Sport

Sá fyrsti í sinni stöðu til að fá hundrað milljónir Bandaríkjadala

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michael Thomas er frábær leikmaður og stuðningsmenn New Orleans Saints eru líka sáttir með hann.
Michael Thomas er frábær leikmaður og stuðningsmenn New Orleans Saints eru líka sáttir með hann. Getty/Sean Gardner
NFL-leikmaðurinn Michael Thomas neitaði að mæta á æfingu á meðan það var ekki búið að ganga frá langtímasamningi við hann. Það borgaði sig því í dag gekk hann frá metsamningi við lið New Orleans Saints.

New Orleans Saints er tilbúið að borga þessum 26 ára gamla útherja hundrað milljónir Bandaríkjadala fyrir næstu fimm árin eða út 2024 tímabilið. Þetta eru meira en tólf milljarðar íslenskra króna.

Thomas er öruggur með 61 milljón dollara sama hvað gerist fyrir hann á þessum tíma. Það eru 7,4 milljarðar íslenskra króna öruggir inn á bankareikninginn.





Michael Thomas setur með þessu nýtt met í NFL-deildinni því aðeins leikstjórnendur liða hafa fengið svo svona stóra samninga. Thomas er því launahæsti útherji NFL-sögunnar.

Það er alveg skiljanlegt að New Orleans Saints sé reiðubúið að borga Michael Thomas góð laun en hann hefur verið á svokölluðum nýliðasamningi í þau þrjú tímabil sem hann hefur spilað með liðinu.

Thomas var því að fá allt of lág laun miðað við framlag sitt en hann hefur verið í hóp bestu útherja deildarinnar síðustu ár. Nú þarf hann ekki lengur að kvarta yfir launaseðli sínum.











NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×