Hreyfingu bannað að auglýsa ókeypis líkamsrækt Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. júlí 2019 10:27 Hreyfing þarf að breyta viðskiptaháttum sínum eftir auglýsingar sínar um sumartilboð á árskortum. Getty/Virojt Changyencham Neytendastofa hefur bannað líkamsræktarstöðinni Hreyfingu að gefa í skyn að fólk geti æft frítt í stöðinni - þegar nauðsynlegt er að kaupa árskort til að nýta sér tilboðið. Bannið kemur í kjölfar auglýsingaherferðar Hreyfingar þar sem meðal annars sagði: „Æfðu frítt í sumar!“ og „Þú æfir frítt til 1. ágúst 2019[...]“ Þegar betur var að gáð mátti sjá að herferðinni var ætlað að kynna „árskort á sérstökum sumarkjörum.“ Fram kom í textanum að greitt væri fyrir árskort en kaupandinn fengi í kaupbæti frían aðgang í sumar. „Æfðu frítt í sumar“ gegn því að kaupa árskort komi því „mjög skýrt fram í textanum,“eins og fram kemur í viðbrögðum Hreyfingar. „Þú æfir frítt til 1. ágúst 2019 og árskortið gildir til 1. ágúst 2020.“ Engu að síður taldi Neytendastofa villandi að lýsa þjónustu með orðum eins og ókeypis eða frítt ef neytandi þarf að greiða fyrir aðra þjónustu til þess að fá eitthvað „frítt“. „Notkun orðsins frítt í umræddi auglýsingu fól í sér rangar upplýsingar um verð þjónustu og upplýsingarnar voru líklegar til að valda því að hinn almenni neytandi sem auglýsingin beindist að, taki viðskiptaákvörðun sem hann myndi ekki annars hafa tekið.“ Þessu mótmælti Hreyfing í bréfi til Neytendastofu og benti á þetta teljist algeng markaðssetning á Íslandi. Til að mynda bjóði símafyrirtækin oft fría áskrift fyrstu 2-3 mánuðina fyrir nýja viðskiptavini. Hvað sem því líður komst Neytendastofa að þeirri niðurstöðu að auglýsingar Hreyfingar brytu í bága við auglýsingalög. Auglýsingarnar væru „líklegar til að valda því að hinn almenni neytandi sem auglýsingarnar beinast að, taki viðskiptaákvörðun sem hann myndi ekki annars hafa tekið. Þá er fullyrðingin líkleg til að raska verulega fjárhagslegri hegðun neytenda,“ eins og segir í úrskurði Neytendastofu.Af þeim sökum bannaði stofnunin Hreyfingu „að viðhafa ofangreinda viðskiptahætti.“ Auglýsinga- og markaðsmál Heilsa Neytendur Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sjá meira
Neytendastofa hefur bannað líkamsræktarstöðinni Hreyfingu að gefa í skyn að fólk geti æft frítt í stöðinni - þegar nauðsynlegt er að kaupa árskort til að nýta sér tilboðið. Bannið kemur í kjölfar auglýsingaherferðar Hreyfingar þar sem meðal annars sagði: „Æfðu frítt í sumar!“ og „Þú æfir frítt til 1. ágúst 2019[...]“ Þegar betur var að gáð mátti sjá að herferðinni var ætlað að kynna „árskort á sérstökum sumarkjörum.“ Fram kom í textanum að greitt væri fyrir árskort en kaupandinn fengi í kaupbæti frían aðgang í sumar. „Æfðu frítt í sumar“ gegn því að kaupa árskort komi því „mjög skýrt fram í textanum,“eins og fram kemur í viðbrögðum Hreyfingar. „Þú æfir frítt til 1. ágúst 2019 og árskortið gildir til 1. ágúst 2020.“ Engu að síður taldi Neytendastofa villandi að lýsa þjónustu með orðum eins og ókeypis eða frítt ef neytandi þarf að greiða fyrir aðra þjónustu til þess að fá eitthvað „frítt“. „Notkun orðsins frítt í umræddi auglýsingu fól í sér rangar upplýsingar um verð þjónustu og upplýsingarnar voru líklegar til að valda því að hinn almenni neytandi sem auglýsingin beindist að, taki viðskiptaákvörðun sem hann myndi ekki annars hafa tekið.“ Þessu mótmælti Hreyfing í bréfi til Neytendastofu og benti á þetta teljist algeng markaðssetning á Íslandi. Til að mynda bjóði símafyrirtækin oft fría áskrift fyrstu 2-3 mánuðina fyrir nýja viðskiptavini. Hvað sem því líður komst Neytendastofa að þeirri niðurstöðu að auglýsingar Hreyfingar brytu í bága við auglýsingalög. Auglýsingarnar væru „líklegar til að valda því að hinn almenni neytandi sem auglýsingarnar beinast að, taki viðskiptaákvörðun sem hann myndi ekki annars hafa tekið. Þá er fullyrðingin líkleg til að raska verulega fjárhagslegri hegðun neytenda,“ eins og segir í úrskurði Neytendastofu.Af þeim sökum bannaði stofnunin Hreyfingu „að viðhafa ofangreinda viðskiptahætti.“
Auglýsinga- og markaðsmál Heilsa Neytendur Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sjá meira