Fyrrverandi tengdamóðir Sigurðar sektuð um 106 milljónir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. júlí 2019 11:45 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness þann 1. júlí. Vísir/Valli Unnur Birgisdóttir hefur verið dæmd í 15 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 106,5 milljóna króna sektar fyrir að hafa hvorki staðið skil á virðisaukaskatti né staðgreiðslu opinberra gjalda í tengslum við rekstur félagsins SS verk ehf. árið 2016. Félagið var áður í eigu Sigurðar Ragnars Kristinssonar, fyrrverandi tengdasonar Unnar en Unnur stýrði daglegum rekstri félagsins frá því í mars fram í ágúst á árinu 2016. Armando Luis Rodriguez, sem einnig var ákærður og dæmdur í málinu, tók við rekstrinum af Unni og stýrði félaginu þar til það fór í þrot síðla sama árs. Sigurður Ragnar var í desember á síðasta ári dæmdur í 20 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot í rekstri félagsins. Þá var honum einnig gert að greiða 137 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs. Í febrúar var Sigurður Ragnar einnig dæmdur í til fjögurra og hálfs árs fangelsisvistar vegna aðildar hans að Skáksambandsmálinu svokallaða, sem varðaði innflutning á fimm kílóum af amfetamíni til Íslands frá Spáni.Sigurður Ragnar Kristinsson hafði áður verið sakfelldur fyrir skattsvik í tengslum við rekstur félagsins.Vísir/VilhelmFór í reynd með stjórn félagsins Sem daglegur stjórnandi félagsins frá 29. mars 2016 til 10. ágúst sama ár var Unnur ákærð fyrir að hafa hvorki staðið skil á virðisaukaskatti né staðgreiðslu opinberra gjalda í tengslum við rekstur félagsins, alls um 50 milljónir króna. Þá var Armando, ásamt Unni, ákærður fyrir að hafa í ágúst 2016 vísvitandi staðið að röngum eða villandi tilkynningum til hlutafélagaskrár um hagi félagsins og fyrirsvar þess þegar hann tók til málamynda við stjórn félagsins af Unni þann 10. ágúst 2016.Armando játaði sök og var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir aðild sína að málinu. Héraðsdómi þótti einnig sannað að Unnur hafi í reynd farið með stjórn félagsins á hinu umrædda tímabili þegar skattaskuldirnar féllu í gjalddaga. Þá þótti einnig sannað að Unnur hafi í reynd áfram verið daglegur stjórnandi félagsins, þrátt fyrir að Armando hafi formlega tekið við því hlutverki. Var Unnur því sakfelld fyrir aðild sína að málinu.Í dómi héraðsdóms kemur fram að við ákvörðun refsingar hafi verið litið til heilsubrests hennar og önnur áföll undanfarin misseri. Þótti því hæfileg refsing 15 mánaða skilorðsbundið fangelsi auk þess sem Unnur þarf að greiða 106,5 milljóna sekt í ríkissjóð innan fjögurra vikna frá dómsuppkvaðningu, en sæti ella fangelsi í 360 daga. Dómsmál Mál Sunnu Elviru Skáksambandsmálið Tengdar fréttir „Þessi verk voru unnin“ Sigurður Ragnar Kristinsson þarf einn að svara til saka fyrir meint meiriháttar skattalagabrot í rekstri verktakafyrirtæksins SS verks ehf. 15. nóvember 2018 14:15 Eiginmaður og móðir Sunnu Elvíru ákærð fyrir skattalagabrot Héraðssaksóknari hefur ákært Sigurð Kristinsson fyrir skattalagabrot við rekstur verktakafyrirtækisins SS verks. 9. apríl 2018 13:46 Ákærður fyrir 50 milljóna króna skattsvik Sigurður Ragnar Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, og tveir aðrir hafa verið ákærðir fyrir skattsvik sem tengjast fyrirtækinu SS verk ehf. Meint skattsvik nema um 100 milljónum króna. 23. apríl 2018 06:00 Fyrrverandi tengdamóðir Sigurðar ákærð fyrir stórfellt skattalagabrot Konan er fyrrverandi tengdamóðir Sigurðar Kristinssonar sem í desember var sakfelldur fyrir skattsvik í rekstri fyrirtækisins. 