Ósáttir við fyrirhugaða hjólabraut á friðsælu svæði Birgir Olgeirsson skrifar 23. júlí 2019 16:33 Frá svæðinu þar sem hjólabrautin verður. Vísir/Vilhelm Íbúar við Sörlaskjól í Vesturbæ Reykjavíkur hafa viðrað áhyggjur sínar af fyrirhugaðri hjólabraut sem á að reisa vestan megin við sparkvöll við strandlengjuna. Einnig eru framkvæmdirnar austan megin við sparkvöllinn þar sem reisa á hreysti- og klifurgrind sem kosin var af íbúum í íbúalýðræðisverkefninu Hverfið mitt. Miklar umræður hafa skapast um þessar framkvæmdir í Facebook-hópnum Vesturbærinn þar sem margir eru þeirrar skoðunar að verið sé að spilla friðsælu svæði, þar sem fólk fer til að slaka á og njóta útsýnisins, með þessum raski. Sérstaklega hefur verið gagnrýnt að hugmyndin um umrædda hjólabraut var sett fram í Hverfinu mínu en samkvæmt þeirri tillögu átti staðsetning hennar að vera við Grandaskóla. Í svari frá upplýsingafulltrúa Reykjavíkurborgar kemur fram að staðsetningunni við Grandaskóla var hafnað af skólastjórnendum á vinnslustigi. Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segir að það hafi verið mat borgaryfirvalda að hreysti- og klifurtækið myndi ekki raska ró meira en sparkvöllurinn gerir nú þegar. Hjólabrautin sé þó annað mál en hún gæti valdið meiri látum en bæði hreystitækið og sparkvöllurinn. Jón Halldór bendir þó á að viðkomandi hjólabraut leggist einfaldlega á grasið og verður lítið mál að fjarlægja hana ef hún veldur íbúum of miklum ónæði, það eigi einnig við um hreystitækið. Hjólabrautin verður átta metra minnst frá akvegi og tæpur metri þar sem hún rís hæst. Þá hafa margir gagnrýnt að þessar framkvæmdir hafi ekki farið í grenndarkynningu en Jón Halldór bendir á að viðkomandi svæði tilheyri landi borgarinnar og því fara þær ekki í formlega grenndarkynningu. Jafnframt hafa íbúar nefnt að viðkomandi svæði sé verndarsvæði en Jón Halldór sagðist ekki hafa upplýsingar um það og benti á að túnið sé í raun lagnasvæði. Sá sem átti tillöguna um hjólabrautina er Alexander Kárason en hann á fyrirtækið Lexgames ehf. sem bauð í uppsetningu brautarinnar við Sörlaskjól. Hann átti þó ekki lægsta tilboðið heldur var það Jóhann Helgi & Co. ehf. að sögn Jóns Halldórs. Hjólreiðar Reykjavík Skipulag Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Íbúar við Sörlaskjól í Vesturbæ Reykjavíkur hafa viðrað áhyggjur sínar af fyrirhugaðri hjólabraut sem á að reisa vestan megin við sparkvöll við strandlengjuna. Einnig eru framkvæmdirnar austan megin við sparkvöllinn þar sem reisa á hreysti- og klifurgrind sem kosin var af íbúum í íbúalýðræðisverkefninu Hverfið mitt. Miklar umræður hafa skapast um þessar framkvæmdir í Facebook-hópnum Vesturbærinn þar sem margir eru þeirrar skoðunar að verið sé að spilla friðsælu svæði, þar sem fólk fer til að slaka á og njóta útsýnisins, með þessum raski. Sérstaklega hefur verið gagnrýnt að hugmyndin um umrædda hjólabraut var sett fram í Hverfinu mínu en samkvæmt þeirri tillögu átti staðsetning hennar að vera við Grandaskóla. Í svari frá upplýsingafulltrúa Reykjavíkurborgar kemur fram að staðsetningunni við Grandaskóla var hafnað af skólastjórnendum á vinnslustigi. Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segir að það hafi verið mat borgaryfirvalda að hreysti- og klifurtækið myndi ekki raska ró meira en sparkvöllurinn gerir nú þegar. Hjólabrautin sé þó annað mál en hún gæti valdið meiri látum en bæði hreystitækið og sparkvöllurinn. Jón Halldór bendir þó á að viðkomandi hjólabraut leggist einfaldlega á grasið og verður lítið mál að fjarlægja hana ef hún veldur íbúum of miklum ónæði, það eigi einnig við um hreystitækið. Hjólabrautin verður átta metra minnst frá akvegi og tæpur metri þar sem hún rís hæst. Þá hafa margir gagnrýnt að þessar framkvæmdir hafi ekki farið í grenndarkynningu en Jón Halldór bendir á að viðkomandi svæði tilheyri landi borgarinnar og því fara þær ekki í formlega grenndarkynningu. Jafnframt hafa íbúar nefnt að viðkomandi svæði sé verndarsvæði en Jón Halldór sagðist ekki hafa upplýsingar um það og benti á að túnið sé í raun lagnasvæði. Sá sem átti tillöguna um hjólabrautina er Alexander Kárason en hann á fyrirtækið Lexgames ehf. sem bauð í uppsetningu brautarinnar við Sörlaskjól. Hann átti þó ekki lægsta tilboðið heldur var það Jóhann Helgi & Co. ehf. að sögn Jóns Halldórs.
Hjólreiðar Reykjavík Skipulag Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent