Íslenski boltinn

Breiðablik átti 22 marktilraunir gegn Grindavík en aðeins tvær fóru á markið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Áhyggjufullur Ágúst Gylfason.
Áhyggjufullur Ágúst Gylfason. vísir/daníel
Breiðablik og Grindavík gerðu markalaust jafntefli í þrettándu umferð Pepsi Max-deildar karla á mánudagskvöldið en það kom ekki mörgum á óvart að leikurinn hafi endað með jafntefli og hvað þá markalausu.

Þetta var áttunda jafntefli Grindavíkur í sumar og fimmta 0-0 jafnteflið þeirra en einungis 18 mörk hafa litið dagsins ljós í leikjum Grindavíkur. Til samanburðar hafa 40 mörk komið í leikjum Víkings sem er sæti neðar.

Breiðablik var mun meira með boltann í leiknum og átti fleiri skot á markið en allt þetta kemur fram í tölfræði frá veitunni InStat sem gefur út tölfræðiskýrslu eftir hvern einasta leik í Pepsi Max-deildinni.

Kópavogsliðið átti 22 marktilraunir að marki Grindavíkur en athygli vekur að einungis tvö af þeim rötuðu á markið. Grindavík átti átta skot en ekkert þeirra rataði á markið. Því fóru einungis tvö skot á markið í öllum leiknum.

Ef litið er til þess hve mikið liðin voru með boltann sést hvaða lið hafði yfirhöndina í leiknum. Breiðablik var 69% með boltann í fyrri hálfleik og 64% í seinni, samanlagt 66%. Það dugði þó ekki til.

Ekkert mark var skorað í leiknum og Breiðablik er áfram í öðru sætinu, sjö stigum á eftir KR. Grindavík er í níunda sætinu, stigi fyrir ofan KA sem er í fallsæti.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×