Boxari sem kyssti fréttakonu látinn sitja námskeið um kynferðislega áreitni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. júlí 2019 23:24 Jenny Ravolo ásamt Kubrat Pulev í viðtalinu sem um ræðir. skjáskot/Youtube Boxari sem kyssti íþróttafréttakonu í lok viðtals eftir bardaga í mars á þessu ári án samþykkis hennar hefur nú setið námskeið um kynferðislega áreitni og mun fá að hefja keppnir á ný. Kubrat Pulev, sem er 37 ára gamall, var settur í bann eftir að hann tók utan um andlitið á íþróttafréttakonunni Jenny Ravalo og kyssti hana á munninn. Hann er einnig sagður hafa gripið um rass hennar í partýi. Íþróttanefnd Kaliforníu fylkis kaus um það hvort Pulev fengi að sækja aftur um keppnisréttindi, sem var samþykkt einróma. Pulev bað Ravolo afsökunar áður en kosið var um málið og sagði kossinn hafa verið tilfinningaþrungin viðbrögð við sigri hans á Bogdan Dinu, frekar en kynferðislegar umleitanir. Ravolo svaraði þeirri staðhæfingu hins vegar þannig að hún hafi orðið fyrir miklu einelti á netinu eftir að hafa ákveðið að tjá sig um málið og hafi einnig verið rægð af umboðsmanni Pulev, Bob Arum.Bað um að kossinn yrði klipptur úr viðtalinu Hún hélt því fram að Arum „kæri sig lítið um kynferðisáreiti“ og benti á að hann hafi nýlega sagt að hann tryði ekki að „ það að 193 cm hár og 113 kg. þungur boxari gripi um andlitið á 157 cm hás fréttamanns og kyssti hana án samþykkis með blóðugum munni væri kynferðisleg áreitni.“ „Ég væri til í að vita hvort honum þætti það kynferðisleg áreitni ef stór, blóðugur maður gerði það sama við hann án samþykkis,“ sagði Ravolo. Hún sagði einnig við að búlgarski boxarinn hafi gripið um rass hennar og „kreist með báðum höndum“ í eftir partýi seinna um kvöldið. Hún segir Pulev hafa látið eins og ekkert hafi gerst og hafi meira að segja beðið hana um að klippa kossinn úr viðtalinu. „Ég fjarlægði hann ekki og birti hann í staðin vegna þess að ég vildi að fólk sæi hvað hann hafi gert við mig,“ bætti hún við. Ravolo, sem vinnur fyrir Vegas Sports Daily, kærði atvikið og hefur lögmaður hennar kallað eftir því að Pulev og Arum verði refsað. Íþróttanefndin svaraði því og sagði að Arum hafi einnig farið á námskeiðið og virtist hafa lært eitt og annað. Pulev hefur samþykkt að taka þátt í auglýsingaherferð á myndbandsformi gegn kynferðislegri áreitni sem nefndin er nú að íhuga. Hann sagði það mikilvægt að fólk væri meðvitað um að svona hegðun væri ekki í lagi „vegna þess að margir, eins og ég, vita það ekki.“ Boxarinn mun einnig greiða 312 þúsund krónur í skaðabætur. Bandaríkin Box Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Boxari kyssti fréttakonu í lok viðtals í Vegas: „Vandræðalegt og furðulegt“ Búlgarski þungavigtarboxarinn Kubrat Pulev þótt sína mjög óviðeigandi framkomu í sjónvarpsviðtali eftir síðasta bardaga sinn þar sem hann vann góðan sigur í Las Vegas. 26. mars 2019 09:30 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Boxari sem kyssti íþróttafréttakonu í lok viðtals eftir bardaga í mars á þessu ári án samþykkis hennar hefur nú setið námskeið um kynferðislega áreitni og mun fá að hefja keppnir á ný. Kubrat Pulev, sem er 37 ára gamall, var settur í bann eftir að hann tók utan um andlitið á íþróttafréttakonunni Jenny Ravalo og kyssti hana á munninn. Hann er einnig sagður hafa gripið um rass hennar í partýi. Íþróttanefnd Kaliforníu fylkis kaus um það hvort Pulev fengi að sækja aftur um keppnisréttindi, sem var samþykkt einróma. Pulev bað Ravolo afsökunar áður en kosið var um málið og sagði kossinn hafa verið tilfinningaþrungin viðbrögð við sigri hans á Bogdan Dinu, frekar en kynferðislegar umleitanir. Ravolo svaraði þeirri staðhæfingu hins vegar þannig að hún hafi orðið fyrir miklu einelti á netinu eftir að hafa ákveðið að tjá sig um málið og hafi einnig verið rægð af umboðsmanni Pulev, Bob Arum.Bað um að kossinn yrði klipptur úr viðtalinu Hún hélt því fram að Arum „kæri sig lítið um kynferðisáreiti“ og benti á að hann hafi nýlega sagt að hann tryði ekki að „ það að 193 cm hár og 113 kg. þungur boxari gripi um andlitið á 157 cm hás fréttamanns og kyssti hana án samþykkis með blóðugum munni væri kynferðisleg áreitni.“ „Ég væri til í að vita hvort honum þætti það kynferðisleg áreitni ef stór, blóðugur maður gerði það sama við hann án samþykkis,“ sagði Ravolo. Hún sagði einnig við að búlgarski boxarinn hafi gripið um rass hennar og „kreist með báðum höndum“ í eftir partýi seinna um kvöldið. Hún segir Pulev hafa látið eins og ekkert hafi gerst og hafi meira að segja beðið hana um að klippa kossinn úr viðtalinu. „Ég fjarlægði hann ekki og birti hann í staðin vegna þess að ég vildi að fólk sæi hvað hann hafi gert við mig,“ bætti hún við. Ravolo, sem vinnur fyrir Vegas Sports Daily, kærði atvikið og hefur lögmaður hennar kallað eftir því að Pulev og Arum verði refsað. Íþróttanefndin svaraði því og sagði að Arum hafi einnig farið á námskeiðið og virtist hafa lært eitt og annað. Pulev hefur samþykkt að taka þátt í auglýsingaherferð á myndbandsformi gegn kynferðislegri áreitni sem nefndin er nú að íhuga. Hann sagði það mikilvægt að fólk væri meðvitað um að svona hegðun væri ekki í lagi „vegna þess að margir, eins og ég, vita það ekki.“ Boxarinn mun einnig greiða 312 þúsund krónur í skaðabætur.
Bandaríkin Box Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Boxari kyssti fréttakonu í lok viðtals í Vegas: „Vandræðalegt og furðulegt“ Búlgarski þungavigtarboxarinn Kubrat Pulev þótt sína mjög óviðeigandi framkomu í sjónvarpsviðtali eftir síðasta bardaga sinn þar sem hann vann góðan sigur í Las Vegas. 26. mars 2019 09:30 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Boxari kyssti fréttakonu í lok viðtals í Vegas: „Vandræðalegt og furðulegt“ Búlgarski þungavigtarboxarinn Kubrat Pulev þótt sína mjög óviðeigandi framkomu í sjónvarpsviðtali eftir síðasta bardaga sinn þar sem hann vann góðan sigur í Las Vegas. 26. mars 2019 09:30