Íslenski boltinn

Pepsi Max-mörkin: Þorvaldur ósammála Jóhannesi Karli um vítadóminn á Akranesi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Patrick Pedersen fiskaði vítið á Akranesi og skoraði sjálfur úr því.
Patrick Pedersen fiskaði vítið á Akranesi og skoraði sjálfur úr því. vísir/bára
Patrick Pedersen skoraði sigurmark Vals gegn ÍA, 1-2, á Akranesi í Pepsi Max-deild karla á sunnudaginn úr vítaspyrnu sem Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, var afar ósáttur við.

„Við gáfum þeim fyrsta markið og síðan fengu þeir dæmt víti upp úr einhverju klafsi sem mér fannst aldrei vera víti. Mér finnst oft á tíðum allt of auðvelt fyrir dómara að dæma víti fyrir svokölluðu stóru liðin í landinu og þetta er farið að fara virkilega í taugarnar á mér,“ sagði Jóhannes Karl í samtali við Vísi eftir leik.

Vítaspyrnudómur Helga Mikaels Jónassonar var hins vegar réttur að mati Þorvaldar Örlygssonar.

„Ég tel að þetta sé víti. Hann [Arnar Már Guðjónsson] brýtur á honum [Patrick Pedersen]. Þetta var klaufalegt, klafs,“ sagði Þorvaldur í Pepsi Max-mörkunum í gær.

„Arnar sér hann ekki koma á blindu hliðina á sér. Hann sparkar í hann og tekur hann niður í þessu tilfelli,“ bætti Þorvaldur við.

Innslagið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Pepsi Max-mörkin: Réttur vítadómur
 

 


Tengdar fréttir

Öfugsnúin umferð í Pepsi Max deildinni

Pepsi Max deild karla er orðin gríðarlega jöfn ef lítum fram hjá því að KR-ingar eru langefstir og Eyjamenn eru langneðstir. Hin tíu lið deildarinnar eru nefnilega í einum hnapp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×