhaldsflík er leðurjakki sem unnusta hans gaf honum. „Þetta er líklega mest notaða flíkin mín, ég nota hann bæði við fínni tilefni og hversdags. Annars þrífst ég líka mjög vel í vönduðum útivistarfötum með borgaralegu ívafi,“ segir Ari.Þar sem Ari er mikill íþróttamaður þá klæðist hann oft íþróttafötum. Honum finnst best að kaupa þannig klæðnað í H verslun.Úrvalið á Íslandi gott Allir eiga sér uppáhaldsverslanir og Ari er þar engin undantekning. „Mér finnst best að fara í H-verslun til að finna allt tengt íþróttum og hlaupum. Svo finn ég alltaf góða skó þar líka. Fínir strigaskór virka við 99% tilefna og svo þarf ég að passa vel upp á fæturna á mér og get eiginlega ekki gengið um í spariskóm eins mikið og fagið kallar á,“ útskýrir Ari. Hann velur 66°Norður fyrir þægindi, útiveru og stíl. „Ég myndi segja að það tikki í næstum öll mín box.“ Þegar hann er að leita sér að fínni fötum þá fer hann í Húrra Reykjavík. „Ég dýrka strákana þar niður frá, alltaf með svör við vandamálum manns og halda manni mjög ferskum. Þeir hafa nokkurn veginn mótað hinn íslenska karlkyns fatastíl síðustu ár en halda í mikil gæði og frábæra þjónustu.“Þægindin í fyrirrúmi Það fer mikið eftir dögum hverju Ari klæðist dagsdaglega. „Oftast er ég mjög þægilegur, þá er ég að tala um til dæmis hettupeysu, þægilegar buxur, þykka sokka og jafnvel derhúfu. Ég hef verið gripinn með derhúfu í snjókomu. Fyrir mér eru árstíðir hugarfar.“ Hann er ekki að fylgjast með neinum sérstökum og hann á sér enga eina tískufyrirmynd, en áhrifin og innblásturinn koma frá fólkinu í kringum hann. „Ég er svo heppinn að eiga mikið af bæði tónlistarvinum og íþróttavinum sem eru með geggjaðan stíl og þeir búa til einhvern stóran áhrifavald á mig sem spilar inn í þegar ég er að velja mér föt.“ Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Lífið Fleiri fréttir Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sjá meira
Það er nóg að gera hjá Ara nánast alla daga. „Vikur og mánuðir eru gríðarlega ólík og fjölbreytt. Svona eins og avókadóið sem þú kaupir úti í búð, þá er dagatalið mitt stundum hart með stórum steini eða mjúkt og leiðinlegt. Ari starfar sem atvinnutrompetleikari og tónlistarmaður, og ofan á það er hann afreksíþróttamaður. „Það eru algjör forréttindi að geta unnið við það sem maður elskar og planið er að halda þeirri stefnu ótrauður áfram,“ segir Ari. „Góður vinur minn náði að skilgreina líf mitt betur en ég hef náð að gera. Hann sagði að hjá mér væri tónlistin „ying“ – hið andlega, og spretthlaupið „yang“ – hið líkamlega. Þetta jafnvægi, sjáðu til.“Leðurjakkinn í uppáhaldi Þegar kemur að tísku, þá spáði hann töluvert meira í henni þegar hann var yngri. „Með árunum hefur maður náð að þróa sinn persónulega stíl.“ Fatastíllinn er orðinn fjölbreyttur hjá honum í dag. „Það er oft erfitt að vera mikið að koma fram, spila við alls konar tilefni og vera stundum í sömu fötunum en þess vegna hef ég fengið mér föt sem ég elska og hlakka til að vera í.“ Hans uppáhaldsflík er leðurjakki sem unnusta hans gaf honum. „Þetta er líklega mest notaða flíkin mín, ég nota hann bæði við fínni tilefni og hversdags. Annars þrífst ég líka mjög vel í vönduðum útivistarfötum með borgaralegu ívafi,“ segir Ari.Þar sem Ari er mikill íþróttamaður þá klæðist hann oft íþróttafötum. Honum finnst best að kaupa þannig klæðnað í H verslun.Úrvalið á Íslandi gott Allir eiga sér uppáhaldsverslanir og Ari er þar engin undantekning. „Mér finnst best að fara í H-verslun til að finna allt tengt íþróttum og hlaupum. Svo finn ég alltaf góða skó þar líka. Fínir strigaskór virka við 99% tilefna og svo þarf ég að passa vel upp á fæturna á mér og get eiginlega ekki gengið um í spariskóm eins mikið og fagið kallar á,“ útskýrir Ari. Hann velur 66°Norður fyrir þægindi, útiveru og stíl. „Ég myndi segja að það tikki í næstum öll mín box.“ Þegar hann er að leita sér að fínni fötum þá fer hann í Húrra Reykjavík. „Ég dýrka strákana þar niður frá, alltaf með svör við vandamálum manns og halda manni mjög ferskum. Þeir hafa nokkurn veginn mótað hinn íslenska karlkyns fatastíl síðustu ár en halda í mikil gæði og frábæra þjónustu.“Þægindin í fyrirrúmi Það fer mikið eftir dögum hverju Ari klæðist dagsdaglega. „Oftast er ég mjög þægilegur, þá er ég að tala um til dæmis hettupeysu, þægilegar buxur, þykka sokka og jafnvel derhúfu. Ég hef verið gripinn með derhúfu í snjókomu. Fyrir mér eru árstíðir hugarfar.“ Hann er ekki að fylgjast með neinum sérstökum og hann á sér enga eina tískufyrirmynd, en áhrifin og innblásturinn koma frá fólkinu í kringum hann. „Ég er svo heppinn að eiga mikið af bæði tónlistarvinum og íþróttavinum sem eru með geggjaðan stíl og þeir búa til einhvern stóran áhrifavald á mig sem spilar inn í þegar ég er að velja mér föt.“
Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Lífið Fleiri fréttir Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sjá meira