Hilmar Árni sá til þess að KR-liðið hans Lúkasar Kostic á enn metið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2019 15:30 Luka Kostic, til hægri, þegar hann þjálfaði hjá KSÍ. Mynd/E. Stefán KR-ingar voru ótrúlega nálægt því að vinna níunda deildarleikinn í röð í Pepsi Max deild karla í fótbolta í gærkvöldi en urðu á endanum að sætt sig við 2-2 jafntefli á móti Stjörnunni. Stjörnumaðurinn Hilmar Árni Halldórsson skoraði jöfnunarmarkið með skalla eftir langt innkast Jóhanns Laxdal á þriðju mínútu í uppbótatíma. KR lenti undir í leiknum en snéri leiknum við með mörkum á 57. og 80. mínútu leiksins. Það fyrra bjuggu varamenn liðsins til en Björgvin Stefánsson skoraði þá eftir stoðsendingu frá Ægi Jarli Jónassyni. KR-liðið hefði með sigri í gærkvöldi átt eitt félagsmetið yfir lengsta sigurgöngu í nútíma deildarkeppni í efstu deild. Það mun aftur á móti deila metinu. KR hafði einnig unnið átta deildarleiki í röð fyrir 23 árum síðar eða undir stjórn Lúkasar Kostic sumarið 1996. KR háði mikið einvígi við Skagamenn um Íslandsmeistaratitilinn það sumar en varð á endanum að sætta sig við silfur eftir 4-1 tap í hreinum úrslitaleik upp á Akranesi í lokaumferðinni. KR vann átta leiki í röð í fyrri umferðinni sumarið 1996 en áttundi sigurinn í röð kom í toppslag á móti ÍA á KR-vellinum. Ríkharður Daðason skoraði eina mark leiksins. Guðmundur Benediktsson fór mikinn í þessari sigurgöngu KR í fyrri umferðinni 1996 og var með 7 mörk og 5 stoðsendingar í þessum átta sigurleikjum í röð. Ríkharður Daðason var einnig með sjö mörk og framherjaparið var því með fjórtán mörk saman í þessum átta leikjum. Út á vinstri vængnum var síðan Einar Þór Daníelsson með sex mörk og fjórar stoðsendingar í þessum átta leikjum. Það var því engin smá ógn í þessum þremur leikmönnum fyrstu mánuði 1996 tímabilsins. Guðmundur meiddist á hné í þessum áttunda sigurleik KR í röð. Hann missti mikið úr og KR-liðið sá á endanum eftir Íslandsmeistaratitlinum til Skagamanna. Óskar Örn Hauksson var atkvæðamestur í sigurgöngu KR-liðsins í sumar en í þessum átta leikjum var hann með fjögur mörk og tvær stoðsendingar. TobiasBendixThomsen var með þrjú mörk og tvær stoðsendingar alveg eins og Pálmi Rafn Pálmason.Lengstu sigurgöngur KR á einu tímabili í deildinni í nútíma fótbolta (1977-2019): 8 - 1996 (Lúkas Kostic þjálfaði liðið) 8 - 2019 (Rúnar Kristinsson) 7 - 1998 (Atli Eðvaldsson) 7 - 1999 (Atli Eðvaldsson) 7 - 2013 (Rúnar Kristinsson) 6 - 2009 (Logi Ólafsson) 6 - 2010 (Rúnar Kristinsson)Sigurganga KR sumarið 1996 2-1 sigur á Leiftri 27. maí 3-0 sigur á Val 8. júní 5-2 sigur á Breiðabliki 12. júní 2-0 sigur á Fylki 24. júní 4-0 sigur á Grindavík 27. júní 4-0 sigur á ÍBV 7. júlí 4-1 sigur á Stjörnunni 11. júlí 1-0 sigur á ÍA 22. júlíEndaði: 1-1 jafntefli við Keflavík 25. júlíSamantekt: 25 mörk skoruð 4 mörk fengin á sig +21 í markatölu 2 eins marks sigrar 5 stærri sigrar (3 mörk eða meira) 4 heimasigrar - 4 útisigrarSigurganga KR sumarið 2019 3-2 sigur á HK 20. maí 1-0 sigur á Víkingi 25. maí 1-0 sigur á KA 2. júní 3-1 sigur á ÍA 15. júní 3-2 sigur á Val 19. júní 2-1 sigur á FH 23. júní 2-0 sigur á Breiðabliki 1. júlí 2-1 sigur á ÍBV 6. júlíEndaði 2-2 jafntefli við Stjörnuna 21. júlíSamantekt: 17 mörk skoruð 7 mörk fengin á sig +10 í markatölu 6 eins marks sigrar 0 stærri sigrar (3 mörk eða meira) 4 heimasigrar -4 útisigrar Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Sjá meira
