Íslenski boltinn

Kjóstu besta leikmanninn og besta markið í Pepsi Max-deild karla í júlí

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þessir eru tilnefndir.
Þessir eru tilnefndir. Skjámynd/Stöð 2 Sport
Pepsi Max mörkin á Stöð 2 Sport hafa tilnefnt þá þrjá leikmenn og þau þrjú mörk sem koma til greina sem þau bestu í júlímánuði.

Verðlaunin fyrir leikmann mánaðarins eru af glæsilegri gerðinni og koma frá Selected, Sjoppunni, Moroccanoil og Icelandair. Verðlaunin fyrir besta mark mánaðarins er í boði Adidas.

Þeir leikmenn sem koma til greina sem besti leikmaður júnímánaðar í Pepsi Max deild karla eru HK-ingarnir Atli Arnarson og Ásgeir Börkur Ásgeirsson og svo Fylkismaðurinn Kolbeinn Birgir Finnsson.

Atli Arnarson er búinn að skora fjögur mörk fyrir HK í júlí og Ásgeir Börkur er lykilmaður á miðju HK-liðsins sem var eitt besta lið deildarinnar í júlí. Kolbeinn hefur spilað sinn síðasta leik með Fylki en hann er farinn aftur til Brentford í Englandi. Kolbeinn sýndi það í júlí hversu öflugur leikmaður hann er orðinn.

Þeir sem áttu þrjú fallegustu mörk mánaðarins voru Víkingurinn Guðmundur Andri Tryggvason, FH-ingurinn Brandur Olsen og KRingurinn Björgvin Stefánsson.

Það má sjá öll þessi þrjú mörk sem koma til greina í myndbandinu hér fyrir neðan.

Tilfnefndir sem bestu leikmenn í júlí í Pepsi deild karla
Klippa: Bestu leikmenn júlímánaðar í Pepsi Max deild karla
Tilfnefnd sem bestu mörkin í júlí í Pepsi deild karla
Klippa: Bestu mörk júlímánaðar í Pepsi Max deild karla



Fleiri fréttir

Sjá meira


×