Íslenski boltinn

Pepsi Max-mörkin: Engin lausn fyrir FH að láta þjálfarann fara

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólafur er með FH í 7. sæti Pepsi Max-deildarinnar
Ólafur er með FH í 7. sæti Pepsi Max-deildarinnar vísir/bára
Þrátt fyrir rýra uppskeru í sumar segir Logi Ólafsson að FH ætti að halda tryggði við þjálfarann Ólaf Kristjánsson.

FH tapaði fyrir KA, 1-0, á sunnudaginn en þetta var annar leikurinn í röð sem liðið tapar og mistekst að skora. FH-ingar eru í 7. sæti deildarinnar með 19 stig, þremur stigum frá fallsæti en jafnframt aðeins fjórum stigum frá 2. sætinu.

„Það voru teikn á lofti í þessum leik. FH-ingar spiluðu virkilega vel og sköpuðu fullt af færum. KA skapaði ekki færi og markið sem þeir skoruðu var ekki beint færi,“ sagði Logi í Pepsi Max-mörkunum í gær.

„Ég sé ekki að það sé nein sérstök lausn að láta þjálfarann fara. Þetta eru reyndir leikmenn og nú verður hver og einn að grafa svolítið djúpt í sjálfan sig, gera betur og standa saman,“ bætti Logi við.

Innslagið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Pepsi Max-mörkin: Staða Ólafs Kristjánssonar
 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×