Rusl úr breskum geimflaugum, sem rigna mun inn í íslenska og færeyska lögsögu á næstu árum, er til skoðunar innan tveggja ráðuneyta. Það er utanríkis- og umhverfisráðuneytisins. Eins og fram kom í mánuðinum hefur skotpallur verið reistur í norðurhluta Skotlands og geimflaugabútarnir verða mun stærri en áður var talið.
„Sérfræðingar okkar eru að skoða málið núna og óvíst hvenær þeirri vinnu lýkur,“ segir Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi umhverfisráðuneytisins. En samkvæmt landhelgislögum ber að forðast allt sem getur mengað eða spillt hafinu. Þá verður einnig að líta til öryggismála skipa í þessu samhengi.
Erlent