KR-ingar voru ótrúlega nálægt því að vinna níunda deildarleikinn í röð í Pepsi Max deild karla í fótbolta í gærkvöldi en urðu á endanum að sætt sig við 2-2 jafntefli á móti Stjörnunni. Stjörnumaðurinn Hilmar Árni Halldórsson skoraði jöfnunarmarkið með skalla eftir langt innkast Jóhanns Laxdal á þriðju mínútu í uppbótatíma. KR lenti undir í leiknum en snéri leiknum við með mörkum á 57. og 80. mínútu leiksins. Það fyrra bjuggu varamenn liðsins til en Björgvin Stefánsson skoraði þá eftir stoðsendingu frá Ægi Jarli Jónassyni. KR-liðið hefði með sigri í gærkvöldi átt eitt félagsmetið yfir lengsta sigurgöngu í nútíma deildarkeppni í efstu deild. Það mun aftur á móti deila metinu. KR hafði einnig unnið átta deildarleiki í röð fyrir 23 árum síðar eða undir stjórn Lúkasar Kostic sumarið 1996. KR háði mikið einvígi við Skagamenn um Íslandsmeistaratitilinn það sumar en varð á endanum að sætta sig við silfur eftir 4-1 tap í hreinum úrslitaleik upp á Akranesi í lokaumferðinni. KR vann átta leiki í röð í fyrri umferðinni sumarið 1996 en áttundi sigurinn í röð kom í toppslag á móti ÍA á KR-vellinum. Ríkharður Daðason skoraði eina mark leiksins. Guðmundur Benediktsson fór mikinn í þessari sigurgöngu KR í fyrri umferðinni 1996 og var með 7 mörk og 5 stoðsendingar í þessum átta sigurleikjum í röð. Ríkharður Daðason var einnig með sjö mörk og framherjaparið var því með fjórtán mörk saman í þessum átta leikjum. Út á vinstri vængnum var síðan Einar Þór Daníelsson með sex mörk og fjórar stoðsendingar í þessum átta leikjum. Það var því engin smá ógn í þessum þremur leikmönnum fyrstu mánuði 1996 tímabilsins. Guðmundur meiddist á hné í þessum áttunda sigurleik KR í röð. Hann missti mikið úr og KR-liðið sá á endanum eftir Íslandsmeistaratitlinum til Skagamanna. Óskar Örn Hauksson var atkvæðamestur í sigurgöngu KR-liðsins í sumar en í þessum átta leikjum var hann með fjögur mörk og tvær stoðsendingar. TobiasBendixThomsen var með þrjú mörk og tvær stoðsendingar alveg eins og Pálmi Rafn Pálmason.Lengstu sigurgöngur KR á einu tímabili í deildinni í nútíma fótbolta (1977-2019): 8 - 1996 (Lúkas Kostic þjálfaði liðið) 8 - 2019 (Rúnar Kristinsson) 7 - 1998 (Atli Eðvaldsson) 7 - 1999 (Atli Eðvaldsson) 7 - 2013 (Rúnar Kristinsson) 6 - 2009 (Logi Ólafsson) 6 - 2010 (Rúnar Kristinsson)Sigurganga KR sumarið 1996 2-1 sigur á Leiftri 27. maí 3-0 sigur á Val 8. júní 5-2 sigur á Breiðabliki 12. júní 2-0 sigur á Fylki 24. júní 4-0 sigur á Grindavík 27. júní 4-0 sigur á ÍBV 7. júlí 4-1 sigur á Stjörnunni 11. júlí 1-0 sigur á ÍA 22. júlíEndaði: 1-1 jafntefli við Keflavík 25. júlíSamantekt: 25 mörk skoruð 4 mörk fengin á sig +21 í markatölu 2 eins marks sigrar 5 stærri sigrar (3 mörk eða meira) 4 heimasigrar - 4 útisigrarSigurganga KR sumarið 2019 3-2 sigur á HK 20. maí 1-0 sigur á Víkingi 25. maí 1-0 sigur á KA 2. júní 3-1 sigur á ÍA 15. júní 3-2 sigur á Val 19. júní 2-1 sigur á FH 23. júní 2-0 sigur á Breiðabliki 1. júlí 2-1 sigur á ÍBV 6. júlíEndaði 2-2 jafntefli við Stjörnuna 21. júlíSamantekt: 17 mörk skoruð 7 mörk fengin á sig +10 í markatölu 6 eins marks sigrar 0 stærri sigrar (3 mörk eða meira) 4 heimasigrar -4 útisigrar
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Sjá meira