Matvælastofnun skoðar örvandi "undrakaffi“ Birgir Olgeirsson skrifar 30. júlí 2019 14:00 Kaffið inniheldur efni sem er bannlista Alþjóðalyfjaeftirlitsins. Vísir/Getty Matvælastofnun og heilbrigðiseftirlit eru með kaffi og kakó til skoðunar sem lofað er að hjálpi fólki við þyngdarstjórnun. Kaffið og kakóið inniheldur efni sem er á lista yfir bönnuð efni hjá Alþjóðlyfjaeftirlitinu WADA. Yrði einhver uppvís að notkun þess í keppni færi hann í keppnisbann. Ingibjörg Jónsdóttir, fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun, segir í samtali við Vísi að kaffið og kakóið innihaldi Beta Phenylethylamine sem er bannaða efnið. Um er að ræða Valentus Slim Roast Optimum kaffi og Optimum kakó frá sama framleiðanda. Er kaffið kallað „undrakaffi“ af söluaðila. Ingibjörg segir vörurnar sendar beint frá Bandaríkjunum til Íslands en þær eru auglýstar á samfélagsmiðlum og vef. Hún segir tilkynningar hafa borist Matvælastofnun um þessar vörur undanfarna daga en frá Lyfjaeftirliti ÍSÍ fengust þau svör að Beta Phenylethylamine væri bannað í íþróttakeppnum vegna örvandi eiginleika. Málið er því komið í farveg hjá Matvælastofnun sem og heilbrigðiseftirliti sem fer með eftirlit á sölu og dreifingu í sveitarfélögum. Ekki hefur þó verið ákveðið að grípa til einhverra aðgerða að svo komnu máli. Fyrirtækið sem framleiðir þessar vörur býður upp á tekjutækifæri fyrir sjálfstæða dreifingaraðila sem deila vörunum og byggja upp teymi annarra sjálfstæðra dreifingaraðila sem gera hið sama. Þessir aðilar eru verðlaunaðir með þóknun á vörusölunni samkvæmt tekjukerfi fyrirtækisins. Tekjukerfið er með 6 mismunandi tekjuleiðir, niður margar hæðir í teyminu. Heilsa Lyf Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Sjá meira
Matvælastofnun og heilbrigðiseftirlit eru með kaffi og kakó til skoðunar sem lofað er að hjálpi fólki við þyngdarstjórnun. Kaffið og kakóið inniheldur efni sem er á lista yfir bönnuð efni hjá Alþjóðlyfjaeftirlitinu WADA. Yrði einhver uppvís að notkun þess í keppni færi hann í keppnisbann. Ingibjörg Jónsdóttir, fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun, segir í samtali við Vísi að kaffið og kakóið innihaldi Beta Phenylethylamine sem er bannaða efnið. Um er að ræða Valentus Slim Roast Optimum kaffi og Optimum kakó frá sama framleiðanda. Er kaffið kallað „undrakaffi“ af söluaðila. Ingibjörg segir vörurnar sendar beint frá Bandaríkjunum til Íslands en þær eru auglýstar á samfélagsmiðlum og vef. Hún segir tilkynningar hafa borist Matvælastofnun um þessar vörur undanfarna daga en frá Lyfjaeftirliti ÍSÍ fengust þau svör að Beta Phenylethylamine væri bannað í íþróttakeppnum vegna örvandi eiginleika. Málið er því komið í farveg hjá Matvælastofnun sem og heilbrigðiseftirliti sem fer með eftirlit á sölu og dreifingu í sveitarfélögum. Ekki hefur þó verið ákveðið að grípa til einhverra aðgerða að svo komnu máli. Fyrirtækið sem framleiðir þessar vörur býður upp á tekjutækifæri fyrir sjálfstæða dreifingaraðila sem deila vörunum og byggja upp teymi annarra sjálfstæðra dreifingaraðila sem gera hið sama. Þessir aðilar eru verðlaunaðir með þóknun á vörusölunni samkvæmt tekjukerfi fyrirtækisins. Tekjukerfið er með 6 mismunandi tekjuleiðir, niður margar hæðir í teyminu.
Heilsa Lyf Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Sjá meira