Jóhannes Karl: KR-ingar töluvert betri en flest önnur lið á landinu Arnar Geir Halldórsson skrifar 21. júlí 2019 19:38 Jóhannes Karl Guðjónsson vísir/daníel þór „Leikurinn þróaðist þannig að ég var virkilega ósáttur að komast ekki í 2-0. Við fengum tækifæri til þess og mér fannst við vera með leikinn í góðri stöðu. Við fáum líka færi í byrjun seinni hálfleiks til að komast í 2-0 en í staðinn nær KA að jafna og fá aukinn kraft við það. Við urðum of passífir og þegar upp er staðið er jafntefli sanngjörn niðurstaða.“ Þetta sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir 1-1 jafntefli við KA á Akureyri í dag. Almarr Ormarsson skoraði jöfnunarmark KA og kom það sem þruma úr heiðskíru lofti. Jóhannes Karl var ósáttur með varnarleikinn í aðdraganda marksins. „Við viljum vera þéttir á þessu svæði. Þetta var í hjarta varnarinnar og í gegnum hjartað á liðinu. Það var allt of auðveld og greið leið í gegnum liðið okkar. Auðvelt skot á markið en þetta er auðvitað vel gert hjá Almarri. Alls ekki nógu öflug varnarvinna hjá okkur og það var virkilega svekkjandi,“ segir Jóhannes Karl. ,,Óþolandi yfirburðir KR"Þetta var þriðja jafntefli Skagamanna í síðustu fjórum leikjum en það pirrar þjálfara þeirra ekki ýkja mikið. „Nei í raun og veru ekki. Þetta er mjög erfið deild. Við ætlum okkur alltaf að vinna leiki en við verðum líka að virða það að við séum að ná í þessi stig. Þegar við erum ekki að spila nægilega vel verðum við stundum að sætta okkur við jafntefli. Ég hef trú á að við getum bætt spilamennskuna og þá verða jafnteflin að sigrum,“ segir Jóhannes Karl. Skagamenn í þriðja sæti deildarinnar, sjö stigum á eftir toppliði KR. Er möguleiki að veita þeim baráttu um Íslandsmeistaratitilinn? „Eins óþolandi og það er þá eru KR-ingarnir bara með það mikla yfirburði í deildinni. Þeir eru með svakalega öflugan mannskap og eru að bæta enn meira í. Þeir virðast vera komnir langleiðina með að sigla þessu heim. KR-ingarnir eru töluvert betri en flest önnur lið í landinu en við viljum vera eins nálægt þeim og mögulegt er,“ sagði Jóhannes Karl að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KA 1-1 ÍA │Stál í stál á Akureyri Skagamenn sóttu eitt stig norður til Akureyrar í Pepsi-Max deild karla í dag. 21. júlí 2019 20:30 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Leik lokið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu sigur í Fjarðabyggðarhöllina „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Sjá meira
„Leikurinn þróaðist þannig að ég var virkilega ósáttur að komast ekki í 2-0. Við fengum tækifæri til þess og mér fannst við vera með leikinn í góðri stöðu. Við fáum líka færi í byrjun seinni hálfleiks til að komast í 2-0 en í staðinn nær KA að jafna og fá aukinn kraft við það. Við urðum of passífir og þegar upp er staðið er jafntefli sanngjörn niðurstaða.“ Þetta sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir 1-1 jafntefli við KA á Akureyri í dag. Almarr Ormarsson skoraði jöfnunarmark KA og kom það sem þruma úr heiðskíru lofti. Jóhannes Karl var ósáttur með varnarleikinn í aðdraganda marksins. „Við viljum vera þéttir á þessu svæði. Þetta var í hjarta varnarinnar og í gegnum hjartað á liðinu. Það var allt of auðveld og greið leið í gegnum liðið okkar. Auðvelt skot á markið en þetta er auðvitað vel gert hjá Almarri. Alls ekki nógu öflug varnarvinna hjá okkur og það var virkilega svekkjandi,“ segir Jóhannes Karl. ,,Óþolandi yfirburðir KR"Þetta var þriðja jafntefli Skagamanna í síðustu fjórum leikjum en það pirrar þjálfara þeirra ekki ýkja mikið. „Nei í raun og veru ekki. Þetta er mjög erfið deild. Við ætlum okkur alltaf að vinna leiki en við verðum líka að virða það að við séum að ná í þessi stig. Þegar við erum ekki að spila nægilega vel verðum við stundum að sætta okkur við jafntefli. Ég hef trú á að við getum bætt spilamennskuna og þá verða jafnteflin að sigrum,“ segir Jóhannes Karl. Skagamenn í þriðja sæti deildarinnar, sjö stigum á eftir toppliði KR. Er möguleiki að veita þeim baráttu um Íslandsmeistaratitilinn? „Eins óþolandi og það er þá eru KR-ingarnir bara með það mikla yfirburði í deildinni. Þeir eru með svakalega öflugan mannskap og eru að bæta enn meira í. Þeir virðast vera komnir langleiðina með að sigla þessu heim. KR-ingarnir eru töluvert betri en flest önnur lið í landinu en við viljum vera eins nálægt þeim og mögulegt er,“ sagði Jóhannes Karl að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KA 1-1 ÍA │Stál í stál á Akureyri Skagamenn sóttu eitt stig norður til Akureyrar í Pepsi-Max deild karla í dag. 21. júlí 2019 20:30 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Leik lokið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu sigur í Fjarðabyggðarhöllina „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Sjá meira
Leik lokið: KA 1-1 ÍA │Stál í stál á Akureyri Skagamenn sóttu eitt stig norður til Akureyrar í Pepsi-Max deild karla í dag. 21. júlí 2019 20:30