Matvælastofnun skoðar örvandi "undrakaffi“ Birgir Olgeirsson skrifar 30. júlí 2019 14:00 Kaffið inniheldur efni sem er bannlista Alþjóðalyfjaeftirlitsins. Vísir/Getty Matvælastofnun og heilbrigðiseftirlit eru með kaffi og kakó til skoðunar sem lofað er að hjálpi fólki við þyngdarstjórnun. Kaffið og kakóið inniheldur efni sem er á lista yfir bönnuð efni hjá Alþjóðlyfjaeftirlitinu WADA. Yrði einhver uppvís að notkun þess í keppni færi hann í keppnisbann. Ingibjörg Jónsdóttir, fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun, segir í samtali við Vísi að kaffið og kakóið innihaldi Beta Phenylethylamine sem er bannaða efnið. Um er að ræða Valentus Slim Roast Optimum kaffi og Optimum kakó frá sama framleiðanda. Er kaffið kallað „undrakaffi“ af söluaðila. Ingibjörg segir vörurnar sendar beint frá Bandaríkjunum til Íslands en þær eru auglýstar á samfélagsmiðlum og vef. Hún segir tilkynningar hafa borist Matvælastofnun um þessar vörur undanfarna daga en frá Lyfjaeftirliti ÍSÍ fengust þau svör að Beta Phenylethylamine væri bannað í íþróttakeppnum vegna örvandi eiginleika. Málið er því komið í farveg hjá Matvælastofnun sem og heilbrigðiseftirliti sem fer með eftirlit á sölu og dreifingu í sveitarfélögum. Ekki hefur þó verið ákveðið að grípa til einhverra aðgerða að svo komnu máli. Fyrirtækið sem framleiðir þessar vörur býður upp á tekjutækifæri fyrir sjálfstæða dreifingaraðila sem deila vörunum og byggja upp teymi annarra sjálfstæðra dreifingaraðila sem gera hið sama. Þessir aðilar eru verðlaunaðir með þóknun á vörusölunni samkvæmt tekjukerfi fyrirtækisins. Tekjukerfið er með 6 mismunandi tekjuleiðir, niður margar hæðir í teyminu. Heilsa Lyf Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Matvælastofnun og heilbrigðiseftirlit eru með kaffi og kakó til skoðunar sem lofað er að hjálpi fólki við þyngdarstjórnun. Kaffið og kakóið inniheldur efni sem er á lista yfir bönnuð efni hjá Alþjóðlyfjaeftirlitinu WADA. Yrði einhver uppvís að notkun þess í keppni færi hann í keppnisbann. Ingibjörg Jónsdóttir, fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun, segir í samtali við Vísi að kaffið og kakóið innihaldi Beta Phenylethylamine sem er bannaða efnið. Um er að ræða Valentus Slim Roast Optimum kaffi og Optimum kakó frá sama framleiðanda. Er kaffið kallað „undrakaffi“ af söluaðila. Ingibjörg segir vörurnar sendar beint frá Bandaríkjunum til Íslands en þær eru auglýstar á samfélagsmiðlum og vef. Hún segir tilkynningar hafa borist Matvælastofnun um þessar vörur undanfarna daga en frá Lyfjaeftirliti ÍSÍ fengust þau svör að Beta Phenylethylamine væri bannað í íþróttakeppnum vegna örvandi eiginleika. Málið er því komið í farveg hjá Matvælastofnun sem og heilbrigðiseftirliti sem fer með eftirlit á sölu og dreifingu í sveitarfélögum. Ekki hefur þó verið ákveðið að grípa til einhverra aðgerða að svo komnu máli. Fyrirtækið sem framleiðir þessar vörur býður upp á tekjutækifæri fyrir sjálfstæða dreifingaraðila sem deila vörunum og byggja upp teymi annarra sjálfstæðra dreifingaraðila sem gera hið sama. Þessir aðilar eru verðlaunaðir með þóknun á vörusölunni samkvæmt tekjukerfi fyrirtækisins. Tekjukerfið er með 6 mismunandi tekjuleiðir, niður margar hæðir í teyminu.
Heilsa Lyf Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira