Tvöfalt heljarstökk á torfærubíl | Myndband Bragi Þórðarson skrifar 21. júlí 2019 16:45 Tilþrif Hauks um helgina voru algjörlega mögnuð! Sveinn Haraldsson Haukur Viðar Einarsson leiddi Íslandsmótið í sérútbúna flokknum fyrir Bílanaust torfæruna sem fram fór við rætur Akrafjalls í gær. Keppnin var sú fjórða af fimm í Íslandsmótinu í sumar. Haukur missti alla möguleika á sigri í þriðju braut er hann festi Hekluna strax á fyrsta hól. Á tímabili var hann dottinn niður í níunda sætið en að lokum endaði Haukur sjötti. Tilþrif hans í sjöttu og síðustu braut keppninnar fara sennilega í sögubækurnar. Þar stökk Haukur tvöfalda bakfallslykkju með hálfsnúning, lenti á hjólunum og keyrði í burtu heill á húfi. Aldrei í 54 ára sögu torfærunnar hefur neitt þessu líkt skeð. Raunar í öllu mótorsporti á Íslandi hefur engum tekist að fara meira en eitt heljarstökk afturábak og endað á hjólunum. Þór sigraði og leiðir nú Íslandsmótið Þór Þormar Pálsson var annar á eftir Hauki í Íslandsmótinu fyrir Bílanaust torfæruna. Eftir mikil átök í grifjunum við rætur Akrafjalls í gær stóð Þór uppi sem sigurvegari. Sigurinn var hans annar á árinu og þýðir að nú leiðir Akureyringurinn Íslandsmótið. Forskot hans á Hauk þegar aðeins ein keppni er eftir eru fjögur stig, sem þýðir að Þór dugar að enda annar á eftir Hauki í síðustu umferðinni. Úrslit voru frekar óvænt um helgina, í öðru sæti varð Skúli Kristjánsson á Simba og þriðji varð Aron Ingi Svansson á Stormi. Þetta var í fyrsta skiptið sem Skúli og Aron enda á verðlaunapalli í sérútbúna flokknum í Íslandsmótinu í torfæru. Þór Þormar í í kjörstöðu til að verja Íslandsmeistaratitilinn eftir sigurinn um helgina.Sveinn Haraldsson Hörkuslagur í götubílaflokki Í flokki götubíla voru fimm bílar skráðir til leiks. Steingrímur Bjarnason á Strumpnum leiddi Íslandsmótið nokkuð örugglega með sjö stiga forskot á Óskar Jónsson á Úlfinum eftir fyrstu þrjár umferðirnar. Steingrímur varð þó að sætta sig við fjórða sætið á laugardaginn en Óskar náði fyrsta sætinu. Ólafur Björnsson á Pjakknum endaði þó jafn Óskari að stigum í fyrsta sætinu. Óskar hafði betur í innbyrðist viðureignum þeirra og hirti því gullið. Óskar kom nýr inn í torfæruna í vor og hefur nú þegar unnið helming þeirra keppna sem hann hefur mætt í. Úrslit helgarinnar þýða að Steingrímur Bjarnason er nú einu stigi á eftir Óskari og verður slagurinn því harður þeirra á milli í lokaumferðinni. Fimmta og síðasta torfærukeppni ársins fer fram á Akureyri þann 17. ágúst. Steingrímur hefur ætíð staðið sig vel í grifjunum í Glerárdal og vann meðal annars aðra umferð Íslandsmótsins sem fór þar fram. Ríkjandi Íslandsmeistarinn í sérútbúna flokknum, Þór Þormar Pálsson, verður á heimavelli í lokaumferðinni og hefur hann verið algjörlega óstöðvandi í Akureyrartorfærunni síðustu ár. Haukur Viðar verður að vinna hann og stóla á að eitthver komi á milli hans og Þórs til að hrifsa titilinn af honum. Akstursíþróttir Íþróttir Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugir milljóna í skaðabætur Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Í beinni: Haukar - Valur | Hart tekist á í Hafnarfirði Bein útsending: Sviss - Ísland | Styttist í EM Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Sjá meira