7. apríl 2019 10:13 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Unnur Birgisdóttir hefur verið dæmd í 15 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 106,5 milljóna króna sektar fyrir að hafa hvorki staðið skil á virðisaukaskatti né staðgreiðslu opinberra gjalda í tengslum við rekstur félagsins SS verk ehf. árið 2016. Félagið var áður í eigu Sigurðar Ragnars Kristinssonar, fyrrverandi tengdasonar Unnar en Unnur stýrði daglegum rekstri félagsins frá því í mars fram í ágúst á árinu 2016. Armando Luis Rodriguez, sem einnig var ákærður og dæmdur í málinu, tók við rekstrinum af Unni og stýrði félaginu þar til það fór í þrot síðla sama árs. Sigurður Ragnar var í desember á síðasta ári dæmdur í 20 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot í rekstri félagsins. Þá var honum einnig gert að greiða 137 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs. Í febrúar var Sigurður Ragnar einnig dæmdur í til fjögurra og hálfs árs fangelsisvistar vegna aðildar hans að Skáksambandsmálinu svokallaða, sem varðaði innflutning á fimm kílóum af amfetamíni til Íslands frá Spáni.Sigurður Ragnar Kristinsson hafði áður verið sakfelldur fyrir skattsvik í tengslum við rekstur félagsins.Vísir/VilhelmFór í reynd með stjórn félagsins Sem daglegur stjórnandi félagsins frá 29. mars 2016 til 10. ágúst sama ár var Unnur ákærð fyrir að hafa hvorki staðið skil á virðisaukaskatti né staðgreiðslu opinberra gjalda í tengslum við rekstur félagsins, alls um 50 milljónir króna. Þá var Armando, ásamt Unni, ákærður fyrir að hafa í ágúst 2016 vísvitandi staðið að röngum eða villandi tilkynningum til hlutafélagaskrár um hagi félagsins og fyrirsvar þess þegar hann tók til málamynda við stjórn félagsins af Unni þann 10. ágúst 2016.Armando játaði sök og var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir aðild sína að málinu. Héraðsdómi þótti einnig sannað að Unnur hafi í reynd farið með stjórn félagsins á hinu umrædda tímabili þegar skattaskuldirnar féllu í gjalddaga. Þá þótti einnig sannað að Unnur hafi í reynd áfram verið daglegur stjórnandi félagsins, þrátt fyrir að Armando hafi formlega tekið við því hlutverki. Var Unnur því sakfelld fyrir aðild sína að málinu.Í dómi héraðsdóms kemur fram að við ákvörðun refsingar hafi verið litið til heilsubrests hennar og önnur áföll undanfarin misseri. Þótti því hæfileg refsing 15 mánaða skilorðsbundið fangelsi auk þess sem Unnur þarf að greiða 106,5 milljóna sekt í ríkissjóð innan fjögurra vikna frá dómsuppkvaðningu, en sæti ella fangelsi í 360 daga.
Dómsmál Mál Sunnu Elviru Skáksambandsmálið Tengdar fréttir „Þessi verk voru unnin“ Sigurður Ragnar Kristinsson þarf einn að svara til saka fyrir meint meiriháttar skattalagabrot í rekstri verktakafyrirtæksins SS verks ehf. 15. nóvember 2018 14:15 Eiginmaður og móðir Sunnu Elvíru ákærð fyrir skattalagabrot Héraðssaksóknari hefur ákært Sigurð Kristinsson fyrir skattalagabrot við rekstur verktakafyrirtækisins SS verks. 9. apríl 2018 13:46 Ákærður fyrir 50 milljóna króna skattsvik Sigurður Ragnar Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, og tveir aðrir hafa verið ákærðir fyrir skattsvik sem tengjast fyrirtækinu SS verk ehf. Meint skattsvik nema um 100 milljónum króna. 23. apríl 2018 06:00 Fyrrverandi tengdamóðir Sigurðar ákærð fyrir stórfellt skattalagabrot Konan er fyrrverandi tengdamóðir Sigurðar Kristinssonar sem í desember var sakfelldur fyrir skattsvik í rekstri fyrirtækisins. 7. apríl 2019 10:13 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
„Þessi verk voru unnin“ Sigurður Ragnar Kristinsson þarf einn að svara til saka fyrir meint meiriháttar skattalagabrot í rekstri verktakafyrirtæksins SS verks ehf. 15. nóvember 2018 14:15
Eiginmaður og móðir Sunnu Elvíru ákærð fyrir skattalagabrot Héraðssaksóknari hefur ákært Sigurð Kristinsson fyrir skattalagabrot við rekstur verktakafyrirtækisins SS verks. 9. apríl 2018 13:46
Ákærður fyrir 50 milljóna króna skattsvik Sigurður Ragnar Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, og tveir aðrir hafa verið ákærðir fyrir skattsvik sem tengjast fyrirtækinu SS verk ehf. Meint skattsvik nema um 100 milljónum króna. 23. apríl 2018 06:00
Fyrrverandi tengdamóðir Sigurðar ákærð fyrir stórfellt skattalagabrot Konan er fyrrverandi tengdamóðir Sigurðar Kristinssonar sem í desember var sakfelldur fyrir skattsvik í rekstri fyrirtækisins. 7. apríl 2019 10:13