Skólinn okkar Sævar Reykjalín skrifar 23. júlí 2019 12:59 Síðan mitt fyrsta barn var skráð í leikskóla hef ég tekið þátt í starfi foreldrafélaga. Hvort sem það er leikskóli, grunnskóli eða hjá íþróttafélaginu þá hefur það verið auðsótt mál að taka þátt. Það er samt eitt sem hefur einkennt starf mitt fyrir foreldrafélög skólanna og það er að á 2 ára fresti koma tillögur frá misvitrum stjórnmálamönnum um að stokka þurfi upp skólastarfi í mínu hverfi. Núna síðast var ekki bara skólinn í mínu hverfi undir, heldur allt skólastarf í norðanverðum Grafarvogi. Þessi endalausa barátta hefur tekið sinn toll enda ætti það ekki að vera aðal viðfangsefni neins íbúa í Reykjavík að tryggja að aðalskipulag hverfisins haldi, að þjónusta við börn sé ekki skert og að búið sé að öryggi og námi barna eins og þau eiga skilið. Stjórnmálamenn tala um það í hvert skipti sem þeir reyna að vega að námi barna minna að það sé gert til að gera námið betra, tryggja „umhverfisvænan skólaasktur“ og að stofna „Nýsköpunarskóla“; allt hugtök sem stjórnmálamenn kasta fram í von um að einfaldir kjósendur líti á sem framfaraskref. Umhverfisvænn skólaakstur er þannig útfærður að leggja á niður skólaakstur í hverfinu. Umhverfisvænna verður það varla! Nýsköpunarskóli gengur út á að fjölga börnum á hvern kennara, láta þau labba lengri vegalengdir í skólann, fækka fermetrum fyrir námið, setja krakka í skúra fyrir utan skólabyggingu og að þrengja enn meir að, jafnvel úthýsa, frístundastarfi. Fyrr í ár söfnuðust á annað þúsund undirskriftir gegn þessum tillögum þannig að ég geti sagt fyrir hönd foreldra í norðanverðum Grafarvogi að við afþökkum pent þessa framtíðarsýn núverandi meirihluta. Nú keppast menn við að reyna að loka einum skóla og þar er öllum brögðum beitt og nú síðast voru lög nr 91/2008 brotin til að hindra eðliega umfjöllun skólaráðs og á því ætlar enginn að taka ábyrgð. Ef lagður væri sami metnaður og orka í að gera skólastarfið í Grafarvogi betra í stað þess að reyna valda stórtjóni þá væri hægt að gera ótrúlega hluti, hægt að vera fyrirmynd annarra sveitafélaga, jafnvel annarra landa. En það þarf að spara, þetta má ekki kosta neitt. Það hefur komið í ljós að viðhald skóla í Reykjavík hefur verið stórkostlega vanrækt og að það mun kosta hundruð milljóna í framkvæmdir á næstu árum. Reykjavíkurborg á í mestum vandræðum með að klára að byggja skólann í Úlfarsárdal og er þeim framkvæmdum sífellt að seinka. Og að lokum þá þarf að byggja nýjan skóla í hverfi formanns skóla- og frístundaráðs en þar á að rísa grunnskóli sem verður minni og fámennari en sá sem þeir vilja nú loka vegna smæðar. Allt kostar þetta peninga, peninga sem taka á frá útsvarsgreiðendum og börnum í Grafarvogi.Höfundur er Reykvíkingur og þriggja barna faðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Sævar Reykjalín Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Síðan mitt fyrsta barn var skráð í leikskóla hef ég tekið þátt í starfi foreldrafélaga. Hvort sem það er leikskóli, grunnskóli eða hjá íþróttafélaginu þá hefur það verið auðsótt mál að taka þátt. Það er samt eitt sem hefur einkennt starf mitt fyrir foreldrafélög skólanna og það er að á 2 ára fresti koma tillögur frá misvitrum stjórnmálamönnum um að stokka þurfi upp skólastarfi í mínu hverfi. Núna síðast var ekki bara skólinn í mínu hverfi undir, heldur allt skólastarf í norðanverðum Grafarvogi. Þessi endalausa barátta hefur tekið sinn toll enda ætti það ekki að vera aðal viðfangsefni neins íbúa í Reykjavík að tryggja að aðalskipulag hverfisins haldi, að þjónusta við börn sé ekki skert og að búið sé að öryggi og námi barna eins og þau eiga skilið. Stjórnmálamenn tala um það í hvert skipti sem þeir reyna að vega að námi barna minna að það sé gert til að gera námið betra, tryggja „umhverfisvænan skólaasktur“ og að stofna „Nýsköpunarskóla“; allt hugtök sem stjórnmálamenn kasta fram í von um að einfaldir kjósendur líti á sem framfaraskref. Umhverfisvænn skólaakstur er þannig útfærður að leggja á niður skólaakstur í hverfinu. Umhverfisvænna verður það varla! Nýsköpunarskóli gengur út á að fjölga börnum á hvern kennara, láta þau labba lengri vegalengdir í skólann, fækka fermetrum fyrir námið, setja krakka í skúra fyrir utan skólabyggingu og að þrengja enn meir að, jafnvel úthýsa, frístundastarfi. Fyrr í ár söfnuðust á annað þúsund undirskriftir gegn þessum tillögum þannig að ég geti sagt fyrir hönd foreldra í norðanverðum Grafarvogi að við afþökkum pent þessa framtíðarsýn núverandi meirihluta. Nú keppast menn við að reyna að loka einum skóla og þar er öllum brögðum beitt og nú síðast voru lög nr 91/2008 brotin til að hindra eðliega umfjöllun skólaráðs og á því ætlar enginn að taka ábyrgð. Ef lagður væri sami metnaður og orka í að gera skólastarfið í Grafarvogi betra í stað þess að reyna valda stórtjóni þá væri hægt að gera ótrúlega hluti, hægt að vera fyrirmynd annarra sveitafélaga, jafnvel annarra landa. En það þarf að spara, þetta má ekki kosta neitt. Það hefur komið í ljós að viðhald skóla í Reykjavík hefur verið stórkostlega vanrækt og að það mun kosta hundruð milljóna í framkvæmdir á næstu árum. Reykjavíkurborg á í mestum vandræðum með að klára að byggja skólann í Úlfarsárdal og er þeim framkvæmdum sífellt að seinka. Og að lokum þá þarf að byggja nýjan skóla í hverfi formanns skóla- og frístundaráðs en þar á að rísa grunnskóli sem verður minni og fámennari en sá sem þeir vilja nú loka vegna smæðar. Allt kostar þetta peninga, peninga sem taka á frá útsvarsgreiðendum og börnum í Grafarvogi.Höfundur er Reykvíkingur og þriggja barna faðir.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun