Árið 2016 upplýsti Thorne um að hún væri tvíkynhneigð, en segist nú hafa áttað sig á því að sú skilgreining næði ekki utan um kynhneigð sína.
„Ég er reyndar pankynheigð, og ég vissi það ekki. Nú er búið að útskýra fyrir mér hvað það er.“
Í stuttu máli lýsir pankynhneigð sér þannig að einstaklingur laðast að persónuleika fólks frekar heldur en útliti þeirra eða kyneinkennum.
„Þú ert hrifin af fólki. Þú fílar það sem þú fílar. Það þarf ekki að vera stelpa eða strákur eða hann eða hún eða hán eða hitt eða þetta. Þú ert bara hrifin af persónuleika, hrifin af fólki,“ sagði Thorne meðal annars í viðtalinu.
Viðtalið við leikkonuna má sjá hér að neðan.