Tískusýning Victoria´s Secret fer ekki fram í ár Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. júlí 2019 09:17 Shanina Shaik á sýningu Victoria's Secret í desember 2018. getty/Taylor Hill Tískusýning Victoria‘s Secret hefur farið fram í desember á hverju ári síðan árið 1995 en mun ekki fara fram í ár. Þetta segir Shanina Shaik, ein skærasta stjarna sýningarinnar. Shanina Shaik er fyrirsæta og hefur verið „engill,“ eins og fyrirsætur Victoria‘s Secret eru kallaðar, síðan árið 2011 og hefur komið fram á sýningunni fimm sinnum síðan þá. Hún sagði í samtali við ástralska miðilinni The Daily Telegraph á þriðjudag að sýningin færi ekki fram í ár. „Því miður, mun tískusýning Victoria‘s Secret ekki fara fram í ár,“ sagði hún.Englarnir á tískusýningu Victoria's Secret 2018.getty/Michael StewartShaik, sem er 28 ára gömul, sagðist vera vonsvikin, „það er eitthvað sem ég hef ekki vanist vegna þess að á hverju ári í kring um þetta leyti er ég að þjálfa eins og engill.“ Shaik sagði ástæðuna líklega vera þá að verið væri að vinna að því að breyta bæði gerð og markaðssetningu sýningarinnar. „Þetta er besta sýning í heiminum,“ bætti hún við. Sýningin er mjög vinsæl og hafa margar vel þekktar fyrirsætur komið fram á sýningunni, þar á meðal systurnar Bella og Gigi Hadid, Kendall Jenner, Behati Prinsloo, Tyra Banks, Adriana Lima og Naomi Campell. Á sýningunni koma líka fram tónlistarmenn og hafa Rihanna, The Weeknd og Kanye West spilað á sýningunni enda er öllu til tjaldað á henni. Í maí bárust fregnir af því að Victoria‘s Secret hyggðist hætta að sjónvarpa sýningunni en það hefur verið gert síðan árið 2001 á sjónvarpsstöðinni ABC. Samkvæm fréttastofu CNBC var áhorfið á sýninguna árið 2018 það versta í sögu sjónvarpsstöðvarinnar. Victoria‘s Secret hefur verið gagnrýnt harðlega vegna þess hve lítil fjölbreytni sé í fyrirsætuhópi þeirra. Ed Razek, forstjóri L Brands, móðurfyrirtækis Victoria‘s Secret, lét umdeild ummæli falla í viðtali við Vogue í nóvember í fyrra þegar hann sagði að transfyrirsætur myndu aldrei koma fram á sýningunni vegna þess að hún væri fantasía. Degi síðar baðst hann afsökunar og sagði: „Til að vera alveg skýr myndum við án efa ráða transmódel í sýninguna. Transmódel hafa komið í prufur… og eins og margar aðrar urðu þær ekki fyrir valinu… en það var aldrei vegna kyns.“ Hollywood Tíska og hönnun Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fleiri fréttir Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Sjá meira
Tískusýning Victoria‘s Secret hefur farið fram í desember á hverju ári síðan árið 1995 en mun ekki fara fram í ár. Þetta segir Shanina Shaik, ein skærasta stjarna sýningarinnar. Shanina Shaik er fyrirsæta og hefur verið „engill,“ eins og fyrirsætur Victoria‘s Secret eru kallaðar, síðan árið 2011 og hefur komið fram á sýningunni fimm sinnum síðan þá. Hún sagði í samtali við ástralska miðilinni The Daily Telegraph á þriðjudag að sýningin færi ekki fram í ár. „Því miður, mun tískusýning Victoria‘s Secret ekki fara fram í ár,“ sagði hún.Englarnir á tískusýningu Victoria's Secret 2018.getty/Michael StewartShaik, sem er 28 ára gömul, sagðist vera vonsvikin, „það er eitthvað sem ég hef ekki vanist vegna þess að á hverju ári í kring um þetta leyti er ég að þjálfa eins og engill.“ Shaik sagði ástæðuna líklega vera þá að verið væri að vinna að því að breyta bæði gerð og markaðssetningu sýningarinnar. „Þetta er besta sýning í heiminum,“ bætti hún við. Sýningin er mjög vinsæl og hafa margar vel þekktar fyrirsætur komið fram á sýningunni, þar á meðal systurnar Bella og Gigi Hadid, Kendall Jenner, Behati Prinsloo, Tyra Banks, Adriana Lima og Naomi Campell. Á sýningunni koma líka fram tónlistarmenn og hafa Rihanna, The Weeknd og Kanye West spilað á sýningunni enda er öllu til tjaldað á henni. Í maí bárust fregnir af því að Victoria‘s Secret hyggðist hætta að sjónvarpa sýningunni en það hefur verið gert síðan árið 2001 á sjónvarpsstöðinni ABC. Samkvæm fréttastofu CNBC var áhorfið á sýninguna árið 2018 það versta í sögu sjónvarpsstöðvarinnar. Victoria‘s Secret hefur verið gagnrýnt harðlega vegna þess hve lítil fjölbreytni sé í fyrirsætuhópi þeirra. Ed Razek, forstjóri L Brands, móðurfyrirtækis Victoria‘s Secret, lét umdeild ummæli falla í viðtali við Vogue í nóvember í fyrra þegar hann sagði að transfyrirsætur myndu aldrei koma fram á sýningunni vegna þess að hún væri fantasía. Degi síðar baðst hann afsökunar og sagði: „Til að vera alveg skýr myndum við án efa ráða transmódel í sýninguna. Transmódel hafa komið í prufur… og eins og margar aðrar urðu þær ekki fyrir valinu… en það var aldrei vegna kyns.“
Hollywood Tíska og hönnun Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fleiri fréttir Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Sjá meira