Íslenski boltinn

Öfugsnúin umferð í Pepsi Max deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Breiðablik og Stjarnan náðu ekki að fylgja KR eftir.
Breiðablik og Stjarnan náðu ekki að fylgja KR eftir. Vísir/Vilhelm
Pepsi Max deild karla er orðin gríðarlega jöfn ef lítum fram hjá því að KR-ingar eru langefstir og Eyjamenn eru langneðstir. Hin tíu lið deildarinnar eru nefnilega í einum hnapp.

Fjórtánda umferð deildarinnar, sem lauk í gær, sá til þess að það munar nú aðeins sjö stigum á liðunum í öðru og ellefta sæti deildarinnar. Blikar eru með 23 stig í 2. sæti en KA-menn eru í 11. sætinu með 16 stig.

Liðin sem voru í neðri hluta deildarinnar fyrir fjórtándu umferðina, sætum sjö og neðar, fengu þrettán af sautján stigum í fjórtándu umferðinni eða 76 prósent stiganna.

Efsta liðið vann (KR) og neðsta liðið tapaði (ÍBV). Liðin í öðru til sjötta sæti náðu hins vegar samtals í aðeins eitt stig af fimmtán mögulegum eða aðeins í 7 prósent stiga í boði

Liðin í sjöunda sæti og neðar náðu aftur á móti í þrettán af sautján stigum í umferðinni og stigu því einu skref nær því að lið muni falla í haust með metfjölda stiga.

Hér fyrir neðan má sjá stigasöfnun liðanna í fjórtándu umferðinni miðað við hvar þau voru í deildinni þegar umferðin hófst.

Liðin sem unnu sína leiki í umferðinni voru í 1. sæti (KR), 7. sæti (Valur), 9. sæti (Grindavík), 10. sæti (Víkingur) og 11. sæti (KA) þegar umferð fór af stað.

Fyrir vikið þá höfðu sigrar þriggja af fjórum neðstu liðum deildarinnar ekki eins mikið vægi því liðin í kringum þau unnu líka og því breyttist staðan á botninum ekki neitt. Staða Eyjamann varð reyndar mun verri enda eru þeir nú ellefu stigum frá örugg sæti eða næstum því fjórum sigurleikjum.



Staðan í Pepsi Max deild karla eftir 13. umferð og stig liðanna í 14. umferð:

1. sæti KR - sigur              Liðið í 1. sæti = 3 stig(18%)

2. sæti Breiðablik - tap      Liðin í 2. til 6. sæti = 1 stig (7%)

3. sæti ÍA - tap

4. sæti Stjarnan - jafntefli

5. sæti Fylkir - tap

6. sæti FH - tap

7. sæti Valur - sigur      Liðin í 7. til 11. sæti = 13 stig (76%)

8. sæti HK - jafntefli

9. sæti Grindavík - sigur

10. sæti Víkingur - sigur

11. sæti KA - sigur

12. sæti ÍBV - tap              Liðið í 12. sæti = 0 stig (0%)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×