Róttækari og hófsamari demókratar tókust á í kappræðum Kjartan Kjartansson skrifar 31. júlí 2019 11:07 Sanders (t.v.) og Warren (t.h.) vörðu róttækar hugmyndir sínar um opinbera heilbrigðisþjónustu í kappræðunum. AP/Paul Sancya Heilbrigðismál voru helsta bitbein miðjumanna og róttækari demókrata í öðrum sjónvarpskappræðum frambjóðenda í forvali flokksins fyrir bandarísku forsetakosningarnar í gærkvöldi. Róttækari frambjóðendur eins og Elizabeth Warren og Bernie Sanders vörðu þar hugmyndir sínar um opinbera heilbrigðisþjónustu fyrir alla landsmenn. Sanders og Warren hafa verið helstu talsmenn þess að útvíkka opinberu heilbrigðisþjónustuna Medicare til allra landsmanna sem hana vilja. Medicare veitir nú aðeins eldri borgurum og fötluðu yngra fólki sjúkratryggingu. Með áætlun þeirra væru einkasjúkratryggingar felldar niður og allir landsmenn yrðu tryggðir af hinu opinbera. Deildar skoðanir eru innan flokksins um ágæti þeirra hugmynda. Sumir óttast að stefnan sé of róttæk og eigi eftir að færa repúblikönum vopn í hendur sem geti sakað flokkinn um að boða sósíalisma. „Þau fara um og segja hálfu landinu að heilbrigðisþjónustan þeirra sé ólögleg,“ sagði miðjumaðurinn John Delaney, fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður Maryland, um hugmyndir róttækari frambjóðendanna.Pete Buttigieg sagði samherjunum sínum að hætta að fást um hvernig repúblikanar eigi eftir að ráðast á þá fyrir forsetakosningarnar.AP/Paul SancyaSegir andstæðinga sína hrædda við stórar hugmyndir „Ég skil ekki hvers vegna einhver hefur fyrir því að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna til þess eins að tala um fyrir hverju við getum ekki og ættum ekki að berjast,“ sagði Warren um varnaðarorð annarra frambjóðenda um að áhersla á róttæka uppstokkun heilbrigðiskerfisins geti kostað flokkinn atkvæði í forsetakosningunum. Sanders tók í sama streng. „Ég er orðinn svolítið þreyttur á demókrötum sem eru hræddir við stórar hugmyndir,“ sagði óháði öldungadeildarþingmaðurinn frá Vermont sem er ekki í Demókrataflokknum sjálfur. Pete Buttigieg, fyrrverandi borgarstjóri frá South Bend í Indiana og yngsti frambjóðandinn í forvalinu, hvatti flokkssystkini sín til að hætta að deila innbyrðis. Demókratar ættu að hætta að hafa áhyggjur af því hvað repúblikanar muni segja um þá. „Það er satt ef við tökum upp öfgavinstri stefnumál eiga þeir eftir að kalla okkur hóp klikkaðra sósíalista. Ef við tökum upp íhaldssömu stefnumál vitið þið hvað þeir eiga eftir að gera? Þeir eiga eftir að segja að við séum hópur klikkaðra sósíalista. Tökum því afstöðu með réttu stefnumálunum, förum út og verjum þau,“ sagði Buttigieg. Alls taka tuttugu frambjóðendur í forvalinu þátt í sjónvarpskappræðunum í Detroit. Þeim er skipt upp í tvö kvöld. Tíu frambjóðendur rökræddu í gærkvöldi og hinir tíu koma fram í kvöld. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, og Kamala Harris, öldungadeildarþingmaður frá Kaliforníu, eru vinsælustu frambjóðendurnir í könnunum sem taka þátt í kvöld. Fjöldinn sem fær að taka þátt í sjónvarpskappræðunum verður skorinn niður fyrir þær næstu. Þá verða gerðar strangari kröfur um stuðning í skoðanakönnunum og fjáröflun til að frambjóðendur teljist gjaldgengir í kappræðurnar.Tíu frambjóðendur stigu á stokk í gær. Ekki eiga allir þeirra eftir að komast í næstu umferð kappræðnanna.AP/Paul Sancya Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tekist á um heilbrigðis- og innflytjendamál í fyrstu kappræðum demókrata Tíu frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum öttu kappi í sjónvarpi í fyrsta skipti í gærkvöldi. 