Íslenski boltinn

ÍA kaupir Sindra Snæ af ÍBV

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sindri Snær Magnússon.
Sindri Snær Magnússon. vísir/vilhelm
Sindri Snær Magnússon, fyrirliði ÍBV undanfarin ár, er genginn í raðir ÍA en Fótbolti.net greinir fyrst frá þessu í kvöld.

Sindri hefur leikið með Eyjaliðinu frá því árið 2016 og lyfti meðal annars einum titli er liðið varð bikarmeistari eftir sigur á FH sumarið 2017.

Nú hefur Sindri hins vegar ákveðið að söðla um eftir að Eyjamenn samþykktu tilboð í Sindra en þetta staðfestir Daníel Geir Moritz, formaður knattspyrnuráðs ÍBV, við Fótbolta.net.

„Við fengum tilboð í gær sem við höfnuðum. Í dag kom of gott tilboð til að hafna. Ljóst var að Sindri myndi nýta sér uppsagnarákvæði í haust og tókum við því tilboðinu," sagði Daníel Geir Moritz, formaður knattspyrnuráðs ÍBV, við Fótbolta.net.

Skagamenn eru í þriðja sæti Pepsi Max-deildarinnar og eru í baráttu um Evrópusæti en Eyjamenn sitja fastir við botninn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×