Haukur Viðar Einarsson leiddi Íslandsmótið í sérútbúna flokknum fyrir Bílanaust torfæruna sem fram fór við rætur Akrafjalls í gær. Keppnin var sú fjórða af fimm í Íslandsmótinu í sumar. Haukur missti alla möguleika á sigri í þriðju braut er hann festi Hekluna strax á fyrsta hól. Á tímabili var hann dottinn niður í níunda sætið en að lokum endaði Haukur sjötti. Tilþrif hans í sjöttu og síðustu braut keppninnar fara sennilega í sögubækurnar. Þar stökk Haukur tvöfalda bakfallslykkju með hálfsnúning, lenti á hjólunum og keyrði í burtu heill á húfi. Aldrei í 54 ára sögu torfærunnar hefur neitt þessu líkt skeð. Raunar í öllu mótorsporti á Íslandi hefur engum tekist að fara meira en eitt heljarstökk afturábak og endað á hjólunum. Þór sigraði og leiðir nú Íslandsmótið Þór Þormar Pálsson var annar á eftir Hauki í Íslandsmótinu fyrir Bílanaust torfæruna. Eftir mikil átök í grifjunum við rætur Akrafjalls í gær stóð Þór uppi sem sigurvegari. Sigurinn var hans annar á árinu og þýðir að nú leiðir Akureyringurinn Íslandsmótið. Forskot hans á Hauk þegar aðeins ein keppni er eftir eru fjögur stig, sem þýðir að Þór dugar að enda annar á eftir Hauki í síðustu umferðinni. Úrslit voru frekar óvænt um helgina, í öðru sæti varð Skúli Kristjánsson á Simba og þriðji varð Aron Ingi Svansson á Stormi. Þetta var í fyrsta skiptið sem Skúli og Aron enda á verðlaunapalli í sérútbúna flokknum í Íslandsmótinu í torfæru. Þór Þormar í í kjörstöðu til að verja Íslandsmeistaratitilinn eftir sigurinn um helgina.Sveinn Haraldsson Hörkuslagur í götubílaflokki Í flokki götubíla voru fimm bílar skráðir til leiks. Steingrímur Bjarnason á Strumpnum leiddi Íslandsmótið nokkuð örugglega með sjö stiga forskot á Óskar Jónsson á Úlfinum eftir fyrstu þrjár umferðirnar. Steingrímur varð þó að sætta sig við fjórða sætið á laugardaginn en Óskar náði fyrsta sætinu. Ólafur Björnsson á Pjakknum endaði þó jafn Óskari að stigum í fyrsta sætinu. Óskar hafði betur í innbyrðist viðureignum þeirra og hirti því gullið. Óskar kom nýr inn í torfæruna í vor og hefur nú þegar unnið helming þeirra keppna sem hann hefur mætt í. Úrslit helgarinnar þýða að Steingrímur Bjarnason er nú einu stigi á eftir Óskari og verður slagurinn því harður þeirra á milli í lokaumferðinni. Fimmta og síðasta torfærukeppni ársins fer fram á Akureyri þann 17. ágúst. Steingrímur hefur ætíð staðið sig vel í grifjunum í Glerárdal og vann meðal annars aðra umferð Íslandsmótsins sem fór þar fram. Ríkjandi Íslandsmeistarinn í sérútbúna flokknum, Þór Þormar Pálsson, verður á heimavelli í lokaumferðinni og hefur hann verið algjörlega óstöðvandi í Akureyrartorfærunni síðustu ár. Haukur Viðar verður að vinna hann og stóla á að eitthver komi á milli hans og Þórs til að hrifsa titilinn af honum.
Akstursíþróttir Íþróttir Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugir milljóna í skaðabætur Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Í beinni: Haukar - Valur | Hart tekist á í Hafnarfirði Bein útsending: Sviss - Ísland | Styttist í EM Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Sjá meira