27. júní 2019 08:24 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Heilbrigðismál voru helsta bitbein miðjumanna og róttækari demókrata í öðrum sjónvarpskappræðum frambjóðenda í forvali flokksins fyrir bandarísku forsetakosningarnar í gærkvöldi. Róttækari frambjóðendur eins og Elizabeth Warren og Bernie Sanders vörðu þar hugmyndir sínar um opinbera heilbrigðisþjónustu fyrir alla landsmenn. Sanders og Warren hafa verið helstu talsmenn þess að útvíkka opinberu heilbrigðisþjónustuna Medicare til allra landsmanna sem hana vilja. Medicare veitir nú aðeins eldri borgurum og fötluðu yngra fólki sjúkratryggingu. Með áætlun þeirra væru einkasjúkratryggingar felldar niður og allir landsmenn yrðu tryggðir af hinu opinbera. Deildar skoðanir eru innan flokksins um ágæti þeirra hugmynda. Sumir óttast að stefnan sé of róttæk og eigi eftir að færa repúblikönum vopn í hendur sem geti sakað flokkinn um að boða sósíalisma. „Þau fara um og segja hálfu landinu að heilbrigðisþjónustan þeirra sé ólögleg,“ sagði miðjumaðurinn John Delaney, fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður Maryland, um hugmyndir róttækari frambjóðendanna.Pete Buttigieg sagði samherjunum sínum að hætta að fást um hvernig repúblikanar eigi eftir að ráðast á þá fyrir forsetakosningarnar.AP/Paul SancyaSegir andstæðinga sína hrædda við stórar hugmyndir „Ég skil ekki hvers vegna einhver hefur fyrir því að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna til þess eins að tala um fyrir hverju við getum ekki og ættum ekki að berjast,“ sagði Warren um varnaðarorð annarra frambjóðenda um að áhersla á róttæka uppstokkun heilbrigðiskerfisins geti kostað flokkinn atkvæði í forsetakosningunum. Sanders tók í sama streng. „Ég er orðinn svolítið þreyttur á demókrötum sem eru hræddir við stórar hugmyndir,“ sagði óháði öldungadeildarþingmaðurinn frá Vermont sem er ekki í Demókrataflokknum sjálfur. Pete Buttigieg, fyrrverandi borgarstjóri frá South Bend í Indiana og yngsti frambjóðandinn í forvalinu, hvatti flokkssystkini sín til að hætta að deila innbyrðis. Demókratar ættu að hætta að hafa áhyggjur af því hvað repúblikanar muni segja um þá. „Það er satt ef við tökum upp öfgavinstri stefnumál eiga þeir eftir að kalla okkur hóp klikkaðra sósíalista. Ef við tökum upp íhaldssömu stefnumál vitið þið hvað þeir eiga eftir að gera? Þeir eiga eftir að segja að við séum hópur klikkaðra sósíalista. Tökum því afstöðu með réttu stefnumálunum, förum út og verjum þau,“ sagði Buttigieg. Alls taka tuttugu frambjóðendur í forvalinu þátt í sjónvarpskappræðunum í Detroit. Þeim er skipt upp í tvö kvöld. Tíu frambjóðendur rökræddu í gærkvöldi og hinir tíu koma fram í kvöld. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, og Kamala Harris, öldungadeildarþingmaður frá Kaliforníu, eru vinsælustu frambjóðendurnir í könnunum sem taka þátt í kvöld. Fjöldinn sem fær að taka þátt í sjónvarpskappræðunum verður skorinn niður fyrir þær næstu. Þá verða gerðar strangari kröfur um stuðning í skoðanakönnunum og fjáröflun til að frambjóðendur teljist gjaldgengir í kappræðurnar.Tíu frambjóðendur stigu á stokk í gær. Ekki eiga allir þeirra eftir að komast í næstu umferð kappræðnanna.AP/Paul Sancya
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tekist á um heilbrigðis- og innflytjendamál í fyrstu kappræðum demókrata Tíu frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum öttu kappi í sjónvarpi í fyrsta skipti í gærkvöldi. 27. júní 2019 08:24 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Tekist á um heilbrigðis- og innflytjendamál í fyrstu kappræðum demókrata Tíu frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum öttu kappi í sjónvarpi í fyrsta skipti í gærkvöldi. 27. júní 2019 08:24