Íslenski boltinn

Óttar Magnús aftur til Víkings

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Óttar Magnús á æfingu með U-21 árs landsliðinu.
Óttar Magnús á æfingu með U-21 árs landsliðinu. vísir/vilhelm
Óttar Magnús Karlsson er genginn í raðir Víkings R. á nýjan leik. Hann hefur skrifað undir samning við félagið sem gildir út tímabilið 2021.

Óttar er uppalinn Víkingur en fór ungur til Ajax í Hollandi. Hann lék með yngri liðum Ajax og Spörtu í Rotterdam á árunum 2013-16.

Sumarið 2016 lék hann með Víkingi og var valinn besti ungi leikmaður Pepsi-deildarinnar. Hann skoraði þá sjö mörk í 20 deildarleikjum.

Óttar hélt aftur út eftir tímabilið og gekk í raðir Molde. Þaðan fór hann til Trelleborg og síðan til Mjällby þar sem hann lék undir stjórn síns gamla þjálfara hjá Víkingi, Milos Milojevic.

Óttar, sem er 22 ára framherji, hefur skorað tvö mörk í sjö leikjum fyrir A-landslið Íslands. Hann hefur einnig leikið 24 leiki fyrir yngri landsliðin og skorað sjö mörk.

Víkingur vann Breiðablik, 3-2, í 14. umferð Pepsi Max-deildar karla í gær. Víkingar eru í 10. sæti deildarinnar með 16 stig. Næsti leikur Víkings er gegn Stjörnunni á miðvikudaginn í næstu viku.




Tengdar fréttir

Öfugsnúin umferð í Pepsi Max deildinni

Pepsi Max deild karla er orðin gríðarlega jöfn ef lítum fram hjá því að KR-ingar eru langefstir og Eyjamenn eru langneðstir. Hin tíu lið deildarinnar eru nefnilega í einum hnapp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×